Framtíð fimmtántommunar fyrir jeppamenn?

User avatar

Höfundur þráðar
StefánDal
Innlegg: 1235
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Framtíð fimmtántommunar fyrir jeppamenn?

Postfrá StefánDal » 21.jún 2024, 20:21

Ameríski dekkjarisinn Interco ætlar að hefja framleiðslu á betrumbættri útgáfu af Ground Hawg.
Ýmsar stærðir verða í boði en það sem heillar mig mest, verandi forfallinn aldamótajeppakall sem á erfitt með nýjungar, er að sjálfsögðu 38.5x15R15.
Þeir ætla semsagt að framleiða dekk fyrir 15” háar felgur!
Spennandi.
Viðhengi
IMG_0813.jpeg
IMG_0813.jpeg (326.53 KiB) Viewed 2574 times



User avatar

TF3HTH
Innlegg: 129
Skráður: 01.feb 2010, 14:57
Fullt nafn: Hafsteinn Þór Hafsteinsson

Re: Framtíð fimmtántommunar fyrir jeppamenn?

Postfrá TF3HTH » 21.jún 2024, 23:55

Hljómar vel, en það sem skiptir mestu máli er hvað dekkið verður margra strigalaga og burðargetan.

Ef það er ekki load range C verður það ekkert sérstaklega spennandi :)

-haffi

User avatar

jongud
Innlegg: 2685
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Framtíð fimmtántommunar fyrir jeppamenn?

Postfrá jongud » 23.jún 2024, 08:30

"10-ply rated construction with a 3-ply sidewall, max psi = 65 max load 3970 lbs "
Þetta er fyirir 38-tommu dekkið, þannig að það virðist vera aðeins of mikið "trukkadekk"

User avatar

Höfundur þráðar
StefánDal
Innlegg: 1235
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Framtíð fimmtántommunar fyrir jeppamenn?

Postfrá StefánDal » 26.jún 2024, 07:01

Ansans, þar fór það… Samkvæmt markaðssetninguni átti dekkið að vera byggt á sömu uppskrift en virðist vera stífara og sterkara.
Hvað var gamli Ground Hawg margra strigalaga?
Og hvað með 38” Mudder og AT405?


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur