Patrol og gírun


Höfundur þráðar
Rögnvaldurk
Innlegg: 77
Skráður: 19.maí 2014, 21:53
Fullt nafn: Rögnvaldur Kári Víkingsson
Bíltegund: Nissan Patrol Y61

Patrol og gírun

Postfrá Rögnvaldurk » 22.feb 2024, 16:08

Sælir,

Ég á Nissan Patrol Y61 3.0 l á 33¨ dekkjum. Nú er það þannig að ég lenti stundum í því að ég er ekki sáttur við gírun. Þegar ég fer niður brekkur þá fer bíllinn of hægt í fyrsta gír en of hratt í öðrum gír. Þetta á bæði við um akstur í háu og láu drifi.
Hvað er hægt að gera í þessu og hafið þið einhverja hugmynd um hvað það myndi kosta, svona nokkurn veginn?

Fyrirfram bestu þakkir fyrir svörin.

Kveðja, RögnvaldurUser avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Patrol og gírun

Postfrá jongud » 24.feb 2024, 15:37

Nú er stórt spurt.
Og önnur spurrning kemur upp;
Hvernig kanntu við hann í fimmta gír á þjóðvegahraða?
Ég veit ekki hvort það er hægt að fá annan gírkassa sem væri með öðruvísi gírun í fyrsta og/eða öðrum gír.
Hinn möguleikinn væri að breyta drifhlutföllunum. Það er pakki upp á allavega 300 þúsund. En þá ertu að breyta því hvernig hann hegðar sér í öllum gírum, ekki bara fyrsta og öðrum.


Höfundur þráðar
Rögnvaldurk
Innlegg: 77
Skráður: 19.maí 2014, 21:53
Fullt nafn: Rögnvaldur Kári Víkingsson
Bíltegund: Nissan Patrol Y61

Re: Patrol og gírun

Postfrá Rögnvaldurk » 24.feb 2024, 21:34

Hann er fínn á þjóðvegahraða. Það eina sem mér finnst óþægilegt er að það er eins og það vanti gír á milli 1 of 2, í brekkum niður á við. 'i fyrsta gír fer hann of hægt og þá er ég að gefa í til að halda einhverjum hraða. En í öðrum gír þá fer hann of hratt og þá þarf ég alltaf að bremsa með. Þetta á aðallega við um langar, brattar brekkur. Í stuttum brekkum lætur maður það hafa sig að dóla rólega niður (í fyrsta gír) en í löngum brekkum væri þægilegt að geta bara farið niður í einum ákveðnum gír án þess að bremsa, en samt ekki verið að fara löturhægt.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Patrol og gírun

Postfrá jeepson » 25.feb 2024, 08:33

Sælir. Þú gætir reynt að finna overdrive úr 4 gíra volvo 240 t.d það væri hægt að smíða það við drivlínuna og þá ertu þannig séð kominn með gír sem þú getur smellt inn í hvaða gír sem er. t.d sem auka á 5.gír eða bara alla hina gírana. overdrive´ið er rafstýrt og því hægt t.d að hækka þá fyrsta gírinn aðeins niður brekkuna.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Höfundur þráðar
Rögnvaldurk
Innlegg: 77
Skráður: 19.maí 2014, 21:53
Fullt nafn: Rögnvaldur Kári Víkingsson
Bíltegund: Nissan Patrol Y61

Re: Patrol og gírun

Postfrá Rögnvaldurk » 27.feb 2024, 18:46

Sælir Jón og Gísli,

Takk fyrir svörin. Nú er bara að hugsa málið og sjá hvort þetta borgi sig. :)


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Patrol og gírun

Postfrá grimur » 29.feb 2024, 04:43

Gefa kvikindinu aðeins í fyrsta gír kannski?


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 4 gestir