Síða 1 af 1

Patrol Y60 fjöðrun

Posted: 03.nóv 2023, 17:03
frá Brandur.Gudmundsson
Góðan dag,

Ég er með Patrol Y60 1996 model með 38" breytingu frá Stál og Stönsum. Hef áhuga á að skipta út gormum og dempurum. Bíllinn er með Landcruiser gorma að framan en original Patrol dempara að aftan og 100mm hækkunar millilegg.

Er að velta fyrir mér OME gormum og dempurum. Gormarnir eru með 100mm "lift" þannig að millileggið fer (2413/2416). Dempararnir eru BP51 demparar frá OME.

Væri gaman að heyra hvaða leiðir menn hafa verið að fara í þessum málum.

með kveðju Brandur St. Guðmundsson

Re: Patrol Y60 fjöðrun

Posted: 05.nóv 2023, 15:03
frá jongud
OME er allavega nokkuð sem margir eru ánægðir með. Og ég held að það sé alltaf betra að vera með lengri gorma en millilegg, þó að maður sé ekki að nota allan gorminn.