Hvað er óhætt að mýkja mikið undir Econoline á 31"


Höfundur þráðar
helgierl
Innlegg: 94
Skráður: 21.feb 2012, 20:56
Fullt nafn: Helgi Arngrímur Erlendsson

Hvað er óhætt að mýkja mikið undir Econoline á 31"

Postfrá helgierl » 17.aug 2023, 21:36

Langar að leita ráða hjá þeim sem hafa verið með þungu bílana..... 3-4 tonn, hvað sé óhætt að mýkja í dekkjum... Eftir að hristingurinn gekk úr hófi í síðustu Þórsmerkur og Landmannalauga ferðum á okkar frábæra Econoline sem er á c.a. 31" dekkjum (265/75R16) og er vel yfir 3 tonn (leyfð heildarþyngd 3.9 tonn)..... Dekkin eru í E burðarflokki. Þá vakna tvær spurningar:
1. Hvað er óhætt að fara lágt í þrýstingi á þessum dekkjum. Hef lítið þorað að hreyfa það og hef yfir 40 pund í þeim.
2. Hvað þarf svona bíll stór dekk til að hægt sé að fá sæmilega mýkt á malarslóðum á öruggan hátt. Myndu 35" dekk vera nóg....? (Ég er semsagt bara að tala um akstur á auðu ekki flot í snjó.)
Myndir af bílnum og dekki til glöggvunar.
Viðhengi
20230817_180755.jpg
20230817_180755.jpg (3.96 MiB) Viewed 4723 times
20210730_131418.jpg
20210730_131418.jpg (1.78 MiB) Viewed 4723 times



User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Hvað er óhætt að mýkja mikið undir Econoline á 31"

Postfrá hobo » 17.aug 2023, 23:08

Ég er með einn (ca 3,5t) 1988 Econoline 350 dísel á 35". Á þeirri stærð get ég náð talsverðri aukningu á mýkt með að hleypa úr niður í 15 pund. Hef ekki þorað að hleypa meira úr, dekkin orðin gömul en fletjast vel út á þessum þrýsting og gefa sæmilega mýkt.
Ég er svosem nýliði í flokki þungra bíla, en held að þú ættir að geta farið talsvert neðar en 40 pund á 31 tommu.


Höfundur þráðar
helgierl
Innlegg: 94
Skráður: 21.feb 2012, 20:56
Fullt nafn: Helgi Arngrímur Erlendsson

Re: Hvað er óhætt að mýkja mikið undir Econoline á 31"

Postfrá helgierl » 22.aug 2023, 22:56

Akkúrat. Aldur á dekkjunum skiptir auðvitað máli, mega ekki vera fúin... Fékk ráð hjá reynslubolta sem taldi niður undir 20 pund í góðu lagi á þessum 31" Mun prófa það.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 77 gestir