Síða 1 af 1

felgubreidd á XJ

Posted: 11.maí 2023, 23:40
frá kristjan_steinn
Daginn, nú er ég ekkert sérlega vitur þegar kemur að felgumálum
cherokee xj 44" breyttur með dana 44 að framan og aftan hvað passar undir svona? er kominn með stálfelgur sem eru 16" með réttri deilingu 6x137,9 að mig minnir með 44 dick cebek dekkjum hvernig er það skiptir felgubreidd og hæð miklu máli? hann var á 44 nokian á 14" álfelgum og var það fínt. ég bara hef ekki enn mátað þetta og veit ekki hvort þetta sé vesen hvað segja menn er 16" allt í lagi fyrir svona bíl eða skiptir þetta engu máli þessar tommur? með fyrirfram þökk

Re: felgubreidd á XJ

Posted: 12.maí 2023, 08:57
frá jongud
Það eru tveir hlutir sem skipta máli í þessu samhengi. Felgubreiddin og svokallað "backspace", sem er fjarlægðin frá innri felgubrún að plattanum sem skrúfast á nafið. Það ræður því hversu langt inn á við felgan fer, og það skiptir máli upp á hvort hún eða dekkið rekst í spyrnur, stýrisarma eða eitthvað annað inni í brettinu. Backspace og heildarbreidd ráða svo í sameiningu hversu langt út dekkið og felgan nær, það er t.d. þannig að tvær jafn breiðar felgur með mismunandi 'backspace' geta staðið mislangt út úr brettinu. Einnig getur 'backspace' haft mismunandi áhrif á aksturseiginleika, sérstaklega ef felga er orðin yfir 10 tommur á breidd.
backspace.jpg
Backspace mælt
backspace.jpg (176.98 KiB) Viewed 2566 times

Re: felgubreidd á XJ

Posted: 12.maí 2023, 11:49
frá kristjan_steinn
Takk fyrir svar, eru menn ekki að notast við smá specera skyldi þetta vera að rekast í? Kv

Re: felgubreidd á XJ

Posted: 12.maí 2023, 16:36
frá jongud
kristjan_steinn wrote:Takk fyrir svar, eru menn ekki að notast við smá specera skyldi þetta vera að rekast í? Kv


Stundum eru þeir notaðir, en það er lang best að vera með rétta breidd og backspace frá byrjun.