Síða 1 af 1

Er underglow löglegt?

Posted: 10.maí 2023, 11:47
frá Hrafn39876
Góðan daginn

Ég var að spá hvort að það sé löglegt að setja LED underglow undir bílinn minn of ef það er löglegt þá hvaða reglur eru um það.

Re: Er underglow löglegt?

Posted: 15.maí 2023, 21:04
frá Elvar Turbo
Er það ekki bara nógu löglegt á fjöllum? Bara hafa slökkt á því í skoðun
Hef séð nokkra með svona

Re: Er underglow löglegt?

Posted: 23.maí 2023, 18:46
frá elli rmr
þarna er sennilega hægt að setja fram rök með og á móti Ég á tildæmis ameríkubíl og þeir meiga vera með appelsínugul ljós að framan, sé ég með ljósin still á appelsínugulan lit þá vill ég meina að ég sé löglegur því það má vera appelsínugult ljós að framan og með hliðini á bílnum að afturljósum, það stendur hvergi að ljóskerið þurfi að sjást. Hinnsvegar ef þú ert á Japönskum eða evrópu bíl þá þarft þú að vera með hvít ljós að framan og þá er þetta aðeins flóknara kallar á annað kerfi til að hafa hvít að framan. veit ekki hvernig er með vinnuljós á bílum sem eru ekki breytingaskoðaðir eða vörubílar, ef það má þá er bara að hafa ljósin hvít þegar mætt er í skoðun :D

Re: Er underglow löglegt?

Posted: 31.maí 2023, 21:05
frá vhic
Svo fer þetta líka eftir hver skoðar bílinn. þeir eru nú misjafnir blessaðir og sumir þerra ættu að vera heima á örorkubótum bara út af sérvisku. þykjast vita allt svo þegar það er rekið ofan í þá verða þeir enn ákveðnari á sinni SKOÐUN!