nýgræðlingur
Posted: 09.apr 2023, 22:54
góðann dag öllsömul, nú á fimmtudaginn hefjast mín jeppaævintýri, ég tel ekki 4runner viðgerðina með þar sem ákveðinn snillingur maukaði drifið áður en ég fékk tækifæri á því að komast af malbikinu á honum.
Eins og stendur þá er ég að fara að eigna mér óbreyttann 2001 Pajero með 3.5 l bensínvél og væri endilega til í ykkar álit á verkefnalistinanum mínum, ég er ekki að stefna á neinar jöklaferðir eða svoleiðis stórgrýti, vill bara komast þægilega inn á Skagaheiði, Arnarvatnsheiði, Veiðivötn og helst yfir Sprengisand og að Kvíslárvatni einhvern daginn, jú og í gegnum snjóþyngslin hérna í Kinn þegar konungur vetur hlær sem mest.
minn verkefnalisti er svona
-35 tommu dekk
-svefnaðstaða, kippi öllum aftursætunum úr og reyni að troða dýnu inn
-talstöð?
-spottakassi fyrir vinina sem festa sig
-stálhlífar undir gírkassann, bensíntankinn og allt hitt
-tröppur svo litli ég get farið upp í hann án þess að togna
-snorkel
-led bar og kastara
er ég að gleyma einhverju sem þarf helst í svona ferðir? þetta er alls ekki það eina sem ég ætla mér að gera fyrir þennan bíl en þetta er það fyrsta sem ég ætla að klára, nenni ekki að pæla í einhverjum uppfærslum með dauðann bíl hálfa leið inn að Ölversvatni
Eins og stendur þá er ég að fara að eigna mér óbreyttann 2001 Pajero með 3.5 l bensínvél og væri endilega til í ykkar álit á verkefnalistinanum mínum, ég er ekki að stefna á neinar jöklaferðir eða svoleiðis stórgrýti, vill bara komast þægilega inn á Skagaheiði, Arnarvatnsheiði, Veiðivötn og helst yfir Sprengisand og að Kvíslárvatni einhvern daginn, jú og í gegnum snjóþyngslin hérna í Kinn þegar konungur vetur hlær sem mest.
minn verkefnalisti er svona
-35 tommu dekk
-svefnaðstaða, kippi öllum aftursætunum úr og reyni að troða dýnu inn
-talstöð?
-spottakassi fyrir vinina sem festa sig
-stálhlífar undir gírkassann, bensíntankinn og allt hitt
-tröppur svo litli ég get farið upp í hann án þess að togna
-snorkel
-led bar og kastara
er ég að gleyma einhverju sem þarf helst í svona ferðir? þetta er alls ekki það eina sem ég ætla mér að gera fyrir þennan bíl en þetta er það fyrsta sem ég ætla að klára, nenni ekki að pæla í einhverjum uppfærslum með dauðann bíl hálfa leið inn að Ölversvatni