Mælar

User avatar

Höfundur þráðar
Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Mælar

Postfrá Hjörturinn » 07.sep 2022, 16:41

Sælir spjallverjar.

Þarf að kaupa allnokkra mæla í bílinn hjá mér, EGT, boost, olíuþrýstingur og hiti, hvaða mælum mæla menn með? (pun intended)
Já og svo hitt, eru einhverjir að nota farenheit afgashitamæli? eykur aðeins úrvalið sem maður getur valið


Dents are like tattoos but with better stories.


Hailtaxi
Innlegg: 51
Skráður: 25.apr 2013, 15:36
Fullt nafn: Sigurður Páll Behrend
Bíltegund: Isuzu Trooper, 1987

Re: Mælar

Postfrá Hailtaxi » 09.sep 2022, 10:41

Sæll!

Ég hef notað einhverja ómerkta mæla sem entust stutt og voru ekki vandræðanna virði. Af merkjavöru hef ég bara notað CNSpeed og Autometer mæla. Autometer er klárlega betri, en getur verið dýrari. CNSpeed mælarnir eru með led baklýsingu og bjartir, sem getur verið óþægileg í myrkri eða ef maður er með svæsið mælablæti :-)

Er með forritanlegann Autometer eldsneytismæli og hann kostaði einhverju 100 dollara circa á Rockauto. Ætla að fá mér Autometer 2332 fyrir olíuþrýsting, slöngutengdur og mælir í PSI, ætti að vera nákvæmari heldur en mælar sem eru snúrutengdir og sýna í börum.
https://www.rockauto.com/en/moreinfo.ph ... 68&jsn=266 <-- 42 dollarar + sendingarkostnaður.

Hef svosem ekki skoðun á Fahrenheit EGT en held þú ættir alveg að geta notað svoleiðis, ég horfi bara á EGT mælinn þegar ég er að stilla mótirinn til að sjá max EGT, og eftir það horfi ég sjaldan á hann.

User avatar

Höfundur þráðar
Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Mælar

Postfrá Hjörturinn » 09.sep 2022, 11:51

Sæll og takk fyrir svörin.

Autometer sýnist mér vera nokkuð soldi val, það og ISSpro (https://isspro.com) og svo speed hut (https://speedhut.com)
En eiga það sameiginlegt að kosta skildingin.
Glowshift og Intellitronix eru flottir og á góðu verði en hef séð menn taka sterkt til orða á spjallborðum varðandi gæðin...
Dents are like tattoos but with better stories.


Stjáni Blái
Innlegg: 357
Skráður: 04.feb 2010, 08:36
Fullt nafn: Kristján Stefánsson

Re: Mælar

Postfrá Stjáni Blái » 21.sep 2022, 08:00

Autometer eru virkilega góðir mælar og óhætt að mæla með þeim :)

Það eru t.d. Autometer mælar í jeppanum mínum sem voru framleiddir 1999 þannig að endingin er góð. Einnig eiga þeir allt til sem við á og auðvelt að fá hluti ef vantar. Nema, slöngur, nippla og þessháttar.

Varðandi það hvort að mælirinn sýni F° eða C° þá sé ég ekki mun á því. Þú veist sirka hvað telst eðlilegur hiti og hvar vikmörkin eru og þar af leiðandi hvar skífan á að vera ef allt er eðlilegt.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 22 gestir