Síða 1 af 1

Ryðbætur á grind - Patrol Y60

Posted: 06.sep 2022, 18:19
frá Brandur.Gudmundsson
Góðan dag,

Ég er með Patrol Y60 frá 1996 sem er kominn með þynningar í aftasta hluta grindar. Ætla að freysta þess að bæta hana með því að sjóða styrkingar í hana. Er einhver hér sem veit hvort og þá hvar hægt er að nálgast tilsniðið efni í svona grindarstyrkingar?

kv Brandur St. Guðmundsson

Re: Ryðbætur á grind - Patrol Y60

Posted: 06.sep 2022, 22:09
frá muggur
Héðinn er með eitthvað af teikningum af grindum og geta skorið út fyrir þig. Eiga amk í Pajero mk2.
Kv. Muggur