Síða 1 af 1

Ljósstöng og ónotaðir þokuljósavírar

Posted: 12.aug 2022, 20:57
frá Verstivélamaðurinn
Sælir Jeppamenn og konur.
Nú hefur verið tekin ákvörðun um að setja krúttlega ljósstöng (90 W) á sveitabílinn, nánar tiltekið Isuzu Trooper 2002 módel. Það var keypt eitthvað sett með segulrofa, öryggi og ljótasta rofa norðan alpafjalla og þó víðar væri leitað.
Því fór ég að velta fyrir mér hvort ég gæti ekki notað vírana, öryggið og segulrofann sem ætlaður er fyrir fram þokuljós (sem hafa aldrei verið til staðar á þessum bíl) og bara bætt við "upprunalegum" þokuljósarofa sem passar í auðan rofa í mælaborðinu hjá mér ?
20 Ampera öryggið ætti að vera meira en nóg fyrir 90W ekki satt?
Screenshot_20220812-223847_Adobe Acrobat.jpg
Screenshot_20220812-223847_Adobe Acrobat.jpg (175.14 KiB) Viewed 1539 times


Gerlegt?
Löglegt?

Kveðja
VerstiVélamaðurinn

Re: Ljósstöng og ónotaðir þokuljósavírar

Posted: 12.aug 2022, 22:15
frá draugsii
ég myndi halda að það væri í góðu lagi að nota lagnirnar í bílnum

Re: Ljósstöng og ónotaðir þokuljósavírar

Posted: 13.aug 2022, 09:30
frá jongud
Um að gera að nota lagnirnar. Prófa þær bara fyrst, athuga líka hvort einangrunin sé nokkuð farin að morkna, sérstaklega ef drulla og salt kemst einhversstaðar nærri vírunum.