Hvaða dekk?

User avatar

Höfundur þráðar
Snæland
Innlegg: 66
Skráður: 21.feb 2010, 17:41
Fullt nafn: Þorsteinn Rafn H. Snæland

Hvaða dekk?

Postfrá Snæland » 26.feb 2011, 19:06

Sælir félagar

Jæja núna eru Ground Hawg dekkin mín að framan að syngja sitt síðasta á Willysnum.

Því spyr ég hvaða 38" dekk myndu þið fá ykkur undir 1500 kg bíl sem er keyrður mesta lagi 3 þús km á ári. Mér stendur til boða ágæt Mickey Thompson MTZ dekk en einungis 3 og það gengur ekkert rosalega vel að finna fjórða dekkið....

Ég er námsmaður þannig að ég er ekki að fara að kaupa nýjan gang. Ég er mjög ánægður með GH-inn og væri alveg til í að fá mér þau aftur en langar að fá smá reynslusögur af MT MTZ eða öðrum dekkjum.

Dekkjakveðjur,

Þorsteinn Snæland



User avatar

Höfundur þráðar
Snæland
Innlegg: 66
Skráður: 21.feb 2010, 17:41
Fullt nafn: Þorsteinn Rafn H. Snæland

Re: Hvaða dekk?

Postfrá Snæland » 27.feb 2011, 15:03

Ef það skiptir einhverju hvaða dekk ég ætti kaupa, þá er ég með 14" breiðar felgur með soðnum kanti sem ég mun nota...


Ég hélt að ég myndi fá 100 mismunandi reynslusögur á innan við hálftíma en mér skjátlaðist gríðarlega.... :)

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Hvaða dekk?

Postfrá jeepcj7 » 27.feb 2011, 19:50

Sko eina dekkið sem er á markaði í dag af 38" sem er nothæft undir léttan jeppa er GH og reyndar AT 405 þannig að úrvalið er eiginlega ekkert ef þú ert með 15" felgu.
Hef notað GH talsvert alveg fínt dekk eftir smá skurðaðgerð er of lokað að mínu mati orginal.
Mig hefur lengi langað að prufa AT dekkið en ekki ennþá eignast svoleiðis hjól sýnist að það þurfi aðeins að opna það líka til að virka vel.
Menn bera MT dekkjum góða sögu en þau fást ekki lengur á 15" felgu svo þú ert í vondum málum ef þú finnur notaðan gang en skemmir svo dekk.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Höfundur þráðar
Snæland
Innlegg: 66
Skráður: 21.feb 2010, 17:41
Fullt nafn: Þorsteinn Rafn H. Snæland

Re: Hvaða dekk?

Postfrá Snæland » 28.feb 2011, 13:39

Já ætli maður reyni ekki að halda sig við GH, líst ekkert á framboðið af MT á 15" felgu. Ég er reyndar mjög heitur fyrir AT líka.

Nú verður maður bara að fara að fylgjast með dekkja auglýsingum.. ;)


Þorri
Innlegg: 322
Skráður: 02.feb 2010, 12:55
Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
Bíltegund: Musso cherokee ofl

Re: Hvaða dekk?

Postfrá Þorri » 28.feb 2011, 14:22

Það sem ég hef séð er að drifgeta á AT er mun meiri en á GH hef reyndar ekki prufað þau sjálfur nema í götuakstri og á það við um bæði dekkinn og mér finnst mun betra að keyra á AT. Félagi minn var á LC 80 skipti af mudder yfir á AT og það var töluverður munur á drifgetu hjá honum ég ferðaðist með honum á báðum göngunum og það var áberandi hvað fór mikið lengra á AT. Þegar ég setti dekkin hans og svo mudderinn minn hlið við hlið þá stóð AT 1.5 tommum hærra. Hins vegar voru einhverjar sögur um sprungumyndun í hliðunum á AT skilst mér þekki það ekki nákvæmlega. Vonandi geta einhverjir aðrir frætt okkur um það. GH er framleiddur af sama aðila og framleiddi mudder og flestir sem ég þekki sem hafa notað GH hafa látið vel af þeim.
kv. Þorri

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Hvaða dekk?

Postfrá Stebbi » 28.feb 2011, 18:53

Miðað við þá bíla sem ég hef ferðast með og umgengist á AT405 þá get ég ekki mælt með þeim í hardcore snjójeppamensku nema menn séu þeim meiri klaufar. Þetta minnir mig helst á gamla 38" Fun Country, spólar bara og spólar og hreinsar sig ekki fyrir fimmeyring. Svo hafa menn aðeins kvartað undan því hvað þau tína upp allt smágrjót sem fyrir verður og grýta því í bílinn hjá þér. En það er gott að keyra á þeim það vantar ekki og sjálfsagt ekkert dekk sem nær þeim þar.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


arnarlogi15
Innlegg: 51
Skráður: 13.júl 2010, 22:19
Fullt nafn: Arnar Logi Þorgilsson

Re: Hvaða dekk?

Postfrá arnarlogi15 » 06.mar 2011, 19:11

39,5" Irok eru fínustu dekk og þar bíllinn er bara 1500 kg þá held ég að þau myndu vera fín undir honum!
Það er líka mjög gott að keyra bílinn á þeim!


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur