Síða 1 af 1
37" Nankang dekk
Posted: 23.jún 2022, 17:41
frá Brandur.Gudmundsson
Ég er með Patrol 96 model. Er að velta fyrir mér að nota 37" Nankang dekk á 13" breiðum felgum undir hann. Þetta yrðu sumardekk og felgurnar eru með suðuþræði til að minnka hættu á affelgun. Eru einhverjir sem hafa prófað þessi dekk á 13" felgum?
Re: 37" Nankang dekk
Posted: 24.jún 2022, 08:06
frá jongud
Þau hafa allavega verið sett á 12" breiðar felgur án vandræða.
Re: 37" Nankang dekk
Posted: 24.jún 2022, 10:12
frá Brandur.Gudmundsson
Sæll,
Já ég vissi að þau hefðu verið notuð á 12". Ég er með uppgerðar 13" breiðar felgur og hefði áhuga á að nota þær. Þetta yrðu sumardekk hjá mér þannig að ég er ekki að nota úrhleypingar en var að velta fyrir mér hvort hætta væri á að þau rifnuðu í kantinum.
Re: 37" Nankang dekk
Posted: 24.jún 2022, 11:21
frá draugsii
ég held þú þurfir ekki að hafa neinar áhyggjur
þau hafa verið sett á 14” breiðar felgur án nokkurs vesens
Re: 37" Nankang dekk
Posted: 24.jún 2022, 11:59
frá Brandur.Gudmundsson
Sæll,
Takk fyrir upplýsingarnar. Ég ætla að skella mér á þetta.
kv
Brandur