Síða 1 af 1

Loftkerfis vesen

Posted: 30.mar 2022, 11:00
frá johnnyt
Er með úrhleypibúnað í bílnum hjá mér og fyrir stuttu hætti Tmax dælan að ná upp nægum þrýsting til að geta pumpað í dekkin.
Dælan er venjulega föst í húddinu hjá mér og það sem mér datt í hug hvort ryk eða drulla hafi komist í hana. Ég byrjaði á að skoða dæluna og ég litla sem enga drullu í henni.Þá prófaði ég að rífa hana frá og beintengja við geymi þá virðist hún ná upp fínum þrýsting en um leið og ég tengi hana við einstefnulokan og þrýstijafnara þá virðiist loftflæðið sem fer þar í minnka helling
Ég sé ekkert að einstefnulokanum en er að pæla í því hvort að þeir hafi verið að festast og menn verið að lenda í basli með þá ?

Re: Loftkerfis vesen

Posted: 31.mar 2022, 08:42
frá jongud
Ég myndi athuga þrýstijafnarann. Það er mun grunsamlegri náungi með lengri sakaskrá en einstefnulokar.

Re: Loftkerfis vesen

Posted: 31.mar 2022, 09:46
frá svarti sambo
Settu T með mæli, sitthvoru megin við þrýstiminnkarann. Þá ættir þú að sjá hvað hann er að gera. Mælirinn á undan, ætti að sína pressuþrýstinginn og seinni ætti að sýna kerfisþrýstinginn. Þrýstiminnkarar geta bilað eins og annað. Sérstaklega ef þetta er lítið notað.