Síða 1 af 1

Drifgeta

Posted: 12.jan 2022, 23:27
frá Haffisteins
Sælir nú er ég að forvitnast um eg var að kaupa mér 1990 hilux 2.4d non turbo hann er á hásingum að framan sem aftan og hann er á 36” super swamper á 12,5 tommu breiðum tveggja ventla felgum hvað dríf ég í snjó á þessum bíl ?

Re: Drifgeta

Posted: 13.jan 2022, 00:16
frá svarti sambo
Þessari spurningu er erfitt að svara.

Sennilegast er einfaldasta svarið.
Fer eftir ökumanninum, ástand dekkja, hlutföll og læsingar.

Svona til að segja eitthvað.

Sjálfur var ég að leika mér á Vatnajökli á svona bíl, fyrir ca: 30 árum síðan.
36" breyttur.
Enginn loftlás.
Prósentulæsing að aftan ( eins og það var kallað ) og nospin að framan, minnir mig.

Re: Drifgeta

Posted: 15.jan 2022, 03:54
frá grimur
Átti X-Cab 1990 2.4 dísil, reyndar á 38".
Helsti kosturinn var aflleysið, það var eiginlega ógerningur að spóla sig svo fastan að maður gæti ekki juggað sig lausan :-)