Ranger 4.0 V6
Posted: 26.feb 2011, 13:47
frá Karvel
Hvað eru þessar 4.0 v6 vélar úr Ford Ranger 91árg að eyða ?
Re: Ranger 4.0 V6
Posted: 26.feb 2011, 15:07
frá SiggiHall
Þær eyða engu, hinsvegar nota þær helling ;)
Re: Ranger 4.0 V6
Posted: 26.feb 2011, 19:48
frá Stebbi
Ef þú getur fengið vél úr bíl sem er 95 og uppúr þá skila þær 205 hö og eru alveg þokkalegar.
Re: Ranger 4.0 V6
Posted: 26.feb 2011, 19:54
frá arnisam
Átti Ranger '92 módel sjálfskiftan. Hann var yfirleitt í svona 18 innanbæjar og 15 utanbæjar. Minn var reyndar með bilað lock-up þannig að converterinn læsti sér aldrei. Það var svaka kraftur í þessu svona í minningunni :D
Re: Ranger 4.0 V6
Posted: 26.feb 2011, 20:16
frá jeepson
Bíllinn hans pabba er að eyða um 14 á hundraði í langkeyrslu. Kallinn keyrir á svona 80-90.
Re: Ranger 4.0 V6
Posted: 26.feb 2011, 21:58
frá Einar
Smá bíla sagnfræði:
Þessi V6 vél er ekki amerísk heldur þýsk og er kennd við borgina Köln (Cologne) í Þýskalandi og er smíðuð þar. Hún á rætur sínar að rekja til gömlu V4 vélarinnar í Ford Taunus og var upphaflega sú vél með tveimur stimplum til viðbótar og kom fyrst fram 1968.
Ford notaði hana upphaflega í Evrópska Forda, Taunus, Granada, Cortina, Capri, Sierra og fleiri en síðari árin var hún aðalega send yfir Atlantshafið fyrir Explorer og Ranger og samsvarandi bíla frá Mazda. Hún var líklegast fyrst notuð í jeppa í Bronco II 1984, þá 2.8L.
Hún hefur verið til sem 1.8, 2.0, 2.3, 2.4, 2.6, 2.8, 2.9 og 4.0 lítra. Hún fer að verða með langlífustu vélum á markaðnum, búin að vera á ferðinni í vel rúmlega 40 ár.
Re: Ranger 4.0 V6
Posted: 26.feb 2011, 22:26
frá snöfli
Ef ég man rétt þá kom hún með innspýtingu 92 og eyddi (notaði) þá minna bensín en áður og skv. hér að ofan var hún aftur bætt 95.
Re: Ranger 4.0 V6
Posted: 26.feb 2011, 22:50
frá Jenni
Ég var með beinskiftann 4.0 Ranger sem var minnir mig 96 árgerð, hann var að fara með ca 12.5-13 lítra úti á landi en 16-18 innanbæjar. Frábærir bílar og æðisleg vél, ég ætti hann enn ef fyrrverandi hefði ekki velt honum í skurð. En fyrrverandi slapp að mestu og hún er ekki fyrrverandi fyrir að koma bílnum í gröfina :) En ég sé samt meira eftir bílnum,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,, :)
Re: Ranger 4.0 V6
Posted: 28.feb 2011, 09:43
frá Tómas Þröstur
Er búinn að eiga sjálfskiftan Ranger lengi. 14L - 17L á 35" á 3.73 hlutföllum. Fór að eyða meiru við 4,56 hlutföll. Gæti hafa verið tilviljun. 16L - 20L á 36" 18L - 22L á 38"