Sequoia


Höfundur þráðar
grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Sequoia

Postfrá grimur » 03.nóv 2021, 01:12

Hefur einhver á þessu spjalli skoðað og pælt í bíl sem Toyota framleiðir og kallast Sequoia?
Umboðið á Íslandi er tilneytt til að forðast ameríkutýpur og til dæmis hefur ekki flutt in 4Runner síðan 1995, en þessi Sequoia hefur að mínu viti ýmislegt til brunns að bera sem gæti bara hentað firnavel í breytingar á stærri dekk....
....meira síðar en ég mæli með smá gúggli félagar góðir...



User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Sequoia

Postfrá Óskar - Einfari » 03.nóv 2021, 09:58

Þetta er SUV útgáfan af Toyota Tundra. Kemur á milli 4runner og LandCruiser. Vissulega stór bíll, stór vél, stór drifrás og þar er akkurat smá babb í bátnum. Toyota eru með aaaaalltof mörg drif í gangi og í þessu Sequoia þurftu þeir endilega að setja enn eitt afturdrifið sem er því miður bastarður. Þetta er 10" drif og er mjöööööög takmarkað til í það. Eins og er engin hlutföll og engar læsingar nema hugsanlega einhver sérsmíðaður rafmagnslás frá AUBURN í USA.
Tundran er hinsvegar með 10.5" drif og nóg til af aukahlutum þar.
Þetta hefur hinsvegar ekki stoppað Íslendinga hingað til í breytingum og mætti skipta bara um afturhásingu eða miðju.
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Sequoia

Postfrá Kiddi » 03.nóv 2021, 15:40

en hvað er það sem gerir þessa Toyotu svona hentuga í breytingar samanborið við alla hina, Expedition, Tahoe/Suburban o.s.frv.
Er það merkið framaná?


Höfundur þráðar
grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Sequoia

Postfrá grimur » 04.nóv 2021, 02:05

Sagði svosem ekkert um að Sequoia hefði neitt sérstakt umfram hina hvað breytingar varðar.
Annars grunar mig að það sé til 4.88 í afturköggulinn, þarf að skoða það aðeins nánar.
Þessir trukkar eru hins vegar alveg sæmilega áreiðanlegir. Ekki endilega verið að flækja alltof mikið með fídusum eins og í cruiser. Hvað stærðina varðar þá er Sequoia reyndar stærri en LandCruiser, en ekki smurt eins mikið á verðmiðann.
Kramið kemur alveg glettilega á óvart, millikassinn er með afturdrifi sér fyrir venjulega notkun, sídrif í háa þegar á þarf að halda, og svo lágt drif með splittun milli fram/aftur.
Grindin er....massíf.
Er til svona bíll á klakanum?


Höfundur þráðar
grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Sequoia

Postfrá grimur » 05.nóv 2021, 02:20


User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Sequoia

Postfrá jongud » 05.nóv 2021, 07:59

grimur wrote:Er til svona bíll á klakanum?


Ég held að það séu til eitthvað innan við 50 stk. á klakanum

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Sequoia

Postfrá jongud » 05.nóv 2021, 12:36

jongud wrote:
grimur wrote:Er til svona bíll á klakanum?


Ég held að það séu til eitthvað innan við 50 stk. á klakanum


Ef eitthvað er að marka tölfræðisíðuna hjá Samgöngustofu eru þær bara tvær!


Höfundur þráðar
grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Sequoia

Postfrá grimur » 05.nóv 2021, 21:55

Grunaði það.
Sést hvaða árgerð? Þetta var bara hallæris cruiser þangað til 2008 þegar þeir breyttu um platform.

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Sequoia

Postfrá jongud » 06.nóv 2021, 12:31

grimur wrote:Grunaði það.
Sést hvaða árgerð? Þetta var bara hallæris cruiser þangað til 2008 þegar þeir breyttu um platform.


Einhvern vegin grunar mig að þær hafi verið fluttar inn fyrir bankahrun.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 12 gestir