Grand Cherokee breytingar.
Posted: 10.okt 2021, 13:56
Jæja, nú langar mig að leita til reynsluboltanna hérna um góð ráð.
Þannig er að hann Flintstone* minn er lagstur banaleguna, eftir að hafa fengið akstursbann vegna sundurryðgaðs burðarbita. Þetta er/var fyrstu kynslóðar (ZJ) Grand Cherokee sem ég keypti 38" breyttan eftir auglýsingu hér á spjallinu. En núna vantar mig semsé eitthvað sambærilegt, og er að velta fyrir mér næstu kynslóð (WJ) sem voru framleiddir frá '99 til '04. Það virðist vera nóg framboð af þeim, óbreyttum þ.e.a.s. Þar sem þetta væri í fyrsta skipti sem ég stæði í breytingum sjálfur þætti mér vænt um að fá comment frá þeim sem reyndari eru, ég tala nú ekki um ef einhver hefur reynslu af að breyta þessum bílum.
Það sem ég sé fyrir að þurfi að gera er eftirfarandi:
-Upphækkun. Ég vissi aldrei alveg hvað Flinstone var hækkaður mikið, en miðað við klossa undir framgormum (n.b., hann gæti líka hafa verið á hærri gormum) gæti ég trúað 4 tommu upphækkun. Er það raunhæft fyrir 38 tommu dekk? Ég er þá helst að spá í að fá tilbúið 4 tommu upphækkunarsett frá ameríkuhrepp; þá vonandi þarf ekkert mixverk við fjöðrunina.
-Úrklipping. Ég er að vona að ég þurfi ekki að fara í hvalbak eða annað burðarvirki, en að öðru leiti vil ég frekar klippa meira og hækka minna.
-Hásingafærsla. Ég er að vona að ég sleppi við það, er það raunhæft?
-Hlutföll. Ég var með 4.88 hlutföll og kínalás í Flinstone sem ég er að vonast til að ég geti fært á milli. Þá ætti hraðamælirinn jafnvel að vera nokkuð réttur.
-Brettakantar. Mögulega gæti ég endurnýtt kantana af Flinstone, en þeir eru reyndar orðnir ansi sjúskaðir, svo ef einhver veit um kanta sem er hægt að láta passa þætti mér vænt um að frétta af því.
Er ég að gleyma einhverju stórvægilegu?
*) Flinstone nafnið fékk hann hjá sveitunga mínum þegar þurfti að ráðast í ryðbætur á gólfi. Sami maður hélt því líka fram að þetta væri fyrsti tvinnbíllinn frá Jeep.
--
Kveðja, Kári.
Þannig er að hann Flintstone* minn er lagstur banaleguna, eftir að hafa fengið akstursbann vegna sundurryðgaðs burðarbita. Þetta er/var fyrstu kynslóðar (ZJ) Grand Cherokee sem ég keypti 38" breyttan eftir auglýsingu hér á spjallinu. En núna vantar mig semsé eitthvað sambærilegt, og er að velta fyrir mér næstu kynslóð (WJ) sem voru framleiddir frá '99 til '04. Það virðist vera nóg framboð af þeim, óbreyttum þ.e.a.s. Þar sem þetta væri í fyrsta skipti sem ég stæði í breytingum sjálfur þætti mér vænt um að fá comment frá þeim sem reyndari eru, ég tala nú ekki um ef einhver hefur reynslu af að breyta þessum bílum.
Það sem ég sé fyrir að þurfi að gera er eftirfarandi:
-Upphækkun. Ég vissi aldrei alveg hvað Flinstone var hækkaður mikið, en miðað við klossa undir framgormum (n.b., hann gæti líka hafa verið á hærri gormum) gæti ég trúað 4 tommu upphækkun. Er það raunhæft fyrir 38 tommu dekk? Ég er þá helst að spá í að fá tilbúið 4 tommu upphækkunarsett frá ameríkuhrepp; þá vonandi þarf ekkert mixverk við fjöðrunina.
-Úrklipping. Ég er að vona að ég þurfi ekki að fara í hvalbak eða annað burðarvirki, en að öðru leiti vil ég frekar klippa meira og hækka minna.
-Hásingafærsla. Ég er að vona að ég sleppi við það, er það raunhæft?
-Hlutföll. Ég var með 4.88 hlutföll og kínalás í Flinstone sem ég er að vonast til að ég geti fært á milli. Þá ætti hraðamælirinn jafnvel að vera nokkuð réttur.
-Brettakantar. Mögulega gæti ég endurnýtt kantana af Flinstone, en þeir eru reyndar orðnir ansi sjúskaðir, svo ef einhver veit um kanta sem er hægt að láta passa þætti mér vænt um að frétta af því.
Er ég að gleyma einhverju stórvægilegu?
*) Flinstone nafnið fékk hann hjá sveitunga mínum þegar þurfti að ráðast í ryðbætur á gólfi. Sami maður hélt því líka fram að þetta væri fyrsti tvinnbíllinn frá Jeep.
--
Kveðja, Kári.