Grand Cherokee breytingar.


Höfundur þráðar
kaos
Innlegg: 124
Skráður: 08.okt 2014, 22:52
Fullt nafn: Kári Össurarson

Grand Cherokee breytingar.

Postfrá kaos » 10.okt 2021, 13:56

Jæja, nú langar mig að leita til reynsluboltanna hérna um góð ráð.

Þannig er að hann Flintstone* minn er lagstur banaleguna, eftir að hafa fengið akstursbann vegna sundurryðgaðs burðarbita. Þetta er/var fyrstu kynslóðar (ZJ) Grand Cherokee sem ég keypti 38" breyttan eftir auglýsingu hér á spjallinu. En núna vantar mig semsé eitthvað sambærilegt, og er að velta fyrir mér næstu kynslóð (WJ) sem voru framleiddir frá '99 til '04. Það virðist vera nóg framboð af þeim, óbreyttum þ.e.a.s. Þar sem þetta væri í fyrsta skipti sem ég stæði í breytingum sjálfur þætti mér vænt um að fá comment frá þeim sem reyndari eru, ég tala nú ekki um ef einhver hefur reynslu af að breyta þessum bílum.

Það sem ég sé fyrir að þurfi að gera er eftirfarandi:

-Upphækkun. Ég vissi aldrei alveg hvað Flinstone var hækkaður mikið, en miðað við klossa undir framgormum (n.b., hann gæti líka hafa verið á hærri gormum) gæti ég trúað 4 tommu upphækkun. Er það raunhæft fyrir 38 tommu dekk? Ég er þá helst að spá í að fá tilbúið 4 tommu upphækkunarsett frá ameríkuhrepp; þá vonandi þarf ekkert mixverk við fjöðrunina.

-Úrklipping. Ég er að vona að ég þurfi ekki að fara í hvalbak eða annað burðarvirki, en að öðru leiti vil ég frekar klippa meira og hækka minna.

-Hásingafærsla. Ég er að vona að ég sleppi við það, er það raunhæft?

-Hlutföll. Ég var með 4.88 hlutföll og kínalás í Flinstone sem ég er að vonast til að ég geti fært á milli. Þá ætti hraðamælirinn jafnvel að vera nokkuð réttur.

-Brettakantar. Mögulega gæti ég endurnýtt kantana af Flinstone, en þeir eru reyndar orðnir ansi sjúskaðir, svo ef einhver veit um kanta sem er hægt að láta passa þætti mér vænt um að frétta af því.

Er ég að gleyma einhverju stórvægilegu?

*) Flinstone nafnið fékk hann hjá sveitunga mínum þegar þurfti að ráðast í ryðbætur á gólfi. Sami maður hélt því líka fram að þetta væri fyrsti tvinnbíllinn frá Jeep.

--
Kveðja, Kári.



User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Grand Cherokee breytingar.

Postfrá Kiddi » 10.okt 2021, 19:28

Það er frekar bjartsýnt að ætla að sleppa því að færa afturhásinguna og á sama tíma gera þetta sómasamlega.
Það eru til 38" kantar á þessa bíla frá Formverk og þeir gera ráð fyrir hásingarfærslu (man ekki í svipinn hvað hún er mikil en það er 10-13 cm).
Með hásingarfærslunni byrjar samt flækjan. Bensíntankurinn er það nálægt afturhásingunni að helst þarf að færa hann aftar. Auðveldasta leiðin er að nota tank úr ZJ og smíða festingar fyrir hann. Hásingarfærslan sjálf er tiltölulega auðveld síðan.

Upphækkunarsett frá USA með stífum og öllu því borgar sig engan veginn. Bæði eru þau dýr, dýr í flutning og öll afstaða á stífum og þess háttar er miðuð við að það eigi að vera sem hæst undir bílinn á kostnað aksturseiginleika. Síðan er ekki gert ráð fyrir hásingarfærslu. Þú fengir mikið betri útkomu með gamaldags íslenskum stífusíkkunum. Að framan hafa sumir losað allar festingar af framhásingunni og fært ofar. Síðan hafa aðrir skipt út 4-linkinu fyrir radíusarma. Það er hinsvegar ekkert vitlaust að fá upphækkunar gorma og dempara að utan.

Hraðamælinum er skítsama hvaða hlutföll þú ert með því hann er tekinn í gegnum ABS. Hlutföll og lásar úr ZJ geta passað í WJ en að öðru leiti gengur ekkert á milli hásinganna.

Ef vel á að vera er þetta alltaf einhver smíðavinna og það er frekar hæpið að ætla sér að reyna að sleppa auðveldlega með kitti frá USA.


Höfundur þráðar
kaos
Innlegg: 124
Skráður: 08.okt 2014, 22:52
Fullt nafn: Kári Össurarson

Re: Grand Cherokee breytingar.

Postfrá kaos » 10.okt 2021, 21:11

Kiddi wrote:Það er frekar bjartsýnt að ætla að sleppa því að færa afturhásinguna og á sama tíma gera þetta sómasamlega.

Það var það sem ég óttaðist :-(

Kiddi wrote:Auðveldasta leiðin er að nota tank úr ZJ og smíða festingar fyrir hann.

Er ekki rétt skilið hjá mér að WJ sé með varadekkið undir gólfinu, ofan á bensíntanknum? Þyrfti þá ekki að fjarlægja varadekksgryfjuna og loka gólfinu til að koma ZJ tankinum fyrir?

Kiddi wrote:Hraðamælinum er skítsama hvaða hlutföll þú ert með því hann er tekinn í gegnum ABS.

Æjá, þetta vissi ég reyndar en gleymdi í augnablik. Veistu hvort er hægt að leiðrétta hann með forritun, eða hvort að það þarf merkjabreytu?

Kiddi wrote:Ef vel á að vera er þetta alltaf einhver smíðavinna og það er frekar hæpið að ætla sér að reyna að sleppa auðveldlega með kitti frá USA.

Sem þýðir að ég þarf væntanlega að kaupa þá vinnu. Ég treysti mér í að skrúfa saman eitthvað svona "bolt on" kit með leiðbeiningum, en ekki til að endurhanna og sjóða stífuvasa :-(

Ojæja, ég þarf kannski að hugsa þetta betur, en ég þakka fyrir greinagóð svör.

--
Kveðja, Kári.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Grand Cherokee breytingar.

Postfrá Kiddi » 11.okt 2021, 10:24

Jú það þarf að skera varadekksgryfjuna úr til að koma ZJ tankinum fyrir.
Við allavega gerðum það í bílnum sem ég tók þátt í að breyta, það er kannski hægt að halda original tankinum en þá þarf annað hvort að hækka mjög mikið eða sleppa því að færa hásinguna og klippa inn í hurð.

Hraðamælinn er hægt að stilla með venjulegum hraðamælabreyti. Ég reyndi að forrita þetta í vélartölvunni en það virkaði ekki, einhverra hluta vegna.

Ef þú ert sæmilegur suðumaður þá er þetta nú ekkert stórmál að græja stífuvasana. Ég á til teikningar af stífuvösunum sem ég græjaði í þennan bíl sem ég breytti og get þá skaffað þér stífuvasa að aftan ef þú vilt fara þá leið.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 12 gestir