Síða 1 af 1

Ferðalag sumarsins

Posted: 13.aug 2021, 05:56
frá elli rmr
Þar sem enginn var sumarleikurinn þetta árið þá ráfuðum við frúin um landið án nokkura takmarka :) ... (ég fyrirgef samt Járna hann hefur haft nóg fyrir stafni í uppeldi nýrrar kynslóðar jeppamanna ) . En eitthvað var ferðast og læt ég hér nokkrar myndir fylgja og spurning hversu glöggir meðlimir spjallsins eru um staðsetningu :) verðlaunin eru bara þau að við hin sjáum hversu klár þú ert :) . Vonandi hafið þið getað ferðast líka.

P.s myndirnar koma ì öfugri tímaröð og kann tölvuhefti ég ekki að breyta því....

P.p.s er búinn að keyra þónokkuð yfir 3000 km í sumarfríinu

Re: Ferðalag sumarsins

Posted: 13.aug 2021, 08:56
frá jongud
Ég held að mynd 3 sé úr Kerlingarfjöllum :)
Mynd 6 er tekin yfir Héraðsflóa ofan af Hellisheiði eystri

Re: Ferðalag sumarsins

Posted: 13.aug 2021, 10:16
frá elli rmr
jongud wrote:Ég held að mynd 3 sé úr Kerlingarfjöllum :)
Mynd 6 er tekin yfir Héraðsflóa ofan af Hellisheiði eystri


Já D Maxinn vildi endilega eiga sjálfu úr vefmyndavélinni :).
Hitt er rétt hjá þér er að koma frá Fagradal þarna :)

Re: Ferðalag sumarsins

Posted: 13.aug 2021, 10:48
frá hobo
Mynd 1: Þakgil
Mynd 4: Ólafsfjörður
Mynd 8: Bolungarvík
Mynd 11: Norðfjörður
Mynd 12: 30 dala stapi
Mynd 14: Klofningur í Dalsýslu

Re: Ferðalag sumarsins

Posted: 13.aug 2021, 21:29
frá elli rmr
hobo wrote:Mynd 1: Þakgil
Mynd 4: Ólafsfjörður
Mynd 8: Bolungarvík
Mynd 11: Norðfjörður
Mynd 12: 30 dala stapi
Mynd 14: Klofningur í Dalsýslu


Seigur ertu :)

Re: Ferðalag sumarsins

Posted: 25.aug 2021, 08:27
frá aronicemoto
Mynd 13: Áarland tjaldsvæði á Skarðströnd ;)

Re: Ferðalag sumarsins

Posted: 25.aug 2021, 11:16
frá Járni
Elli: Douze Points!

Re: Ferðalag sumarsins

Posted: 25.aug 2021, 12:14
frá Óskar - Einfari
Mynd 2 - viti og neyðarskýli við Skaftárósa
Mynd 14 - Klofningur á Skarðsströnd

Re: Ferðalag sumarsins

Posted: 25.aug 2021, 18:21
frá elli rmr
Skarðströnd og bærinn Á mikið skemtilegur vertin þar mun klárlega gista þar aftur

aronicemoto wrote:Mynd 13: Áarland tjaldsvæði á Skarðströnd ;)

Re: Ferðalag sumarsins

Posted: 25.aug 2021, 18:22
frá elli rmr
Þakka þér minn kæri hvernig gengur að ala upp jeppamenn ?

Járni wrote:Elli: Douze Points!

Re: Ferðalag sumarsins

Posted: 25.aug 2021, 18:23
frá elli rmr
Óskar - Einfari wrote:Mynd 2 - viti og neyðarskýli við Skaftárósa
Mynd 14 - Klofningur á Skarðsströnd



Vel gert :)

Re: Ferðalag sumarsins

Posted: 26.aug 2021, 09:28
frá aronicemoto
elli rmr wrote:Skarðströnd og bærinn Á mikið skemtilegur vertin þar mun klárlega gista þar aftur

aronicemoto wrote:Mynd 13: Áarland tjaldsvæði á Skarðströnd ;)


Skarðsströnd er æði. Næst "bær" eftir Áarland heitir Kross og þar eyði ég mörgum stundum enda húsið og landið í eigu tengdaforeldra mína. Ég reyni að fara eins oft og ég get þangað.

Re: Ferðalag sumarsins

Posted: 26.aug 2021, 10:18
frá Járni
elli rmr wrote:Þakka þér minn kæri hvernig gengur að ala upp jeppamenn ?

Járni wrote:Elli: Douze Points!


Gott að eiga Land Rover, stutt síðan það var migið í hann. Auðvelt að skrúbba ;)

https://www.youtube.com/watch?v=d8kQZLU9cDE