Sólarsellur í jeppaferðum

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 354
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Sólarsellur í jeppaferðum

Postfrá muggur » 11.mar 2021, 12:21

Sæl öll.
Hef komist að því undanfarin sumur að það er ekki bara ánægjan við gera við jeppa sem er heillandi við þetta sport heldur einnig ferðalög. Hef nú bara verið í sumarferðum og þá í nokkura daga þvælingi í senn um hálendið. Eftir því sem ég verð meira miðaldra eru hærri kröfur um þægindi en þó ekki meiri en svo að þetta sé dáldið villt ennþá.

Allavega, síðastliðið sumar ferðuðumst við, fjögurra manna fjölskyldan og tveir hundar um Fjallabak með jeppakerru aftan í fyrir útbúnað þar sem að skottið á jeppanum er fullt af hundum. Sú hugmynd kom upp að versla kælibox með þjöppu til að geta lengt úthaldið aðeins og auka lúxusinn. Í framhaldi af því þá var spurning um sólarsellu og þá neyslugeymi sem fest væri á kerruna til að knýja kæliboxið. Hugmyndin er að þetta unit væri sem mest "stand alone" frá bílnum og það væri auðvellt að kippa þessu af.

Er einhver sem hefur prófað svipað. Er þetta raunhæf hugmynd eða er ég að fara "fjallabaksleið" að einföldu máli. Hvað þarf maður til fyrir utan selluna og geymi? Þola svona sólarsellur og kælibox hristinginn og rykið sem fylgir hálendisvegum?


----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Sólarsellur í jeppaferðum

Postfrá Startarinn » 11.mar 2021, 15:08

Afhverju ekki að setja bara 13 pinna tengi aftan á bílinn og tengja það rétt, það er pinni í þeim ætlaður til að hlaða t.d. rafgeyma í hjólhýsum
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Sólarsellur í jeppaferðum

Postfrá Sævar Örn » 11.mar 2021, 18:07

Það er algjör snilld að hafa sólarsellu og geta verið sjálfum sér nægur hvar sem stoppað er, ég var með þetta þannig á mínu fellihýsi og mun setja slíka sellu í pallhýsið einnig.
Við ferðumst stundum ein og erum oft mörgum klukkustundum í burtu frá næstu mennsku lífveru, fjarri mannabyggðum og því gott að geta treyst á að hafa rafmagn.

Í mínum huga er þetta aðallega fyrir neyslu t.d. til að knýja kyndingu, vask, sturtu og útvarpstæki, hleðslu fyrir síma og fartölvu á spennubreytir, og ísskáp sem ég nota raunar á gasi kyrrstæður, en hef einmitt í huga að setja pressuskáp þegar miðstöðin verður diselknúin(á stefnuskránni) Þar með verður gasið eingöngu notað utandyra fyrir grillið eins og ég vil hafa það.

Ég keypti stóra sólarsellu og allan pakkann til að stjórna henni hjá strák í Grindavík, hann var þá með einskonar heildsölu á þessu hérlendis. Nú held ég að hann selji mönnum þetta úr verslun sinni og jafnframt ráðleggi og aðstoði við ásetningu og tengingu, hann er með vefsíðuna www.netberg.is

Sellan mín er frá 2017 og að mig minnir 180w, mest sá ég hana hlaða geyminn um 3A skv. mæli þegar sólríkt var í þórsmörk og notkun næturinnar hafði dregið svolítið á geymana, þeir voru því fullhlaðnir að nýju á örfáum klst. Ég hef ekki kynnt mér nægilega hvað pressuskápar eru að draga mikið, en það þarf líka að taka með í reikninginn að 100% nýting á afköstum sólarsellunnar er mjög fátítt, líklega er nær lagi að segja að algengt sé að það sé 40% nýting á sumardögum að jafnaði, því gerir ein 180w sólarsella ekki mikið ef notkunin er mikil sömuleiðis, en í mínu tilviki hleður hún geymana vel yfir daginn meðan engin notkun er, aðalnotkunin er yfir nótt með kyndingunni.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Sólarsellur í jeppaferðum

Postfrá Sævar Örn » 11.mar 2021, 18:08

Við þetta má bæta að tvímælalaust tengja hleðslu á neyslugeymi við hleðslu í bílnum, þessa tengingu má svo rjúfa þegar komið er á áningarstað svo öruggt sé að bíllinn verði ekki straumlaus.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


elli rmr
Innlegg: 303
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: Sólarsellur í jeppaferðum

Postfrá elli rmr » 11.mar 2021, 20:47

Við ferðumst svona erum 3. Inni pallhýsinu er pressu ískápur með frysti disel miðstöð (webasto) og Led ljós ásamt usb útgangi til að hlaða síma er með 1 c.a 100 ampera neyslugeimi og 2 sólarsellur á toppnum rúmlega 200 w, var með eina og var svona leiðinlega tæpur fanst mér eftir nokra daga úthald í rigningu. Hýsið er ekkert tengt bílnum hvorki í straum né eldsneyti eftir að ég bætti við sellu hef ég ekki orðið tæpur á rafmagni þrátt fyrir rúmlega viku úthald og ég slekk alldrei á ísskápnum og konan kulvís svo miðstöðin gengur mikið (blásturinn er vissulega rafmagn) við eru, búinn að þvælast mikið og oftast utan malbikaðra þjóðvega og ekkert klikkað en eftir 3 ár.
Viðhengi
20200730_113813.jpg
20200730_113813.jpg (2.97 MiB) Viewed 8097 times


einsik
Innlegg: 116
Skráður: 24.jún 2011, 19:15
Fullt nafn: Einar S. Kristjánsson

Re: Sólarsellur í jeppaferðum

Postfrá einsik » 11.mar 2021, 22:21

Ástralinn er með kælibox sem mér finnst spennandi, með hleðslubanka.
Þetta kostar að vísu hálfan helling, en algjör snilld.

https://youtu.be/ESUgHut9KWA

https://www.mycoolman.com.au/collection ... s-freezers

https://www.mycoolman.com.au/collection ... ttery-pack
Einar Kristjánsson
R 4048

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 354
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Sólarsellur í jeppaferðum

Postfrá muggur » 11.aug 2021, 11:10

Hæ aftur
Finnst gaman þegar fólk botnar þræðina sína og ég ætla að gera það hérna. Vonandi gagnast það einhverjum í framtíðinni!

Allavega þá ákvað ég að fara í þennan pakka og keypti 12 pressukælibox, sólarsellu og sýru-neyslugeymi. Þetta var algerlega ótengt rafkerfi bílsins og var sett upp á trússkerrunni minni. Setti sólarselluna á grind ofan á kerrunni en grindin var á hjörum til að auðvelda aðgengi.

Kerra1.jpg
Kerran aftan í jeppanum
Kerra1.jpg (104.62 KiB) Viewed 6383 times


Þar sem ég var hræddur um að rykið á hálendinu myndi eyðileggja boxið smíðaði ég álkassa utan um það og hafði þar hleðslustöðina. Kassinn var þannig útbúinn að hægt var að aftengja hann frá sellunni og rafgeyminum og þá ná kassanum með boxinu úr kerrunni.

kerra2.jpg
Sellan og boxið
kerra2.jpg (87.23 KiB) Viewed 6383 times


Reynslan

Rafmagn
Sólarsellan hafði algjörlega undan að knýja boxið og halda rafgeyminum fullhlöðnum mest alla ferðina en boxið var tengt allan sólarhringinn. Fyrsta daginn var rigning og eftir nóttina datt geymirinn samkvæmt hleðslustöðinni niður í 3/4. Eins og sést á myndinni kom ryk á selluna en það hafði ekki teljandi áhrif.

Boxið
Boxið virkaði allan tímann og hikstaði ekki neitt. Hélt matnum vel köldum í 6 daga .

Setupið
Það voru miklar pælingar varðandi hvernig væri best að koma þessu á kerruna og hvernig ætti að útfæra álkassann. Á næsta ári ætla ég að breyta þessu þannig að í stað þess að hafa hleðslustöðina í kassanum þá mun ég hafa hana í litlu boxi sem fest er á kerruna. Þá þarf bara að aftengja eina snúru til að losa kassann í stað fjögurra. Þetta grindarsystem virkaði fínt en held að ég smíði bara hús/þak (lokaða kerru) yfir kerruna og hafi selluna fasta þar ofan á. Kosturinn verður að þá kemst meira dót á kerruna sem veitir ekki af með fjögurra manna fjölskyldu og tvo stóra hunda sem fylla skottið. Reyndar er önnur hugmynd að smíða bara dropahýsi og láta unglingana sofa í tjaldinu.

Að lokum
Eins og sagði að ofan þá virkar konseptið algerlega. Á móti kemur að þetta er ansi dýrt bara til þess að hafa kalda mjólk alla ferðina. Mestu vandræðin sem við lentum í varðandi kæliboxið var hristingur. Þannig sprakk dolla af grískri jógúrt fyrsta daginn ásamt djúsfernu. Hugsanlega væri því betra að geyma boxið í bílnum í keyrslu en tengja það svo við selluna á náttstað. Vandamálið mitt er bara að ég kem því ekki í skottið fyrir hundabúrum. En með því að velja réttar umbúðir utan um matinn þá má forðast svona leiðindi.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Sólarsellur í jeppaferðum

Postfrá birgthor » 11.aug 2021, 17:53

Nærðu ekki hristingnum úr með því að hafa kerruna á púðum og jafnvel lækka loftþrýstinginn í dekkjunum töluvert?

Annars er þetta flott útgáfa hjá þér, held að það væri sniðugt að smíða eins og þú nefnir, lok með upphækkun. Gætir haft +1m í lofthæð ofan á þá sem fyrir er og þá kippt lokinu af þegar hentar.
Kveðja, Birgir

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 354
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Sólarsellur í jeppaferðum

Postfrá muggur » 11.aug 2021, 18:44

birgthor wrote:Nærðu ekki hristingnum úr með því að hafa kerruna á púðum og jafnvel lækka loftþrýstinginn í dekkjunum töluvert?


Það gæti verið hluti af lausninni. Fyrsta daginn voru kerrudekkin í 32 psi sem ég lækkaði svo í 20. Þá færði ég boxið úr endanum á kerrunni og fremst í hana. Það sprakk ekkert eftir það. Svo er líka hægt að hafa bara allt frosið og láta svo þiðna í kæliboxi það sem á að nota þann daginn. Við fjölskyldan eru samt ekki alveg svo skipulögð :-)
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Sólarsellur í jeppaferðum

Postfrá ellisnorra » 12.aug 2021, 20:43

muggur wrote:
birgthor wrote:Nærðu ekki hristingnum úr með því að hafa kerruna á púðum og jafnvel lækka loftþrýstinginn í dekkjunum töluvert?


Það gæti verið hluti af lausninni. Fyrsta daginn voru kerrudekkin í 32 psi sem ég lækkaði svo í 20. Þá færði ég boxið úr endanum á kerrunni og fremst í hana. Það sprakk ekkert eftir það. Svo er líka hægt að hafa bara allt frosið og láta svo þiðna í kæliboxi það sem á að nota þann daginn. Við fjölskyldan eru samt ekki alveg svo skipulögð :-)


En að fara með kerruna niðurfyrir 10psi? Það er nú varla mikil þyngd á þessu. 20psi er svo ágætis (jafnvel hámarks)þrýstingur á malbikinu :)
Ég keyri slóða og malarvegi oft á 12psi á 38" á patrolnum
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 354
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Sólarsellur í jeppaferðum

Postfrá muggur » 12.aug 2021, 22:50

ellisnorra wrote:En að fara með kerruna niðurfyrir 10psi? Það er nú varla mikil þyngd á þessu. 20psi er svo ágætis (jafnvel hámarks)þrýstingur á malbikinu :)
Ég keyri slóða og malarvegi oft á 12psi á 38" á patrolnum


Jú nokkuð viss um að kerran á sínum 35 tommu dekkjum væri fín á 10 psi. Pajeroinn fulllestaður á 35 tommu held ég að þurfi að vera einhverstaðar ekki mikið sunnan við 20 psi.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Sólarsellur í jeppaferðum

Postfrá villi58 » 13.aug 2021, 11:15

Ég hef komist að því að virkar skrami vel að hafa sólarsellu á pallhýsinu á gamla Hilux og þá er ég að halda geymunum í bílnum í topphleðslu.
Búinn að vera með 10w sellu í mörg ár og alltaf eins og ég sé nýbúinn að taka hleðslutækið af geymunum. SVÍNVIRKAR.


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Sólarsellur í jeppaferðum

Postfrá birgthor » 15.aug 2021, 11:49

Þegar ég hef verið á 35" hef ég gjarnan ekið fjallaslóða á 16psi, oftast bílar um 2-2,5t lestaðir (mestur titringur farinn). Miða vanalega bara við að sjá belginn byrja myndast þá er það orðið næjanlega mjúkt. Svona kerra gæti ég ímyndað mér að væri fín í 10-12psi.
Kveðja, Birgir


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 17 gestir