Síða 1 af 1

Nissan Patrol 2005 - 35" í 37"

Posted: 16.feb 2021, 14:58
frá Cons`
Mig langaði að forvitnast aðeins um breytingar á 35" uppí 37" á Y61 Nissan Patrol 2005.

Ég er með bíl sem er breyttur fyrir 35" og er á núna á 35" sem er 12.5 á breidd.

Mig langaði að fá mér NANKANG 37" dekkin sem eru einmitt 12.5 á breidd líka.

Þarf ég að hækka bílinn meira eða væri þetta bara meiri skurður? Reikna með að brettakantarnir passi þar sem breiddin á dekkjunum er sú sama? Eða er það vitleysa hjá mér?

Hlakka til að heyra frá ykkur.

Re: Nissan Patrol 2005 - 35" í 37"

Posted: 16.feb 2021, 15:25
frá Sævar Örn
Mátaðu þessi dekk, þau eru ekki mikið stærri um sig en 35" dekk þó þau heiti 37" skv. merkingu!

Re: Nissan Patrol 2005 - 35" í 37"

Posted: 18.feb 2021, 10:23
frá Axel Jóhann
37" Nankang dekkin eru það mjó að þau smellapassa undir flesta 35" breytta bíla ef það hefur verið vel gert á sínum tíma.

Re: Nissan Patrol 2005 - 35" í 37"

Posted: 03.mar 2021, 08:48
frá Cons`
Takk fyrir þetta. Þá er bara að skella þeim undir, máta og vona það best. Takk.