Olíumagn á york dælur


Höfundur þráðar
Stýmir
Innlegg: 8
Skráður: 29.júl 2018, 17:37
Fullt nafn: Stefán Ýmir Bjarnason
Bíltegund: Isuzu crewcab 38”

Olíumagn á york dælur

Postfrá Stýmir » 20.nóv 2020, 00:27

Sælir, nú er ég að klára uppsetningu á york dælu og ég var að pæla í hvað menn eru að setja mikið af olíu á þetta og hvernig olíu mæla með, get ímyndað mér að sjálfskipti olía dugi en hvað segið þið?
Mbk Stefán ÝmirUser avatar

jongud
Innlegg: 2303
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Olíumagn á york dælur

Postfrá jongud » 20.nóv 2020, 07:59

Það er rétt upp að sveifarásinum, það er hægt að sjá það á skýrnigarmynd hérna;
https://www.therangerstation.com/tech_library/york_compressor.shtml

Loftþjöppuolía held ég að sé best, en ég hef líka heyrt að sjálfskiptiolía virki.


petrolhead
Innlegg: 323
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Olíumagn á york dælur

Postfrá petrolhead » 20.nóv 2020, 12:26

Var einmitt í þessum sömu pælingum með magnið af olíu en ég ætla að nota loftþjöppu olíu á mína.
Annað sem ég er búinn að vera að velta fyrir mér í þessu sambandi, eru menn að setja olíuskilju við þessar pressur ?
Dodge Ram 1500/2500-??"

User avatar

jongud
Innlegg: 2303
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Olíumagn á york dælur

Postfrá jongud » 20.nóv 2020, 14:18

petrolhead wrote:Var einmitt í þessum sömu pælingum með magnið af olíu en ég ætla að nota loftþjöppu olíu á mína.
Annað sem ég er búinn að vera að velta fyrir mér í þessu sambandi, eru menn að setja olíuskilju við þessar pressur ?


Það ætti ekki að þurfa, það er ein ástæðan fyrir því að verið er að eltast við að mixa York dælur sem loftpressur. Góður forðakútur ætti að duga til að taka það litla sem smitar með.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 10 gestir