Viðgerð á vélatölvu ECU


Höfundur þráðar
oskarg
Innlegg: 25
Skráður: 05.des 2010, 21:03
Fullt nafn: Óskar Gústavsson

Viðgerð á vélatölvu ECU

Postfrá oskarg » 11.nóv 2020, 16:31

Langar til að forvitnast hjá ykkur. Ég er með 2009 árg af Pajero 3.2 diesel sem sýnir check engine ljós. Bíllinn gengur samt eðlilega. Villukóði sem kemur upp er P0603 sem þýðir að innra minni vélatölvu (EEPROM) missir fæðispennu og það sem í minni hennar er glatast þar sem spennan inn á tölvu er of lág. Það getur gerst ef t.d. rafgeymar eru lélegir, svo ég byrjaði á að skipta þeim út. Geymasambönd hreynsuð og o.s.frv. Ekkert breyttist. Hleðsla á bílnum er eðlileg. Vélatölvan fer því í default stöðu ef drepið á honum. Þar sem ekki er búið að eiga við forritun hennar þá breytir það litlu. Ef villukóði er tekin út þá fer check engine ljósið og allt virkar eðlilega. Ef drepið er á bílnum og hann settur í gang þá kemur ljósið aftur. Ég er því farin að hallast að því að tölvan sé málið. Hvort það er rafhlaða í tölvunni eða þéttir sem heldur spennu á EEPROM minni hennar ef bíllinn er ekki í gangi veit ég ekki. Því er spurt hvort það sé einhver aðili hér á landi sem tekur að sér að laga þessar tölvur (ECU). Framleiðandi er Denso.
Axel Jóhann
Innlegg: 228
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Viðgerð á vélatölvu ECU

Postfrá Axel Jóhann » 12.nóv 2020, 20:45

Ég myndi benda þér á að hringja í Örtölvur ehf hérna á selfossi, hann er algjör snillingur í þessum málum.
1997 Musso 2.9TDI á 38"
2005 Nissan Navara á 33"

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2782
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Viðgerð á vélatölvu ECU

Postfrá ellisnorra » 12.nóv 2020, 22:00

Eða finna partabíl? Eitthvað til af þessum bílum hingað og þangað, þreyttir lífdaga.
http://www.jeppafelgur.is/


Höfundur þráðar
oskarg
Innlegg: 25
Skráður: 05.des 2010, 21:03
Fullt nafn: Óskar Gústavsson

Re: Viðgerð á vélatölvu ECU

Postfrá oskarg » 11.jan 2021, 15:56

Smá framhald. Fór með tölvuna á Selfoss. Þeir fundu út að einn eða tveir þéttar stóðust ekki mælingu og því var skipt um þá. Tölvan sett í og bíllinn í gang. Hann gekk vel í svona 30 sek þá fór hann að ganga einkennilega og drap svo á sér. Er búinn að bíða eftir bilanagreiningu hjá Heklu sl. þrjár vikur. Niðurstaða þeirra er að tölvan sé ónýt. Þeir áttu prufueintak sem virkar fínt í bílnum og hann gengur vel. Þá er bara að panta nýja tölvu og setja hana í.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 4 gestir