Síða 1 af 1

Skrítin titringur í Jimny *update í svari

Posted: 11.nóv 2020, 08:58
frá TDK
Er með '15 Jimny sem fer að hoppa aðeins í kringum 80.
Það er búið að ballansera dekk tvisvar, fara itrekað yfir allar fóðringar og spindla, skoða alla krossa í sköftum og skipta um tvo.
Mér finnst vera frekar mikil læti úr mismunadrifinu að aftan þegar ég snýr dekkjunum á liftu.

Titringurinn verður mun meiri ef ég tek í handbremsunna á ferð.

Re: Skrítin titringur í Jimny

Posted: 11.nóv 2020, 09:05
frá Sævar Örn
Farðu á hemlaprófara og láttu prófa bremsurnar, þ.e. hvort kast sé á diskum eða skálum, það kann að vera að borðarnir liggi uppvið skálina eða dæla sé stíf eða barkar, og hristi þannig bílinn ef skálin er egglaga.

Þetta hljóð sem þú heyrir í afturdrifinu er örugglega eðlilegt, það er óvenju hátt gírahljóð í mismunadrifinu enda eru gírarnir agnarsmáir ! Þetta heyrist þó ekki á akstri heldur bara ef hjólum er snúið álagslausum

Re: Skrítin titringur í Jimny

Posted: 11.nóv 2020, 10:09
frá Kiddi
Er millikassafestingin nokkuð brotin?

Re: Skrítin titringur í Jimny

Posted: 11.nóv 2020, 10:42
frá Sæfinnur
Eru krossarnir ekki örugglega í línu? skaftið hefur ekki snúist á rillunum við samsetningu?

Re: Skrítin titringur í Jimny

Posted: 11.nóv 2020, 19:31
frá solemio
Stilltu hjólabilið

Re: Skrítin titringur í Jimny

Posted: 12.nóv 2020, 07:56
frá sigurdurhm
Ef þú hefur skipt um krossa hefur þú tekið drifskaftið niður. Settur þú það í eins? Ég hef lent í þessu á Kia reyndar en þá var drifskaftið ekki sett rétt í. Eða byrjaði titringurinn áður en þú fórst í krossana þá á þetta ekki við.

Re: Skrítin titringur í Jimny

Posted: 12.nóv 2020, 20:14
frá hilux
spindillegur er að glýma við það sama á óbreyttum bíl

Re: Skrítin titringur í Jimny

Posted: 14.nóv 2020, 20:07
frá Aparass
Ég 35" breytti einu sinni svona súkku og þá byrjuðu öll lætin og þá komst ég að því að það er bara mjög algengt og einhver súkkusíðan sendi mér fullt af skífum til að,stilla slagið í spindlum og ég fékk,leiðbeiningar um að ég ætti að stilla þetta helling stífara en normal.
Ég gerði það og þá fór hoppið og mér vitanlega hefur samt aldrei farið,spindill í þessum bíl.

Re: Skrítin titringur í Jimny *update í svari

Posted: 17.nóv 2020, 12:44
frá TDK
Titringurinn var kominn áður en ég tók skaftið úr.
Það eru þriktir krossar í þessu svo ég fékk annað skaft.

Milli kassa festinnin er í lagi

Ég prófaði að taka skálina af og keira. Virtist vera mjög svipað.

Ég er ekki alveg að skilja ykkur með spindillegur

Re: Skrítin titringur í Jimny *update í svari

Posted: 17.nóv 2020, 14:17
frá lettur
Ég átti einu sinni jimny með lítilsháttar jeppaveiki eftir að dekkin voru stækkuð smávegis. Það lagaðist við að setja stýrisdempara. Fékk svoleiðis kit hjá jimnybits.com

Re: Skrítin titringur í Jimny *update í svari

Posted: 17.nóv 2020, 19:21
frá birgthor
2020-11-17_20-15-40.jpg
2020-11-17_20-15-40.jpg (34.63 KiB) Viewed 3313 times


https://www.youtube.com/watch?v=LMDyMmJ3VK0

Re: Skrítin titringur í Jimny *update í svari

Posted: 18.nóv 2020, 10:28
frá Kiddi
Er ekki rétt skilið hjá mér að það er verið að tala um titring í driskafti?

Jeppaveiki hefur ekkert með það að gera...

Re: Skrítin titringur í Jimny *update í svari

Posted: 18.nóv 2020, 13:35
frá lettur
Í fyrsta pósti er talað um að bíllinn byrji að hoppa. Það getur varla haft neitt með drifskaft að gera