Síða 1 af 1

Loftkútur

Posted: 22.okt 2020, 14:59
frá jk2
Hvar er best að setja loftkúta undir bíla ? Ég er að pæla í að bolta hann í grindina farþegameginn, en er betra að hafa hann innanvert eða utanvert ?

Re: Loftkútur

Posted: 22.okt 2020, 15:33
frá jongud
Plássið innan við grindina er yfirleitt ansi upptekið fyrir púströr, tanka, drifsköft, gírkassa, (auka)millikassa og drifkúlur.
Þannig að ef maður getur komið einhverju fyrir utan við grindina þá reynir maður það.
Og loftkútur er einmitt þannig. Það er auðvelt að leggja loftlagnir hvert sem er.
Og ég hef aldrei heyrt um að loftkútur hafi nokkurntíma orðið fyrir skemmdum utan á grind.

Re: Loftkútur

Posted: 22.okt 2020, 21:22
frá Sævar Örn
Það er kostur að hafa loftkútinn aðgengilegan, eða þá að útbúa aftöppunina þannig að snæri nái út undan bílnum til að tappa undan kútnum öðru hverju, það safnast gífurlegur raki í kútana sér í lagi þegar kalt er í veðri og skapar ýmis vandræði með raka í lögnum