Hásingar, stansaðar miðjur vs. steyptir kögglar

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Hásingar, stansaðar miðjur vs. steyptir kögglar

Postfrá jongud » 14.sep 2020, 14:28

Ég ákvað að búa til nýjan þráð kringum umræðuna um hásingar sem kom upp í þræðinum um Lúlla (Ram 3500)
Jeppahásingar koma í tveimur megin-útfærslum:

Steyptir kögglar með rör þrykkt í
Stönsuð hús með lausum köggli


Það er endalaust hægt að ræða hvor útgáfan er betri, en bílaframleiðendur hafa verið að nota hvort tveggja. Ford var t.d. með 9-tommuna, en allt sem kom síðar eins og Ford Sterling og Ford 8.8 eru með rör þrykkt inn í köggulinn.
Toyota hefur (eftir því sem ég best veit) mest verið með stansaðar hásingarmiðjur, og eins Nissan.
Chevrolet hef ég bara sé með steypta köggla og þrykkt rör, sem og Dodge og Jeep.


Mér fannst Grímur koma með nokkuð góða punkta í umræðum um Lúlla;
grimur wrote:D60 er bara svona tilbúin lausn sem virkar. Hið besta mál.
Svona styrkingar og dót er alveg fín pæling og líka gott að hafa þetta allt í huga þegar nýtt dót kemur, uppá að sjá fyrir hvað verður til vandræða og hvað ekki.
Svo er oftast minna pláss að framan fyrir sverari lok, styrkingar og drasl, en vissulega eru þessar Dana hásingar hálfgerð liðamótaapparöt finnst manni stundum, stungið saman og punktað eitthvað, oft svert í rörunum jú, en óttalega vitlaus hönnun finnst mér svona burðarþolslega séð.


grimur wrote:Það er einmitt þetta röra konsept sem er svo galið. Hægt að ná miklu markvissari styrk í þetta með stönsuðum húsum í stærri prófil. 8" afturhásingarhús er t.d. undir 20kg strípað, heil hásing með öllu minnir mig að sé 114kg.
Það var 1 ítrun frá 4cyl í 6cyl/turbo drifið/keisingu sem breytti mestu, 1986 minnir mig. Sama drif var ennþá notað að aftan með original raflæsingum amk nokkuð eftir aldamót. Þetta er engin D60, enda enginn að halda því fram.
9" Ford hugmyndafræðin í stóru deildinni er að mínu mati mikið sniðugri, þar sem drifið fær sínar eigin styrkingar í keisingunni, óháð rörinu sem það er svo sett í. Rörið er svo lagað að burðarþoli í hverju tilfelli...


Þetta með burðarþolið er góður punktur. Þegar maður er með það stóran jeppa að hann þarf Dana 60 til að brjóta ekki öxla eða drif, er hann oft orðin það þungur að burðarþolið á Dana 60 eða 70 er kannski nauðsyn.



User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Hásingar, stansaðar miðjur vs. steyptir kögglar

Postfrá jongud » 15.sep 2020, 08:26

En þessu tengt, það er nóg af öxlum til með lausum kögglum sem eru með mikið burðarþol. Þar má nefna nissan H225 sem er með 5 tonna burðarþol (kom að aftan í Nissan GU pikkup sem líkist patrol) og ef maður kíkir undir HINO og MAN vörubíla þá eru hásingarnar undir þeim stansaðar.
Og svo má ekki gleyma amerísku Rockwell 2.5 tonna öxlunum.


petrolhead
Innlegg: 343
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Hásingar, stansaðar miðjur vs. steyptir kögglar

Postfrá petrolhead » 15.sep 2020, 10:37

Ég held að það sé hægt að ná alveg sama styrk með stönsuðum húsum eins og þessum hefðbundnu rörum, hægt að stansa kamba í þau til að gefa þeim styrk, grunar að það sé ekkert síður það að þessar hásingar eins og D60 eru búnar að vera til lengi og hafa virkað vel svo íhaldssemi gæti sem best verið faktor í þessu....af hverju að breyta því sem ekki er bilað ;-)
Mbk
Gæi
Dodge Ram 1500/2500-40"


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Hásingar, stansaðar miðjur vs. steyptir kögglar

Postfrá grimur » 19.sep 2020, 16:34

Þetta er nákvæmlega það sem ég var að reyna að aula útúr mér, að beint rör sem er svo þrykkt inn í efnismikinn steypuklump og punktað fast, hefur alls ekki gott burðarþol miðað við þyngd. Stansað hús er hægt að besta miðað við notkunartilfellið, hitt er erfiðaðra að laga eftir aðstæðum.
Svo er eitt annað sem ég er búinn að vera að pæla mikið í...þessu skylt en ekki alveg það sama..fljótandi og ekki fljótandi öxlar.
Ég var á tímabili að hugsa um að breyta Hilux afturhásingu í fljótandi. Fór svo að skoða burðarþolið og hvernig það virkar bæði original og eftir breytingu. Snarhætti bara við. Því er nefninlega þannig farið að hásingar eins og Hilux, Patrol að aftan og fleiri sem eru með heilan öxul og svo eina legu út við hjól, taka vægiskraftinn upp að mestu í gegnum öxulinn. Það er auðvitað það ásamt snúningsvæginu sem brýtur hann við ofálag eða ef hann er gallaður, en nýtir samt efnið vel. Rörið sjálft tekur sáralítið vægi upp original og er því efnislítið þar sem einungis þarf að taka upp skerkraft og smá vægi, en það er bara frá legu og inn að fjöðrunarfestingu sem er oftast ekki svo langur armur og breytist ekkert við stærri dekk og/eða útvíðari felgur.
Hins vegar með tvöfaldri legu og fljótandi öxlum er allt vægið, frá miðjum snertipunkti dekks(miðri felgu) og inn að fjöðrunarfestingu(mitt fjaðrablað, gormur eða púði) tekið upp í rörinu. Við þannig breytingu lengist semsagt þessi armur töluvert, gæti hæglega tvöfaldast með tilsvarandi auknu álagi.
Niðurstaðan varð semsagt sú að það væri sniðugra að splæsa í hálfkúlu-rúllulegur heldur en að standa í einhverju fljótandi öxla dæmi. Setja kannski diskabremsur þar sem original hægjurnar eru ákaflega hvimleiður búnaður...
Gott í bili.
Grímur


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 30 gestir