Síða 1 af 1

Breyta Kia Sorento

Posted: 10.sep 2020, 09:16
frá johannhs
Daginn

Ég er með einn Kia Sorento 2013, og langaði að breyta honum á 31"-32" svipað og Arctic Trucks hefur verið að gera.
Sjá PDF skjal hér: https://www.arctictrucks.is/uploads/125 ... 202017.pdf
Ég var að spá í hvað þyrfti að gera til þess að fá þessa breytingu ef ég mundi gera þetta sjálfur og fá liðsinni reyndari manna með mér. Er ekki einhver hér sem getur svarað því :D

Re: Breyta Kia Sorento

Posted: 10.sep 2020, 17:31
frá lallig
Sæll ég er nýbúinn að láta gera þetta inni í skúr við Sorentoinn minn 2016.
Eg fekk klossana hjá Málmsteipunni Hellu og þeir settir undir bílinn og hjólastilti svo bílinn hjá Hjólastillingu Alberts Fannars Hamarshöfða
Ný dekk 255/65r 17 Masterkraft og eg er mjög sáttur kv Lalli G..

Re: Breyta Kia Sorento

Posted: 11.sep 2020, 14:11
frá johannhs
Hver voru málin á Klossunum? Hversu mikil breyting má þetta vera? Veistu það?

Re: Breyta Kia Sorento

Posted: 13.sep 2020, 17:14
frá lallig
Að sögn Málmsteipunar eru þetta sömu klossar og AT notar.Eg mældi þá ekki.

Re: Breyta Kia Sorento

Posted: 20.okt 2020, 09:15
frá johannhs
Er ennþá að skoða þetta og vega og meta. Ég sé að Arctic Trucks er lika að Lengja á dempurunum og að færa innra bretti og aurhlíf til að
auka pláss fyrir hjólbarða. Þú hefur sem sagt ekki gert þetta?