Sjóða í þverstyrkingu
Posted: 12.aug 2020, 08:46
frá ibbi270
Ég þarf að sjóða í þverstyrkingu á jeppanum mínum alls ekki stórt gat kannski 5cm og 4 cm breitt. En mun skera aðeins stærra en gatið er. Hvar er best fyrir mig að kaupa plötu í svona verk? Og hvaða efni eru menn að nota til að sprauta inní grindina og svo utaná eftir viðgerð?
Re: Sjóða í þverstyrkingu
Posted: 12.aug 2020, 10:59
frá Óskar - Einfari
Ég renndi við hjá Héðinn í Járnbrennsluni (áður áhaldaleigan) Stórhöfða 35. Keypti af honum afgangs 3mm plötu sem hann var búinn að skera úr. Mig vantaði einmitt einhverja búta í alskonar stærðum þannig að það hentaði mér að kaupa bara plötu sem var eitthvað smá eftir af og hægt að skera úr. Þetta er nú ekki stór bútur sem þú þarft þannig að það getur vel verið að hann eigi einhvern afskurð. Best að vera búinn að finna hvaða efnisþykkt þú þarft. Hjá mér í Hilux er 3mm í grindinni.