Síða 1 af 1

Leki í dekki

Posted: 04.aug 2020, 14:52
frá ÓskarÓlafs
Daginn.

Veit einhver hérna hvar er hægt að komast með dekk í vatnsbað til að leita að leka? Er búinn að vera slást við dekk hjá mér í ca 3 vikur núna, búinn að marg rífa það undan og þreifa allstaðar á því og hlusta og allt en ennþá lekur úr því og ég finn ekki hvar.

Re: Leki í dekki

Posted: 04.aug 2020, 15:54
frá Axel Jóhann
ef þú ert með pílulausan ventil þá gæti ventlahettan verið að leka, það er gúmmíþétting í botninum á þeim sem lokar fyrir, ég lenti í svipusu veseni hjá mér enn það var svo þetta.

Re: Leki í dekki

Posted: 04.aug 2020, 17:27
frá ÓskarÓlafs
Það er píla í þessu, bara 31" tittur, er líklegast kominn með fiskikar til að lekaprófa :)

Re: Leki í dekki

Posted: 15.aug 2020, 00:11
frá thor_man
Er ekki sápuvatn alveg kjörið í svona lekaleit?