Síða 1 af 1

Húsbíll og/eða fornbíll

Posted: 27.júl 2020, 09:15
frá Járni
Daginn, nú spyr ég þá sem þekkja til. Ég eignaðist 1993/1994 árgerð af VW húsbíl í sumar en hann er hvorki skráður sem húsbíll né fornbíll. Mér sýnist hann því bera bifreiðagjöld og tryggingar eins og venjulegur bíll ásamt því að þurfa skoðun á hverju ári.

Hverju mælið þið með að gera í þessu?

Re: Húsbíll og/eða fornbíll

Posted: 27.júl 2020, 11:33
frá Kiddi
Fara á næstu skoðunarstöð og breyta skráningunni. Kostar eitthvað smáræði.

Re: Húsbíll og/eða fornbíll

Posted: 27.júl 2020, 12:10
frá Járni
Kiddi wrote:Fara á næstu skoðunarstöð og breyta skráningunni. Kostar eitthvað smáræði.


Jú, ég geri það fljótlega. Ég var aðallega að velta fyrir mér hvort annaðhvort sé hentugra eða bæði betra?

Re: Húsbíll og/eða fornbíll

Posted: 30.júl 2020, 21:02
frá Kiddi
Járni wrote:
Kiddi wrote:Fara á næstu skoðunarstöð og breyta skráningunni. Kostar eitthvað smáræði.


Jú, ég geri það fljótlega. Ég var aðallega að velta fyrir mér hvort annaðhvort sé hentugra eða bæði betra?


Það fer eftir því hvernig þú ætlar að nota bílinn... Ef þetta er fornbíll fyrir sýningar þá skrá hann þannig, en ef þetta er húsbíll þá skrá hann sem slíkan. Það er sennilega auðveldara að fá þetta í gegn hjá tryggingunum sem húsbíl því fornbílar eiga helst ekki að vera notaðir að ráði og tryggingafélögin eru komin í varnarstöðu gagnvart misnotkun á fornbílatryggingum.

Re: Húsbíll og/eða fornbíll

Posted: 30.júl 2020, 21:16
frá Járni
Kiddi wrote:
Járni wrote:
Kiddi wrote:Fara á næstu skoðunarstöð og breyta skráningunni. Kostar eitthvað smáræði.


Jú, ég geri það fljótlega. Ég var aðallega að velta fyrir mér hvort annaðhvort sé hentugra eða bæði betra?


Það fer eftir því hvernig þú ætlar að nota bílinn... Ef þetta er fornbíll fyrir sýningar þá skrá hann þannig, en ef þetta er húsbíll þá skrá hann sem slíkan. Það er sennilega auðveldara að fá þetta í gegn hjá tryggingunum sem húsbíl því fornbílar eiga helst ekki að vera notaðir að ráði og tryggingafélögin eru komin í varnarstöðu gagnvart misnotkun á fornbílatryggingum.


Ljómandi gott, takk fyrir. Hef ekki átt svona gamlan bíl né húsbíl áður og var því ekki viss!