Síða 1 af 1

Eyðsla með fellhýsi/tjaldvagn eða hjólhýsi?

Posted: 01.júl 2020, 12:17
frá ibbi270
Hvernig eyðslu hafiði verið að sjá á bílunum ykkar þegar þið eruð með fellhýsi,tjaldvagn eða hjólhýsi í drætti? Og hvernig bílum eruði á?

Re: Eyðsla með fellhýsi/tjaldvagn eða hjólhýsi?

Posted: 01.júl 2020, 16:16
frá jongud
Við höfum verið að ræða þetta svolítið á opnu húsi hjá Ferðaklúbbnum 4X4. Það virðist vera að eyðslan aukist meira á bensínbílum en dísel. Sjálfur hef ég bara einu sinni farið í langferð með eitthvað í eftirdragi á jeppa, var þá með kerru fulla af stikum sem hefur örugglega verið á við lítinn tjaldvagn.
Eyðslan fór úr þetta 13 í 14-15 á hundraðið (Reykjavík-Geysir) en ég ók svolítið hægar með kerruna. Var á Land-Cruiser 90 dísel 1997

Re: Eyðsla með fellhýsi/tjaldvagn eða hjólhýsi?

Posted: 01.júl 2020, 18:51
frá ibbi270
jongud wrote:Við höfum verið að ræða þetta svolítið á opnu húsi hjá Ferðaklúbbnum 4X4. Það virðist vera að eyðslan aukist meira á bensínbílum en dísel. Sjálfur hef ég bara einu sinni farið í langferð með eitthvað í eftirdragi á jeppa, var þá með kerru fulla af stikum sem hefur örugglega verið á við lítinn tjaldvagn.
Eyðslan fór úr þetta 13 í 14-15 á hundraðið (Reykjavík-Geysir) en ég ók svolítið hægar með kerruna. Var á Land-Cruiser 90 dísel 1997


Já ég er einmitt með 8 cyl Cherokee (5.9) hann fór úr 11.6 í sirka 15-16 á 100

Re: Eyðsla með fellhýsi/tjaldvagn eða hjólhýsi?

Posted: 10.júl 2020, 22:14
frá Rögnvaldurk
Ég var með 17 ára Land Cruiser 90 bensínbíl og tjaldvagn aftan í og hann fór frá 14 í 16 á hundraði. Síðan fór ég með kerru hringum kringum landið á sama bíl, kerra og farmur voru eitthvað um 1400 kg og hann fór upp í 20 til 25 á hundraði og á Holtavörðuheiði í miklum mótvindi fór hann með 36 lítra á hundraði. Eftir þessa ferð lífði bíllinn í hálft ár en þá dó hann. Eitthvað hefur gerst í þeirri ferð því hann var aldrei góður eftir ferðina.

Re: Eyðsla með fellhýsi/tjaldvagn eða hjólhýsi?

Posted: 11.júl 2020, 00:56
frá íbbi
mín reynsla er að bensínbílarnir bæti flestir hraustlega við sig. þó það sé munur þeirra á milli. ég dró bílakerru þvers og kruss um landið á gömlum silverado með 350 vortec. hann eyddi venjulega um 13 út á vegi en var í 17-20 með kerru og annan silverado á henni.

japönsku v6 bensínjepparnir hafa mér þótt bæta óhóflega við sig, enda eiga þeir flestir í fullu fangi með bílinn tómann, 20+

diesel bílarnir hjá mér hafa bætt við sig yfirleitt 2-5l, þessir stóru amerísku kippa sér lítið upp við þetta fyrr en þyngdin er orðin töluverð. venjulegir japanskir dieselar 3-5l. var að draga fellihýsi 4þús km hring um landið á 1.6l 4wd nissan quashqai, fullhlaðinn, 4 í bílnum og fullt tengdamömmubox, bætti við sig 3ish lítrum. var í 8.5 svona lestaður

Re: Eyðsla með fellhýsi/tjaldvagn eða hjólhýsi?

Posted: 13.júl 2020, 01:35
frá Axel Jóhann
Ég keyrði Reykjavík Akureyri a Nissan Navara 2005, full lestaður pallur og með tveggja sleða kerru aftani, rámar í að heildarþyngd á bíl og kerru hafi verið um, 3.7 tonn og eyðslan fór úr 11ltr/100 í 13.9

Bíllinn er 2 tonn tómur með fullan tank öllu jafnan

Re: Eyðsla með fellhýsi/tjaldvagn eða hjólhýsi?

Posted: 30.júl 2020, 09:51
frá jeepson
Er með pathfinder á 265/70-17 dekkjum. 2.5 diesel. 12 feta camplite 99 árg. Eyðslan er að rokka frá 11,2 og uppí 11,7 Fór reyndar uppí 12l þar síðustu helgi í hífandi roki, ýmist mótvindur eða hliða vindur. Ekið á um 100km/h og stundum pínu meir. En á 90 í venjulegi veðri hefur hann verið að hanga í 11,3-11.4 samkvæmt eyðslu tölvuni. Hýsið er að slaga í 1300kg

Re: Eyðsla með fellhýsi/tjaldvagn eða hjólhýsi?

Posted: 30.júl 2020, 12:20
frá Járni
Td5 Defender á 38" með 12feta fellihýsi hefur verið nokkuð stöðugur í 13L/100km.

Re: Eyðsla með fellhýsi/tjaldvagn eða hjólhýsi?

Posted: 02.aug 2020, 18:40
frá kallimur
Lancruiser 90 common rail 2001 módel.12,8litrar með létt hjólhísi 1100kg fullestað.Er á 35 tommu dekkjum.

Re: Eyðsla með fellhýsi/tjaldvagn eða hjólhýsi?

Posted: 03.aug 2020, 05:39
frá Óskar - Einfari
Við vorum að klára 4500km í júlí. Hilux 2007 38" breyttur 3.0 sjálfskiptur. Ég viktaði allla lengjuna í upphafi ferðar og er þessi lest 3.9 tonn. 5 manna fjölskylda, þar af 3 lítil börn og mikill farangur, matur o.fl sem þeim tilheyrir fyrir +10 daga ferð. Farið um fjöll, firði, vegi og vegleysur. Talsvert keyrt úrhleypt á slóðum eða hálendisvegum. Mest af þessum km er með fellhýsið en sumstaðar var fellihýsið notað sem bækistöð niður á láglendi. Þannig að þetta er mjög blönduð keyrsla. Meðaleyðslan þessar 4500km er 14.8 l/100

_W1A2762.jpg
_W1A2762.jpg (378.32 KiB) Viewed 3824 times