er að leita að verkstæði f. breytingar í Suzuki Grand Vitara
Posted: 05.jún 2020, 09:44
frá tobias71
Er með Suzuki GV mod. 2012; hann er breyttur f. 30'' dekk en ég er að leita að aðstoð svo hann geti ekið í gegnum dýpri ám (mig langar að keyra F26)... sem sagt ekki bara snorkel, heldur einnig framlengja rör fyrir "loftræstingu", ... athuga rafeindatækni osfr.
Takk fyrir allar vísbendingar.
Re: er að leita að verkstæði f. breytingar í Suzuki Grand Vitara
Posted: 05.jún 2020, 13:25
frá Kiddi
Sæll
Grand Vitara fer Sprengisandsleið F-26 alveg leikandi, nema það séu óeðlilega miklir vatnavextir.
Þá er gott að hafa í huga að djúpar ár á Íslandi eru almennt straumþungar þannig að léttur bíll á litlum hjólum er býsna líklegur til að berast með straumnum í djúpri á.
Það er hinsvegar mjög skynsamlegt að skoða þann búnað sem er í bílnum og hvort hann sé ekki í lagi, þá sérstaklega öndunarventla og lagnir frá drifum og kössum og hvort legur og annað sé nokkuð á tíma. Ég myndi allavega veita því meiri athygli.