jeppi ársins.. rifrildi áratugarins. algrip lásar?

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

jeppi ársins.. rifrildi áratugarins. algrip lásar?

Postfrá íbbi » 28.maí 2020, 21:14

hvernig er það..

nú virðist þögnini alltaf vaxa ásmeginn á þessu kæra spjalli.

þarf ekki að fara reyna henda í einhver skemmtilegheit með þá veiku von að vopni að reyna lífga aðeins upp á spjallið?

þetta er s.k minni bestu vitund eina spjall sinnar tegundar sem ennþá lifir af einhverju leyti. spjöll sem þessi eru algjör gullnáma fyrir áhugamenn hvað fróðleik og upplýsingar varðar. og upp á skemmtanagildi líka.

hvað halda menn að hægt sé að gera?
Síðast breytt af íbbi þann 30.maí 2020, 00:25, breytt 1 sinni samtals.


1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

muggur
Innlegg: 354
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: jeppi ársins.. rifrildi áratugaris. algrip lásar?

Postfrá muggur » 28.maí 2020, 21:51

Það má segja að atgangur þinn í skúrnum hafi haldið spjallinu á lífi undanfarið ár ásamt nokkrum öðrum þráðum. Held að vandamálið sé að öllum finnst gaman að lesa þræði en fáir nenna að skrifa eitthvað og setja inn myndir. Allt gerist á facebook í dag en það er ómögulegt að halda út þráðum og leita innan hópa.

Er búinn að vera á leiðinni að updatea þráðinn minn um jeppa undir milljón í amk ár en aldrei haft mig í það þrátt fyrir að margt hafi gerst í mínu pajero brasi.

En já þetta spjall má ekki deyja.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: jeppi ársins.. rifrildi áratugaris. algrip lásar?

Postfrá Axel Jóhann » 28.maí 2020, 23:53

Alveg sammála því, allt sem endar á facebook gleymist eða týnist, það er þvílík snilld að nota jeppaspjallið undir þetta allt saman.
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


petrolhead
Innlegg: 343
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: jeppi ársins.. rifrildi áratugaris. algrip lásar?

Postfrá petrolhead » 29.maí 2020, 07:57

Axel Jóhann wrote:Alveg sammála því, allt sem endar á facebook gleymist eða týnist, það er þvílík snilld að nota jeppaspjallið undir þetta allt saman.

Tek heilshugar undir þetta, fb er alveg ágætt fyrir kaup og sölu en það kemur aldrei í staðinn fyrir svona síður...ALDREI.
Ég get ekki svarað fyrir aðra en ég veit að minni tölvunotkun og aukin símanotkun á sinn þátt í að ég set minna hér inn, finnst einfaldlega þægilegra að setja eitthvað hér inn í tölvu en síma og það heldur aðeins aftur af manni.
MBK
Gæi
Dodge Ram 1500/2500-40"

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: jeppi ársins.. rifrildi áratugaris. algrip lásar?

Postfrá Járni » 29.maí 2020, 11:39

Facebook hefur slæm áhrif á svona spjöll, því miður. Eins og er nefnt hér fyrir ofan hefur form spjallsins nokkra ótvíræða kosti fram yfir Facebook, s.s. að geyma upplýsingar til lengri tíma sem auðvelt er að finna aftur. Aðrir miðlar í dag eru vissulega töluvert meira miðaðir inn á farsímanotkun, etv skánar það eitthvað þegar við uppfærum kerfið næst.

Annars er eitt skemmtilegt í vinnslu, það birtist á næstunni :-)
Land Rover Defender 130 38"


Hailtaxi
Innlegg: 51
Skráður: 25.apr 2013, 15:36
Fullt nafn: Sigurður Páll Behrend
Bíltegund: Isuzu Trooper, 1987

Re: jeppi ársins.. rifrildi áratugaris. algrip lásar?

Postfrá Hailtaxi » 29.maí 2020, 13:52

Hef séð of mörg spjallsvæði deyja með tilkomu Facebook, væri gott ef það gerðist ekki hérna því að það eru nokkur atriði sem gera það að verkum að ég tel spjallsvæði vera betri vettvang fyrir alla svona umræðu

  • Opið - Hver sem er getur lesið, þarf bara að stofna aðgang til að taka þátt í umræðum
  • Indexað - Leitarvélar geta skilað manni á þræði þó maður hafi ekki nema grófa hugmynd til að leita eftir
  • Leit - Spjallsvæði eru oftast með mjög fínar leitarvélar og möguleika á að lista upp eftir notendum og fleiri parametrum

Glæsilegt að heyra að þið séuð að halda kerfinu við og koma með viðbætur. Varðandi það að posta þá held ég að margir séu mjög feimnir við að sýna sín verk. Þegar maður á gamla japanska dós sem er nýbúin í sinni fimmtu hjartaígræðslu og kemst bara á 33" skó þá finnst manni það ekki merkilegt miðað við ameríska trukka á 38+ dekkjum og allt þar fyrir ofan :P

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: jeppi ársins.. rifrildi áratugaris. algrip lásar?

Postfrá íbbi » 29.maí 2020, 14:04

Èg hef stundum sagt að það sé illt í efni þegar ég er virkasti meðlimurinn, þar sem ég er jú enginn jeppamaður, ég hef áhugann, en hvorki reynslu né þekkingu, hef lengst af alið mannin í öðrum krimum bílaheimsins

En það er hinsvegar fullt af mönnum hérna sem eru hoknir af reynslu, hvort sem það varðar jeppana sjálfa eða notkun á þeim, það þarf að virkja þessa aðila


Fyrir alla muni sýndu okkur jeppan, 33" eða ekki :)
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: jeppi ársins.. rifrildi áratugaris. algrip lásar?

Postfrá jongud » 29.maí 2020, 14:08

Hailtaxi wrote:
Glæsilegt að heyra að þið séuð að halda kerfinu við og koma með viðbætur. Varðandi það að posta þá held ég að margir séu mjög feimnir við að sýna sín verk. Þegar maður á gamla japanska dós sem er nýbúin í sinni fimmtu hjartaígræðslu og kemst bara á 33" skó þá finnst manni það ekki merkilegt miðað við ameríska trukka á 38+ dekkjum og allt þar fyrir ofan :P


Það er engin blöðrustærðarfeimni í gangi hérna á jeppaspjallinu, og ég hef ekki séð neinn fetta fingur út í það þó myndir af slyddujeppum á malbiksskóm hafi ratað hingað inn. Sjálfur hef ég ekki verið á neinu stærra en 35-tommu síðustu 11 ár.


Hailtaxi
Innlegg: 51
Skráður: 25.apr 2013, 15:36
Fullt nafn: Sigurður Páll Behrend
Bíltegund: Isuzu Trooper, 1987

Re: jeppi ársins.. rifrildi áratugaris. algrip lásar?

Postfrá Hailtaxi » 29.maí 2020, 14:36

jongud wrote:
Það er engin blöðrustærðarfeimni í gangi hérna á jeppaspjallinu, og ég hef ekki séð neinn fetta fingur út í það þó myndir af slyddujeppum á malbiksskóm hafi ratað hingað inn. Sjálfur hef ég ekki verið á neinu stærra en 35-tommu síðustu 11 ár.


Það er algjörlega rétt hjá þér og ég hef aldrei orðið vitni að neinum leiðindum hérna, hvorki út af blöðrustærð eða neinu öðru. Ég var bara að benda á mögulega skýringu á því af hverju fleiri eru ekki að posta hérna inn, byggt á minni eigin reynslu/hugsun. Feimnin er algjörlega í manns eigin haus og maður þarf að hafa aðeins fyrir því að yfirvinna hana :-)

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: jeppi ársins.. rifrildi áratugaris. algrip lásar?

Postfrá Járni » 29.maí 2020, 15:51

Þá er fínt að benda á það, meira en velkomið að ræða allar stærðir og gerðir af bílum og farartækjum, þar með tekið fólksbíla, mótorhjól, vörubíla, austur evrópska smábíla sem og öfgaameríska bensín trukka með ótal hestöflum. Skiptir engu máli, allt besta mál. Eina sem er illa séð er raunveruleg pólitík og þessháttar leiðindi.

Það sem má einnig nefna í sambandi við að halda úti öflugu safni af upplýsingum, er að það má gjarnan setja inn þræði um minni atriði. Það má sýna og ræða annað en vélarskipti, grindarmix og hvaðanúer. S.s skipulag í skúrnum, ábendingar um hvar sé gott að kaupa íhluti í rafmagnsviðgerðir, sniðugar festingar fyrir reiðhjól á bílinn, hvernig á að skipta um bremsudiska og gera upp dælur, setja filmur á rúður eða bara hvaða bón og hreinsiefni virka best.

Dælið inn hverju sem er, það kemur pottþétt einhverjum til góða!
Land Rover Defender 130 38"


petrolhead
Innlegg: 343
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: jeppi ársins.. rifrildi áratugaris. algrip lásar?

Postfrá petrolhead » 29.maí 2020, 19:46

Hailtaxi wrote: Varðandi það að posta þá held ég að margir séu mjög feimnir við að sýna sín verk. Þegar maður á gamla japanska dós sem er nýbúin í sinni fimmtu hjartaígræðslu og kemst bara á 33" skó þá finnst manni það ekki merkilegt miðað við ameríska trukka á 38+ dekkjum og allt þar fyrir ofan :P

Það er eflaust mikið til í því hjá þér að þessi feimni sé til staðar en að mínu mati er það miður því þó það sé gaman að skoða þræði um stóra feita 54" trukka þá finnst mér ekkert síður gaman að lesa um minni bíla og minni dekk, einfaldlega alltaf gaman sjá og lesa hvað menn eru að brasa því jeppamennska er í mínum miklu fleira en 3daga jöklaferðir.
Verð eiginlega að játa að það sem mér finnst skemmtilegast að lesa um er þegar menn eru að gera mikið sjálfir og oft úr litlu, smíða breyta og bæta og mixa eitthvað úr ólíkum áttum saman og leyfa hugmyndafluginu að leika lausum hala....en það er bara ég og minn smekkur ;-)
MBK
Gæi
Dodge Ram 1500/2500-40"

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: jeppi ársins.. rifrildi áratugaris. algrip lásar?

Postfrá svarti sambo » 29.maí 2020, 22:16

Sælir spjallverjar.
Ég verð að taka undir það að jeppaspjallið má ekki lognast út af.
Við eigum ekki öll að vera steypt úr sama mótinu. Við eigum að vera fjölbreytt og vera með fjölbreytt verkefni til að deila.
Fjölbreytileikinn er af hinu góða og þannig verða framfarir til.
Jeppaspjallið er ekki nein stanpínukeppni á milli manna.
Ég opna spjallið nánast daglega, en hef kannski ekki mikið til málanna að leggja, en hef gaman að því að sjá hvað er að gerast í skúrum landsins.
Feimni eða kannski skortur á sjálfstrausti er vandamál sem margir kljást við. Ég vill halda því fram að jeppaspjallið sé góður vettvangur til að sigrast á því vandamáli. Þar fá menn/konur að deila því verkefni sem er í gangi og fá þá kannski frekar ráðleggingar frá kannski reyndari einstaklingum, heldur en skítköst .
Sjálfur hef ég nú ekkert verið að gera neitt sem tengist bílamálum, og hef þar af leiðandi ekki haft neitt til að tala um eða sýna.
Fordinn var settur á hold vegna anna. Síðan seldi ég húsnæði smiðjunnar og er bara búinn að vera að reyna að koma mér fyrir í dótalandinu mínu. Það er mikið púsluspil að fara úr 350fm niður í 90fm. og það má engu henda. Er s.s. að koma mér upp vel tækjum búinn bílskúr. Ég vonast til að ford verkefnið geti byrjað aftur með haustinu.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: jeppi ársins.. rifrildi áratugarins. algrip lásar?

Postfrá íbbi » 30.maí 2020, 00:22

.............
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 17 gestir