Reynsla af X-Trail


Höfundur þráðar
johannhs
Innlegg: 3
Skráður: 10.nóv 2013, 23:37
Fullt nafn: Jóhann Helgi Stefánsson
Bíltegund: Mazda3

Reynsla af X-Trail

Postfrá johannhs » 18.maí 2020, 14:43

Daginn

Ég er að spá í að versla mer nýlegan (2015-2018 módel) Nissan X-Trail. Þetta er millistig yfir i alvöru jeppa, þar sem konan finnst Hilux ekki vera fjölskyldubíll(ég veit 100% óskiljanlegt).
Vitið þið eitthvað hvernig þessar bílar eru að reynast t.d. þegar maður fer af þjóðveginum og hvernig það er að hækka þá aðeins upp t.d. setja undir þá upphækkunarklossa eða slíkt.User avatar

íbbi
Innlegg: 1318
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Reynsla af X-Trail

Postfrá íbbi » 27.maí 2020, 00:45

ég er með 2016 4wd quashqai sem er tæknilega séð sami bíll og hef átt hann nánast frá því að hann var nýr , bróðir minn hefur átt 3 x trail af þessum árgerðum auk quashqai. (2015 2017 og 2018) með öllum vélunum sem þeir fást með held ég.

þetta eru fínir bílar. fínt að keyra þá og fara vel með mann. við erum búinn að fá tvö snjóþunga vetur á síðustu 3 árum þar sem ég bý og quashqainn hefur staðið sig vel í ófærðini.

langstæðsti gallinn sem ég hef fundið við þá er þessi helvítis cvt skipting sem nissan er búinn að vera andskotans með síðustu áratugina. bæði er hún hundleiðinleg í öllu nema rólegheitis bæjarsnatti og einfaldlega léleg. hún hrundi í yngsta bílnum hjá bróður mínum í bíl eknum rúmlega 20þús. þá árs gamall bíll. og ég veit til álíka vandræða með nissan juke, sem er með sama krami

þannig að kramið sem ég mæli með er 1.6l bsk.

ég veit reyndar til þess að það hafi komið upp að beinskiptu bílarnir hafi byrjað að hrökkva úr gír. þetta gerðist hjá mér, hann hrökk úr bakkgír ef maður gaf honum vel inn, ég talaði við BL og þeir kölluðu bílinn inn og settu nýjann gírkassa í hann í ábyrgð. þetta vandamál hefur víst komið upp í einhverju magni í dacia duster sem er með skyldann eða sama kassa, en mér var sagt að bíllinn hjá mér væri eini quashqai-inn sem hefði lent í þessu. en þegar ég gúgglaði þetta þegar þetta byrjaði að ske sá ég að þetta er greinilega vel þekkt dæmi bæði í yngri og eldri kynslóð bílanna.
mig grunar að það séu eflaust þónokkrir bílar þarna úti sem þjást af þessu, en eigendurnir hafi ekki hugmynd um þetta þar sem það þarf, eða þurfti í mínu tilfelli að framkalla frekar sérstakar aðstæður til að fá þetta fram. við tókum ekki eftir þessu fyrr en það kom óvenju snjóþungur vetur og við þurftum regluglega að bakka af töluveðri hörku út úr stæðinu hjá okkur.

annars var bíllinn hjá mér bókstaflega viðhaldsfrír fyrstu 85þús km, þá var skipt um gírkassann og rúðuþurku armana í 85þús km. bíllinn er ennþá á original bremsuklossunum og er ekinn í dag 100þús. sem mér finnst merkilegt.

x trialarnir hjá brósa voru afskaplega svipaðir, tveir 1.5l framdrifs bílar, annar var 3 ára og ekinn 100+ og var algjörlega til friðs. seinni bíllinn var 2 ára ekinn 40 þegar hann fékk hann og var til friðs meðan hann átti hann. þriðji var svo nánast nýr ekinn 20þús og skiptingin fór í honum. BL bauðst til að kaupa af honum bílinn aftur og hann keypti annan bíl hjá þeim. þannig að við bræður getum lítið sett út á BL.
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 9 gestir