Síða 1 af 1

Enn einu sinni....

Posted: 28.apr 2020, 18:39
frá snowflake
Jæja þið miklu meistarar! Best að byrja þessa umræðu en einu sinni með úrhleypibúnað...
Ætla að setja svona búnað en vill ekki hafa deili kistu inn í bil og vill hafa rafstýrða loka. Ég ætla að hafa bara tvo loka þ.e.a.s inn til að pumpa og einn til að hleypa úr. Ekki fyrir hvert dekk. En ég er að velta fyrir mér hvernig loka ég get notað með nægjanlegu flæði. Getið þið bent mér á einhverja loka á eðlilegu verði?

Re: Enn einu sinni....

Posted: 03.maí 2020, 17:47
frá olei
Leiðin sem ég fór í þessu var 5-3 servo loki með lokaðri mistöðu. Sama græja og er notuð til að keyra tvívirkan loftjakk. Einn loki getur þá bæði pumpað í og hleypt úr. Aukaportin á honum eru síðan blinduð með töppum. Ástæðan fyrir því að ég valdi svona loka er að þeir eru algengir og auðfáanlegir og tiltölulega ódýrir af ebay. En maður þarf að passa að velja rétta týpu því að þær eru nokkrar til. Servo lokar þurfa stöðugan loftþrýsting til að skipta, þannig að það þarf loftkerfi sem heldur á þeim þrýstingi.

Stærðin á lokanum fer eftir því hvað þér liggur á að hleypa úr og hversu mörgum dekkjum hver þjónar. Ég er með tvo 3/8" loka, annan fyrir aftur og hinn fyrir framhjól. Þeir virka mjög vel fyrir 44" dekk. Ég er sirka 2-3 mínútur að tappa úr 20 og niður í 3psi og lagnirnar eru meiri flöskuháls en lokarnir ef ég man rétt.

Það vill raunar þannig til að ég keypti 4 svona loka og á tvo nýja í kössunum í afgang sem gætu verið falir fyrir stórfé. :)

Re: Enn einu sinni....

Posted: 04.maí 2020, 17:16
frá snowflake
Hvernig er best að ná í þig?

Re: Enn einu sinni....

Posted: 04.maí 2020, 19:26
frá olei
Sendi þér einkaskilaboð hér á spjallinu.