Síða 1 af 1
Pallfestingar á Hilux
Posted: 23.feb 2011, 17:43
frá Reginvaldur
Sælir, ég er með 1989 Hilux xcab á 35" og var að velta því fyrir mèr hvort pallurinn ætti að festast við grindina þar sem hjólaskálarnar eru? Það eru tveir grannir prófílar sem liggja þarna þvert á botni pallsins, held það séu festingar þarna á bílum sem eru ekki hækkaðir frá grind. Á kanski einhver mynd af þessu?
Re: Pallfestingar á Hilux
Posted: 23.feb 2011, 17:58
frá Hlynurh
Nei það eru engar festingar á þessu það er bara smá gúmmí bútur undir þessu orginal liggur bara á grindinni ekkert svo vitlaust að smíða hækkun á það líka í samræmi við boddyhækkunina
Kv Hlynur
Re: Pallfestingar á Hilux
Posted: 23.feb 2011, 18:00
frá ellisnorra
Þetta eru ekki eiginlegar festingar heldur á pallurinn að hvíla á grindinni þarna. Margir sem hækka bílana á boddyi setja ekki hækkun þarna undir og ég ætla ekki að dæma um hvort þess þurfi eða ekki.
Re: Pallfestingar á Hilux
Posted: 23.feb 2011, 18:39
frá Reginvaldur
ok, takk fyrir svörin.