Ljós fyrir snjó.


Höfundur þráðar
ibbi270
Innlegg: 35
Skráður: 02.júl 2014, 06:50
Fullt nafn: ravi irdna

Ljós fyrir snjó.

Postfrá ibbi270 » 28.feb 2020, 09:49

Er rosalega mikið að keyra milli staða þarsem það er mikill skafrenningur. Og mig vantar eitthver ljós ekkert eitthvað ofurfancy eða dýrt sem gæti hjálpað mér að sjá betur í snjókomu og skafrenningi.




Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Ljós fyrir snjó.

Postfrá Axel Jóhann » 28.feb 2020, 21:46

Ég keypti tvö svona 5" Gul þau er snilld í svona færi sem þokuljós


#Aliexpress ISK 1,720 30%OFF | 12 Inch 72W 180W LED Light Bar Spot Flood Beams For 4X4 Offroad Trucks Motorcycle Fog Lamp 12V 24V Driving Work External Lights
https://a.aliexpress.com/_dWR2gxp



20200203_184827.jpg
20200203_184827.jpg (1.83 MiB) Viewed 3736 times
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Ljós fyrir snjó.

Postfrá villi58 » 01.mar 2020, 10:59

Mín reynsla er að hafa mjög sterk hvíta birtu, hélt lengi að gulu ljósin virkuðu vel í skafrenningi en nei ekki gott. Gul ljós eru mjög fín ef ekki er skafrenningur þar sem maður sér hjólför og ruðninga mikið betur. Gul birta virkar þannig ef það er hríð eða skafrenningur þá lýsir það upp úrkomuna og það verður eins og veggur og maður sér mjög lítið eða ekkert.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Ljós fyrir snjó.

Postfrá Startarinn » 03.mar 2020, 22:24

villi58 wrote:Mín reynsla....
Gul birta virkar þannig ef það er hríð eða skafrenningur þá lýsir það upp úrkomuna og það verður eins og veggur og maður sér mjög lítið eða ekkert.


Fyrir mér hljómar þetta eins og munurinn á dreifi og þoku kösturum frekar en að það hafi nokkuð með litinn á ljósinu að gera

Þokukastarar gefa lárétta línu, meðan að kastarar sem eru til að lýsa lengra frá sér, dreifa geislanum og verða eins og veggur fyrir framan mann ef maður kveikir á þeim í hríð
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Ljós fyrir snjó.

Postfrá Axel Jóhann » 03.mar 2020, 23:30

Þessir eru einmitt ekki flood heldur spot lýsing, ég er allavega sáttur.
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"

User avatar

íbbi
Innlegg: 1450
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Ljós fyrir snjó.

Postfrá íbbi » 04.mar 2020, 20:01

ég er með ipf "fiskiaugu" framan á raminum og mér fannst þau ansi góð í að lýsa förin í skafrenningi
Viðhengi
20190412_201359.jpg
20190412_201359.jpg (4.45 MiB) Viewed 3203 times
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur