Jeppefelgur.is felgur og Cooper dekk

User avatar

Höfundur þráðar
scweppes
Innlegg: 71
Skráður: 12.apr 2011, 12:18
Fullt nafn: Sveinn Sveinsson

Jeppefelgur.is felgur og Cooper dekk

Postfrá scweppes » 17.feb 2020, 23:40

Ég ákvað að fara úr 38” AT og 15” felgum í 40” Cooper og 17” felgur frá Jeppafelgur.is á dögunum.

Ýmsar pælingar í kringum þetta má finna hér: http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=2&t=35679

Nú er komin smá reynsla á þetta. Hef eiginlega ekkert nema gott um dekkin að segja, þau keyra virkilega vel úti á vegum, tek ekki eftir að það sé meira veghljóð í þeim en AT, þau eru með meira af þessari mýkt sem ég saknaði aðeins úr Mudder úrhleypt á fjallvegum.

Mat á drifgetu í snjó er náttúrulega rosalega huglægt, en ég hallast að því að bíllinn sé aðeins duglegri og grunar að það snúist ekki síst um hækkun undir kúlu. Fæ eiginlega aldrei þessa tilfinningu að ég sé eitthvað tæpur á að festa bílinn. Smá confidence boost eiginlega.

Aftur á móti er ég frekar hugsi yfir þessum felgum. Keypti 17” háar og 12” breiðar. Það virðist ekki vera sérlega mikið sem heldur dekkinu upp á. Rak reyndar augun í að kantarnir eru full lágir en ákvað að gefa þessu séns og hélt satt að segja að þetta gæti ekki verið eitthvað voðalega laust á. En ég náði að affelga glæsilega á þremur mismunandi dekkjum í tveimur mismunandi góum í gær, báða kantana. Er með úrhleypikerfi og veit því að ég var að keyra á milli 3-4 psi, sennilega um 4 eða meira í seinna skiptið. (Útaf sottlu). Sem betur fer var ég með mjög létta og þolinmóða ferðafélaga og það var gott veður.

En ég er svolítið hissa á þessu, hef ekki heyrt neinar sögur af svona löguðu. Held að þetta tengist aksturshæfileikum (eða skorti á þeim) ekkert sérstaklega, þannig hef ég ekki náð að affelga á þessum bíl þau 10 ár sem ég hef átt hann, þar til nú.

Hafa menn verið að lenda í þessu og hvað er til ráða? Rífa allt í sundur, valsa, mála aftur?
olei
Innlegg: 812
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Jeppefelgur.is felgur og Cooper dekk

Postfrá olei » 18.feb 2020, 07:49

Sá loftþrýstingur sem þarf til að koma dekkjunum á felgurnar gefur vísbendingar um hversu föst dekkin eru á þeim. Ef ytri kantur smellur að felgunni undir 10 psi er það ávísun á vandræði hefur mér sýnst.

En 3 affelganir í einum skreppitúr benda á að aðgerða sé þörf, það er óþolandi að standa í svoleiðis veseni.

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 583
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Jeppefelgur.is felgur og Cooper dekk

Postfrá Óskar - Einfari » 18.feb 2020, 11:03

Láta Gumma í gjjarn valsa felgurnar og ekki hafa meiri áhyggjur..... þetta kostar smá vesen, losa felgurnar undan blása og mála.

Ég gerði það fyrir MTZ sem voru þekkt fyrir að vera laus á felgum. Eftir það hefur mér bara tekist í eitt skipti næstum því að affelga þegar hægra afturdekk missti alveg loft án þess að ég tók eftir því. Þrátt fyrir að dekkið hafi verið orðið krumpað í klessu aflegaðist ekki en það var kominn smá ís milli dekks og felgu.
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Höfundur þráðar
scweppes
Innlegg: 71
Skráður: 12.apr 2011, 12:18
Fullt nafn: Sveinn Sveinsson

Re: Jeppefelgur.is felgur og Cooper dekk

Postfrá scweppes » 18.feb 2020, 13:00

olei wrote:Sá loftþrýstingur sem þarf til að koma dekkjunum á felgurnar gefur vísbendingar um hversu föst dekkin eru á þeim. Ef ytri kantur smellur að felgunni undir 10 psi er það ávísun á vandræði hefur mér sýnst.

En 3 affelganir í einum skreppitúr benda á að aðgerða sé þörf, það er óþolandi að standa í svoleiðis veseni.


Sammála, náðum að koma einu dekki á felguna með loftinu af úrhleypikerfinu. Sá 9 psi á mælinum og svo fór það upp á ekki svo löngu seinna, svo það hefur ekki verið ýkja mikill þrýstingur.

Óskar - Einfari wrote:Láta Gumma í gjjarn valsa felgurnar og ekki hafa meiri áhyggjur..... þetta kostar smá vesen, losa felgurnar undan blása og mála.

Ég gerði það fyrir MTZ sem voru þekkt fyrir að vera laus á felgum. Eftir það hefur mér bara tekist í eitt skipti næstum því að affelga þegar hægra afturdekk missti alveg loft án þess að ég tók eftir því. Þrátt fyrir að dekkið hafi verið orðið krumpað í klessu aflegaðist ekki en það var kominn smá ís milli dekks og felgu.


Gummi er snillingur, valsaði gömlu sumarfelgurnar mínar einmitt. Held að það sé ekkert annað í stöðunni en að kíkja til hans. Ég hef ekki verið svona duglegur að affelga síðan ég átti rauðan Econoline á 40" nylon og 16,5" felgum, Félagi minn affelgaði hann þannig að dekkið lá 10 metra fyrir aftan bílinn. Þá var gott að vera með 35" varadekk til að keyra heim. Síðasta sem ég frétti af þeim bíl var þegar hann var skilinn eftir við Langjökul og hvarf dýpra og dýpra í snjó.
Viðhengi
IMG_4079.jpg
IMG_4079.jpg (475.73 KiB) Viewed 5131 time


KiddiG
Innlegg: 34
Skráður: 28.apr 2011, 17:58
Fullt nafn: Kristinn Karl Garðarsson

Re: Jeppefelgur.is felgur og Cooper dekk

Postfrá KiddiG » 19.feb 2020, 14:16

Daginn
Þetta er vetur 2 hjá mér á 40 tommu Cooper dekkjum undir Hilux.
Bíllinn hefur verið að koma vel út í þeim ferðum sem ég hef farið.
Dekkin eru mjög góð í innanbæjarkeyrslunni.

Ég lét valsa felgurnar strax og hef ekki lent í neinu ves með affelgun.

Ég hef verið að keyra allt niður í 2,5 psi. En ég er farinn að hallast að dekkin hafi mesta dryfgetu við 3,5 til 4.
Þau eru það mjúk þessi dekk. Ég held að ég hafi verið að hleypa of mikið úr ef eitthvað er.

Gaman væri að fá reynslu annara af loftþrýstings pælinum.

Kveðja
Kiddi.

User avatar

Höfundur þráðar
scweppes
Innlegg: 71
Skráður: 12.apr 2011, 12:18
Fullt nafn: Sveinn Sveinsson

Re: Jeppefelgur.is felgur og Cooper dekk

Postfrá scweppes » 19.feb 2020, 14:34

KiddiG wrote:Ég hef verið að keyra allt niður í 2,5 psi. En ég er farinn að hallast að dekkin hafi mesta dryfgetu við 3,5 til 4.
Þau eru það mjúk þessi dekk. Ég held að ég hafi verið að hleypa of mikið úr ef eitthvað er.

Gaman væri að fá reynslu annara af loftþrýstings pælinum.


Snilld, takk fyrir það. Var í svona sæmilega þungum snjó um helgina og komast bókstaflega ekki áfram í 6 psi en fór að virka vel um 4 og einmitt geggjað milli 3-4 (prófaði ekkert neðar).

Gott að heyra að þetta virki vel með völsun!


Gisli1992
Innlegg: 50
Skráður: 02.des 2013, 16:54
Fullt nafn: Gísli Kristinn Sveinsson
Bíltegund: 2006 MMC Pajero Sp

Re: Jeppefelgur.is felgur og Cooper dekk

Postfrá Gisli1992 » 19.feb 2020, 17:52

En bara svona smá vangavelta er ekki full fúlt að vera kaupa felgur fyrir rúmlega 120þús nýjar og strax þarf maður að eyða kannski 50-70þús í að þurfa skera þær í sundur og láta valsa þær aftur til að dekk séu ekki endalaust að affelgast
1995 Ford Explorer Eddie Bauer (í breytingum)
1993 Ford Explorer Limited (R.I.P)
1991 Ford Explorer Eddie Bauer (Pressaður)
1992 Ford Explorer XLT (seldur)
2009 Mitsubishi Lancer (Ínotkun)
2005 Mitsubishi Lancer (seldur)

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1693
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Jeppefelgur.is felgur og Cooper dekk

Postfrá jeepcj7 » 19.feb 2020, 23:34

Felgur eru ekki skornar í sundur í völsun.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Gisli1992
Innlegg: 50
Skráður: 02.des 2013, 16:54
Fullt nafn: Gísli Kristinn Sveinsson
Bíltegund: 2006 MMC Pajero Sp

Re: Jeppefelgur.is felgur og Cooper dekk

Postfrá Gisli1992 » 20.feb 2020, 07:26

En það hlýtur að vera að þurfi að skera úr þeim miðjuna til að valsa þær aftur
1995 Ford Explorer Eddie Bauer (í breytingum)
1993 Ford Explorer Limited (R.I.P)
1991 Ford Explorer Eddie Bauer (Pressaður)
1992 Ford Explorer XLT (seldur)
2009 Mitsubishi Lancer (Ínotkun)
2005 Mitsubishi Lancer (seldur)

User avatar

jongud
Innlegg: 2231
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Jeppefelgur.is felgur og Cooper dekk

Postfrá jongud » 20.feb 2020, 08:24

Gisli1992 wrote:En það hlýtur að vera að þurfi að skera úr þeim miðjuna til að valsa þær aftur


Nei, það er bara kanturinn sem er valsaður, ekki öll tunnan.


juddi
Innlegg: 1208
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Jeppefelgur.is felgur og Cooper dekk

Postfrá juddi » 20.feb 2020, 17:05

120þ er bara djók svo 50 til 70þ i viðbót er ekki mikið hefurðu td ath hvað bara efni i felgur kostar hja N1 eða taka nyjar felgur og brekka þær en i baðum tilfellum þarftu jafnvel að valsa kantinn
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


Gisli1992
Innlegg: 50
Skráður: 02.des 2013, 16:54
Fullt nafn: Gísli Kristinn Sveinsson
Bíltegund: 2006 MMC Pajero Sp

Re: Jeppefelgur.is felgur og Cooper dekk

Postfrá Gisli1992 » 20.feb 2020, 19:42

jongud wrote:
Gisli1992 wrote:En það hlýtur að vera að þurfi að skera úr þeim miðjuna til að valsa þær aftur


Nei, það er bara kanturinn sem er valsaður, ekki öll tunnan.Já okey ég var ekki alveg klár á því hvað menn meina þegar talað er um að valsa felgur aftur lifði alltaf í meininguni að það væri talað um alla felguna
1995 Ford Explorer Eddie Bauer (í breytingum)
1993 Ford Explorer Limited (R.I.P)
1991 Ford Explorer Eddie Bauer (Pressaður)
1992 Ford Explorer XLT (seldur)
2009 Mitsubishi Lancer (Ínotkun)
2005 Mitsubishi Lancer (seldur)


Gisli1992
Innlegg: 50
Skráður: 02.des 2013, 16:54
Fullt nafn: Gísli Kristinn Sveinsson
Bíltegund: 2006 MMC Pajero Sp

Re: Jeppefelgur.is felgur og Cooper dekk

Postfrá Gisli1992 » 20.feb 2020, 19:45

juddi wrote:120þ er bara djók svo 50 til 70þ i viðbót er ekki mikið hefurðu td ath hvað bara efni i felgur kostar hja N1 eða taka nyjar felgur og brekka þær en i baðum tilfellum þarftu jafnvel að valsa kantinnNei ég hef aldrei spáð í því ég hef yfirleit bara fundið óbreikkaðar felgur á bland eða facebook og breikkað þær sjálfur það hefur sjaldnast kostað mig mikinn aur

ég hef yfirleit bara soðið góðan kant í þær hef aldrei notast við felgur sem er valsaðar þrengri fyrir dekkinn
1995 Ford Explorer Eddie Bauer (í breytingum)
1993 Ford Explorer Limited (R.I.P)
1991 Ford Explorer Eddie Bauer (Pressaður)
1992 Ford Explorer XLT (seldur)
2009 Mitsubishi Lancer (Ínotkun)
2005 Mitsubishi Lancer (seldur)


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Jeppefelgur.is felgur og Cooper dekk

Postfrá Navigatoramadeus » 20.feb 2020, 20:17

Síðan gjjarn.com er flott og þar er sýnt hvernig kantur og brún eru valsaðar svo dekkin haldist betur á.

User avatar

jongud
Innlegg: 2231
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Jeppefelgur.is felgur og Cooper dekk

Postfrá jongud » 21.feb 2020, 08:10

Gisli1992 wrote:
juddi wrote:120þ er bara djók svo 50 til 70þ i viðbót er ekki mikið hefurðu td ath hvað bara efni i felgur kostar hja N1 eða taka nyjar felgur og brekka þær en i baðum tilfellum þarftu jafnvel að valsa kantinnNei ég hef aldrei spáð í því ég hef yfirleit bara fundið óbreikkaðar felgur á bland eða facebook og breikkað þær sjálfur það hefur sjaldnast kostað mig mikinn aur

ég hef yfirleit bara soðið góðan kant í þær hef aldrei notast við felgur sem er valsaðar þrengri fyrir dekkinn


Völsun minnkar ekki bara hættuna á að dekkin affelgist, heldur minnkar líka hættuna á að felgurnar spóli inni í dekkinu.

User avatar

elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2769
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Jeppefelgur.is felgur og Cooper dekk

Postfrá elliofur » 21.feb 2020, 21:34

Sælir félagar. Ég hef afskaplega lítið heyrt um affelganir á felgum frá mér, mögulega berst það ekki til mín, ég veit það ekki. Það hafa samtals tveir hringt í mig og spurt mig ráða við affelgun, ég veit ekki hvort annar þeirra varst þú, Sveinn, það má vera.
Einn sagði mér að cooper dekkin væru að smella uppá í kringum 13-15psi. Það mætti alveg vera meira og ætla ég að athuga möguleikann á aðeins stífari völsun frá framleiðanda fyrir næstu sendingu.
En þegar ég set dekk á jeppafelgur þá lími ég með límkítti í öllum tilfellum og mæli með því við þá sem spurja mig. Ég hef hugsað útí að grunna og líma með framrúðukítti, en hef reyndar ekki prófað það.
Önnur aðferð, gömul og góð, er að menja-sandhúða-menja og líma svo. Ég veit reyndar ekki til að neinn hafi prófa það við felgur frá mér.

Sjálfur hef ég keyrt með 1-2psi í skorningum og hliðarhalla og aldrei affelgað á mínum felgum (úr mínum innflutningi). Er reyndar á gömlum groundhawg á 15" felgum.

3 affelganir í einum túr er náttúrulega ekki viðunandi. Það væri ráð að dunda í að líma, ég myndi skoða að grunna líka og gera þetta eins og framrúður eru límdar í, þynnisþrífa vel, grunna og kítta. Ég mæli ekki með þessu sem fagmaður í hvaða efni eiga saman og hvaða efni ekki, þetta er bara hugmynd.
Ég fagna umræðum um þetta. Ég vil halda áfram að skaffa jeppamönnum góðar felgur á góðu verði og til þess að þær verði sem bestar þá þarf ég feedback um hvað virkar og hvað mætti betur fara.

Bestu kveðjur, Elli, Jeppafelgur.is

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1121
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Jeppefelgur.is felgur og Cooper dekk

Postfrá Kiddi » 22.feb 2020, 09:57

Elli, ertu með upplýsingar um hvaða kantþvermál framleiðandinn vinnur útfrá?

User avatar

elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2769
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Jeppefelgur.is felgur og Cooper dekk

Postfrá elliofur » 22.feb 2020, 12:29

Kiddi wrote:Elli, ertu með upplýsingar um hvaða kantþvermál framleiðandinn vinnur útfrá?


Hér er teikning af 17x14
Screenshot_20200222-122447_1.png
Screenshot_20200222-122447_1.png (172.59 KiB) Viewed 4418 times


juddi
Innlegg: 1208
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Jeppefelgur.is felgur og Cooper dekk

Postfrá juddi » 23.feb 2020, 09:33

Spurning að stækka kantana bæði að innan og utan
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2769
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Jeppefelgur.is felgur og Cooper dekk

Postfrá elliofur » 23.feb 2020, 21:55

juddi wrote:Spurning að stækka kantana bæði að innan og utan


Já ég ætla að athuga það. Ég hugsaði um það síðast en vildi ekki hætta á að þetta yrði of þröngt, vildi fá reynslu á þetta "normal spec" fyrst svo sendingin þyrfti ekki öll í gáminn ef það væri of þröngt.

User avatar

Höfundur þráðar
scweppes
Innlegg: 71
Skráður: 12.apr 2011, 12:18
Fullt nafn: Sveinn Sveinsson

Re: Jeppefelgur.is felgur og Cooper dekk

Postfrá scweppes » 24.feb 2020, 11:12

Sælir,
dekkin voru límd á, en ekki grunnað eða sandblásið fyrir kíttið. Hjálpaði ekki.

Völsun, blástur og pólýhúðun eða sprautun sýnist mér að gæti verið að kosta í kringum 120 þúsund samtals, skal pósta því þegar þetta er búið.

User avatar

elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2769
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Jeppefelgur.is felgur og Cooper dekk

Postfrá elliofur » 25.feb 2020, 21:17

scweppes wrote:Sælir,
dekkin voru límd á, en ekki grunnað eða sandblásið fyrir kíttið. Hjálpaði ekki.

Völsun, blástur og pólýhúðun eða sprautun sýnist mér að gæti verið að kosta í kringum 120 þúsund samtals, skal pósta því þegar þetta er búið.


Leitt þykir mér að þetta sé ekki nógu stíft og þurfi að leggja í kostnað til að "klára felgurnar". Ekki þekki ég heldur hvort 40" cooperinn sé eitthvað rýmri en önnur 17" dekk, ég hef ekki heyrt það. Kannski bara fæ ég ekki nóg að heyra það! :)

Ég vill endilega fá allt feedback um hvernig þetta reynist. Ég hef, eða tel mig hafa amk, einhver ítök í framleiðsluna. Ég er í augnablikinu að bíða eftir svari frá honum með verð fyrir ágúst20-sendinguna og svo reyni ég að fá þær felgur stífari.


villi58
Innlegg: 2122
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Jeppefelgur.is felgur og Cooper dekk

Postfrá villi58 » 26.feb 2020, 09:49

Það getur verið svolítið strembið fyrir Ella að vera með passandi felgur þar sem dekkin eru mismunandi stíf á felgum, hlítur að verða alltaf sérpöntun fyrir sumar gerðir af dekkjum.

User avatar

elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2769
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Jeppefelgur.is felgur og Cooper dekk

Postfrá elliofur » 26.feb 2020, 18:49

Hvernig eru cooper dekkin á öðrum felgum? Þið hinir sem eruð með önnur dekk á felgum frá mér, hvernig virkar það combó?


KiddiG
Innlegg: 34
Skráður: 28.apr 2011, 17:58
Fullt nafn: Kristinn Karl Garðarsson

Re: Jeppefelgur.is felgur og Cooper dekk

Postfrá KiddiG » 29.feb 2020, 16:53

Sælir..

Ég keypti felgur af ellaofur s.l vor og fékk mér Cooper dekk.
Ég hafði heyrt að Cooperinn væri frekar laus á og lét því valsa felgurnar strax enda hef ég ekki verið í neinum vandræðum með affelgun hjá mér.

Ég hef hleypt úr alveg niður í 2 psi. án vandræða.

Kveðja
Kiddi G.

User avatar

Höfundur þráðar
scweppes
Innlegg: 71
Skráður: 12.apr 2011, 12:18
Fullt nafn: Sveinn Sveinsson

Re: Jeppefelgur.is felgur og Cooper dekk

Postfrá scweppes » 11.mar 2020, 15:44

Jæja,
völsun, málning og dekkjavinna 144 þús. Í bónus eru felgurnar núna samlitar, ruddalega flott, og ég fékk króm ventla og hettur. Skil reyndar ekki hverskonar siðleysi það var hjá Kletti að setja gúmmíventla í þessar felgur upphaflega, en það er önnur saga.

Ágætt að hafa þetta í huga ef menn eru að taka þetta combó. Væri auðvitað magnað ef það næðist að tækla málið í framleiðslunni.

Finnst mikilvægt að þessar upplýsingar liggi fyrir, svo þeir sem eru í pælingum geti tekið upplýstar ákvarðanir. Að sama skapi mun ég sennilega kaupa annan gang af felgum sem sumarfelgur hjá jeppafelgur.is. Fín verð og margir kostir við þetta. Bara verst að þetta virkaði ekki allt hjá mér beint úr kassanum.

Og svo verður náttúrulega spennandi að sjá hvort þetta svínvirkar ekki núna, eins og hjá Kidda G. hér að ofan :)

Kveðja,
Sissi

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 583
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Jeppefelgur.is felgur og Cooper dekk

Postfrá Óskar - Einfari » 11.mar 2020, 17:24

scweppes wrote:Jæja,
völsun, málning og dekkjavinna 144 þús. Í bónus eru felgurnar núna samlitar, ruddalega flott, og ég fékk króm ventla og hettur. Skil reyndar ekki hverskonar siðleysi það var hjá Kletti að setja gúmmíventla í þessar felgur upphaflega, en það er önnur saga.

Ágætt að hafa þetta í huga ef menn eru að taka þetta combó. Væri auðvitað magnað ef það næðist að tækla málið í framleiðslunni.

Finnst mikilvægt að þessar upplýsingar liggi fyrir, svo þeir sem eru í pælingum geti tekið upplýstar ákvarðanir. Að sama skapi mun ég sennilega kaupa annan gang af felgum sem sumarfelgur hjá jeppafelgur.is. Fín verð og margir kostir við þetta. Bara verst að þetta virkaði ekki allt hjá mér beint úr kassanum.

Og svo verður náttúrulega spennandi að sjá hvort þetta svínvirkar ekki núna, eins og hjá Kidda G. hér að ofan :)

Kveðja,
Sissi


Gott að heyra, þú ert þá kominn með helvíti vel útbúnar felgur :) Gummi valsaði einmitt fyrir stuttu síðan felgurnar undir nýja Ársæl 2 (erum reyndar ekki með felgur frá Ella heldur smíðaðar felgur). Hann er á 42" Goodyear sem eru líka þekkt fyrir að vera laus. Við sjáum þetta reglulega með allskonar dekk í okkar jeppamensku hérna á Íslandi eins og þið vitið. Við erum að nota dekkin í eitthvað sem þau voru alls ekki ætluð til og oftast eru þetta dekkin sem eru vandamálið þ.e.a.s. laus á felgum. En það er mikilvægt að við deilum því hvaða dekk eru svona svo menn séu ekki að lenda í vanda eftirá. Það er greynilegt að þetta er eitthvað sem þarf að hafa í huga með 40" cooper. Prófa að setja eitt dekk á felgu fyrst og athuga hvað þarf mikinn þrísting til að dekkið smelli upp á felguna.

Ég vona að þetta verði bara skothelt núna.... trúi ekki öðru :)
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


juddi
Innlegg: 1208
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Jeppefelgur.is felgur og Cooper dekk

Postfrá juddi » 12.mar 2020, 22:15

Mep ventlana mæli ég með traktora ventlum ódýrir og hækt að skrúfa með puttum holkin úr sem pilan kemur í svo gatið er mikklu stærra og meyra flæði en þegar píla er tekin úr venjulegum ventli svo er hægt að skrúfa slöngu uppá fyrir úrhleypibúnað
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2769
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Jeppefelgur.is felgur og Cooper dekk

Postfrá elliofur » 15.mar 2020, 15:33

Sælir félagar.
Því miður þá fæ ég ekki aukna völsun á felgunum úti. Sú stilling er einfaldlega ekki í boði í framleiðslulínunni.
En ég hef nú heyrt frá tveimur öðrum að cooper séu líka laus á öðrum felgum, svo vandamálið virðist ekki liggja í felgunum frá mér, amk bendir ekkert afgerandi til þess.
Ég ætla í nýjan cooper í haust á nýjar felgur og þá ætla ég að menja-sanda-menja-líma.
Kv. Elli


juddi
Innlegg: 1208
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Jeppefelgur.is felgur og Cooper dekk

Postfrá juddi » 27.apr 2020, 14:58

Hvað kostar ca að valsa kant i dag og er ekki bara GJ Járnsmiði í því
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

Höfundur þráðar
scweppes
Innlegg: 71
Skráður: 12.apr 2011, 12:18
Fullt nafn: Sveinn Sveinsson

Re: Jeppefelgur.is felgur og Cooper dekk

Postfrá scweppes » 27.apr 2020, 15:04

juddi wrote:Hvað kostar ca að valsa kant i dag og er ekki bara GJ Járnsmiði í því


Minnir að þetta hafi verið í kringum 60 þús.

Annað mál - ég er alveg lost með sumardekk og felgur, best væri 17" felgur 5*127 og einhver hóflega prísuð dekk sem mættu þessvegna vera niðrí 37". Einhverjar hugmyndir?


juddi
Innlegg: 1208
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Jeppefelgur.is felgur og Cooper dekk

Postfrá juddi » 28.apr 2020, 16:02

Fæst nokkuð ódyrara en Cooper
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2769
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Jeppefelgur.is felgur og Cooper dekk

Postfrá elliofur » 30.apr 2020, 21:30

Ég fékk ábendingu um daginn að BJB væru að selja dekk. Þetta er beint af síðunni þeirra.

GENERAL GRABBER ATX HEILSÁRSD NEGLANL LT

17 / 37"

81.205kr

TOYO OPEN COUNTRY M/T 121Q HEILSÁRS

17 / 1350 / 40"

98.000kr


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 6 gestir