Reynsla ykkar af pallhýsum


Höfundur þráðar
Rögnvaldurk
Innlegg: 77
Skráður: 19.maí 2014, 21:53
Fullt nafn: Rögnvaldur Kári Víkingsson
Bíltegund: Nissan Patrol Y61

Reynsla ykkar af pallhýsum

Postfrá Rögnvaldurk » 26.des 2019, 13:07

Sælir og gleðileg jól,

Getur einhver sagt mér frá reynslu sinni af því að aka um með pallhýsi á pallbíl, og þá sérstaklega á hálendisvegum og -slóðum?
Vaggar þetta ekki mikið? Er bíllinn þá ekki svolítið topp þungur? Liggur þyngdin ekki allt of aftarlega? Er mikið mál að setja svona hýsi á bíl og festa? Ég er að hugsa um Hilux en þeir sem eru til sölu eru allir double cap sem þýðir afskaplega litill pallur á þeim. Við erum tvö í ferðalögum; er nógu mikið pláss inni í þeim eða er betur að vera með teardrop hjólhýsi aftan í ?

Ég væri alveg til í að heyra einhverjar reynslusögur. Fyrirfram bestu þakkir.

Kveðja, Rögnvaldur




elli rmr
Innlegg: 303
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: Reynsla ykkar af pallhýsum

Postfrá elli rmr » 26.des 2019, 21:18

Sæll við erum með fis camper á Isuzu D Max óbreyttum reyndar vaggar ekkert rosalega en var betri á eldri bílnum hjá mér var komin með hjálparpúða á honum Hilux er slífari en d Max gætir sloppið við hjálparpúða þar við erum 3 tvo fullorðin og ein 2014 módel og ferðumst þónokkuð um hálendið Þórsmörk , Fjallabak og hef rúllað kjól það er skemmst frá því að seigja að við fílum þennan ferðamáta allveg í botn en við reynum samt að ferðast létt erum semsagt ekki með mikið dót\drasl með okkur en erum samt með allt sem þarf grill og hýsið er með eldavél ísskáp með frysti og webasto miðstöð geymi og sólarsellum til að viðhalda honum. Vorum í tjaldvagni á undan fisinu
Viðhengi
FB_IMG_1577394974711.jpg
Á leið á Snæfellsjökul í Júlí
FB_IMG_1577394974711.jpg (39.17 KiB) Viewed 4833 times


elli rmr
Innlegg: 303
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: Reynsla ykkar af pallhýsum

Postfrá elli rmr » 26.des 2019, 21:23

Já og húsið er 350 Kg +bjór

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Reynsla ykkar af pallhýsum

Postfrá Járni » 27.des 2019, 13:04

Ég var með amerískt á Defender, þetta er að mörgu leiti sniðugt en ég nenni ekki þannig stærð aftur. Ef ég fer í svona dæmi aftur þá kemur ekkert nema fis hús til greina, nema að það sé komið eitthvað enn léttara.
Land Rover Defender 130 38"


Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Reynsla ykkar af pallhýsum

Postfrá Axel Jóhann » 27.des 2019, 18:24

Ég er með 2005 Nissan King cab pickup og með Travel Lite hýsi 690FDminnir mig að það heiti, það vigtar tæp 500kg og jú maður finnur alveg fyrir því en það lagaðist mjög mikið eftir að ég setti undir hann loftpúða með fjöðrunum. En ég myndi að vísu ekki vera með þetta á 4 dyra bíl vegna þess hve stuttur pallurinn er og þyngdarpunkturinn er aftarlega, einu hýsin sem ég held að henti almennileg aá 4 dyra bíla eru þessi fis hús.

Það er snilldar pláss í þessu hýsi og alveg vel hægt að vera 4 fullorðin eina helgi í því.

Bara ekki gera þau mistök að vera með loftslöngurnar í púðana tengdar saman í T stykki því þá færist loftið til ef bíllinn hallast á aðra hvora hliðina.

Hér eru nokkrar myndir, reyndar áður en ég setti loftpúðana í.

20190803_163029.jpg
20190803_163029.jpg (1.74 MiB) Viewed 4651 time


20190803_203056-EFFECTS.jpg
20190803_203056-EFFECTS.jpg (2.94 MiB) Viewed 4651 time


Svo leysti ég loftpúða dæmið svona, festi þá í staðinn fyrir samsláttarpúðana, keypti þessa púða af Aliexpress og eru gefnir upp fyrir 1300kg, kostuðu um 21.000 parið komnir heim með öllu og svo kostuðu loftlagnir og fittings um 6.000 kall, stálið átti ég til.

20190912_221431.jpg
20190912_221431.jpg (1.93 MiB) Viewed 4651 time


Svona er það að innan, mér fannst mjög heillandi að vera ekki með uppskrúfað hýsi, þetta þolir veðrið betur og heldur hita svakalega vel.

CC75E268-B3E6-4973-BC1E-3BEE173DA1F1.jpg
CC75E268-B3E6-4973-BC1E-3BEE173DA1F1.jpg (44.5 KiB) Viewed 4651 time

20190727_135438.jpg
20190727_135438.jpg (640.2 KiB) Viewed 4651 time

20190727_135449.jpg
20190727_135449.jpg (599.56 KiB) Viewed 4651 time

20190727_140347.jpg
20190727_140347.jpg (1.34 MiB) Viewed 4651 time
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


Höfundur þráðar
Rögnvaldurk
Innlegg: 77
Skráður: 19.maí 2014, 21:53
Fullt nafn: Rögnvaldur Kári Víkingsson
Bíltegund: Nissan Patrol Y61

Re: Reynsla ykkar af pallhýsum

Postfrá Rögnvaldurk » 05.jan 2020, 21:31

Sælir,

Takk kærlega fyrir svörin og fyrir myndirnar. Ég ætla að hugsa og skoða þetta aðeins betur.

Kveðja, Rögnvaldur


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 8 gestir