Þverstífur og skrið á þvottabrettum
Posted: 17.des 2019, 11:22
Nú var ég að skipta um jeppa nýlega, fór úr Land Cruiser 90 yfir á Tacomu 2005.
Cruiserinn var með gormafjöðrun að aftan (og þverstífu) og mér fannst hann hafa þann leiðinlega kæk að leita til hliðar að aftan þegar maður keyrði í þéttum smáholum eða á þvottabretti.
Tacoman virtist ekki gera þetta þegar ég prófaði hana á ruddalegu þvottabretti á Hólmsheiðarveginum, en hún er með blaðfjaðrir að aftan, og vel að merkja töluvert lengri milli hjóla ( 358 cm í stað 276 cm)
Er þetta raunin? Er 5 stífu fjöðrun að leita meira til hliðar í hossi heldur en blaðfjaðrir?
Cruiserinn var með gormafjöðrun að aftan (og þverstífu) og mér fannst hann hafa þann leiðinlega kæk að leita til hliðar að aftan þegar maður keyrði í þéttum smáholum eða á þvottabretti.
Tacoman virtist ekki gera þetta þegar ég prófaði hana á ruddalegu þvottabretti á Hólmsheiðarveginum, en hún er með blaðfjaðrir að aftan, og vel að merkja töluvert lengri milli hjóla ( 358 cm í stað 276 cm)
Er þetta raunin? Er 5 stífu fjöðrun að leita meira til hliðar í hossi heldur en blaðfjaðrir?