Lítil breyting á LC 120 LX - Pælingar


Höfundur þráðar
indridi
Innlegg: 1
Skráður: 27.jún 2016, 16:56
Fullt nafn: Indriði Einarsson
Bíltegund: Land Cruiser 120

Lítil breyting á LC 120 LX - Pælingar

Postfrá indridi » 18.nóv 2019, 16:13

Góðan daginn

Ég setti þetta inn á einhver facebook grúppu, en fæ kannski að skutla þessu hér inn líka.

Ég er með 120 cruiser LX (harlem týpan, með engu plasti á hliðum og varadekkið á afturhleranum) og er í pælingum með að setja undir hann aðeins stærri dekk. Ég er að pæla í einhverju sem stendur 32-33 tommur, til að geta keyrt um grófu hálendisslóðana að sumri án þess að setja í grjót endalaust. Sem dæmi 275/70/17 eða 285/70/17
Ég veit að GX/VX bílana er einfalt að græja með 2cm hækkun á gormun, útvíðari felgum eða spacerum og smá plast-klippingum. Það er nauðsynlegt að færa dekkin utar (felgur með annað backspace eða spacer), annars rekast þau í efri spyrnuna, það breytist ekki þó hækkað sé.

Vandamálið er að vegna kantaleysis á LX týpunni er erfitt að færa dekkin mikið utar, þá eru þau komin út fyrir hjólbogana. Þá fæst víst ekki skoðun, fyrir utan svo skítmoksturinn sem af því hlýst.

Einn möguleikinn er að kaupa plast-dótið af GX bíl og líma það á, en það kostar slatta.

Annar er að setja undir 255/75/17. Það á að sleppa innfyrir hjólboga án þess að rekast í spyrnuna. Ég hef séð einn þannig, og lúkkaði ágætlega, en það er lítið úrval af dekkjum í þessari stærð.

Ég veit að LX týpan var vinsæl fyrir stórar breytingar því þá þarf hvort sem er að henda öllu plastdótinu, svo það eru til 35" og 38" kantar, en veit einhver hér hvernig þessum bílum hefur verið breytt á svona "lítil" dekk? Eru einhversstaðar til kantar sem henta fyrir svona litla breytingu?

Og fyrst ég er byrjaður, hvernig er með að nota spacera undir orginal felgurnar? 285/70/17 frá toyo eru gefin upp fyrir breiddina á orginal felgunum, en þyrftu svona 5mm spacer til að passa framhjá spyrnunum. Er eitthvað sem mælir á móti því?



Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 19 gestir