Síða 1 af 1

Taka slöngur í gegnum gólf

Posted: 18.nóv 2019, 14:33
frá jk2
Þegar verið er að taka slöngur í gegnum gólfið fyrir úrhleypibúnað, Hvernig eruð þið að þétta í kringum slöngurnar svo það komi ekki vatn inn meðfram slöngum ?

Re: Taka slöngur í gegnum gólf

Posted: 18.nóv 2019, 16:55
frá Sævar Örn
Image

Þetta er málið. Fæst í Landvélum

Re: Taka slöngur í gegnum gólf

Posted: 18.nóv 2019, 19:05
frá jk2
Bora ég gat í gólfið fyrir þetta eða get ég sett þetta í gegnum gúmmínipplana í gólfinu?

Re: Taka slöngur í gegnum gólf

Posted: 18.nóv 2019, 22:05
frá Sævar Örn
ef þú ert nú þegar með grommmet þá kemur þetta bara í staðinn, ég myndi ekki hafa grommet á þessu því þetta er allt á svolitilli hreyfingu og ryðgar með tímanum, með svona únion beint í gegn þá er þetta allt pikkfast og lekur hvorki né ryðgar

Re: Taka slöngur í gegnum gólf

Posted: 19.nóv 2019, 10:44
frá jongud
Það er líka hægt að fá þetta með beygju, og þá heitir þetta "air bulkhead elbow" á Ebay og fleiri söluvefjum
bulkhead_elbow.jpg
bulkhead_elbow.jpg (34.31 KiB) Viewed 5446 times

Re: Taka slöngur í gegnum gólf

Posted: 19.nóv 2019, 19:27
frá solemio
Boraðu bara gar.settu slöngurnar i gegn og kíttaðu..þarft ekki að eyða pen i tengi.járn ryðgar þó þú kaupir gegnum tök

Re: Taka slöngur í gegnum gólf

Posted: 19.nóv 2019, 19:46
frá svarti sambo
solemio wrote:Boraðu bara gar.settu slöngurnar i gegn og kíttaðu..þarft ekki að eyða pen i tengi.járn ryðgar þó þú kaupir gegnum tök


Þessi loftbremsufittings er yfirleitt úr crome húðuðum kopar og ryðgar því ekki.

Re: Taka slöngur í gegnum gólf

Posted: 20.nóv 2019, 23:04
frá BrynjarHróarsson
færð svona gegnumtök eins og Sævar benti á í Landvélum, barka og loft og raftækjum. myndi frekar nota plastgegnumtökinn þau eru með O hringjum í rónum sem herðir það fast, og eru mun ódýrari.

Re: Taka slöngur í gegnum gólf

Posted: 21.nóv 2019, 10:05
frá jk2
Takk fyrir svörin.
Kíki við eftir svona gegnumtökum. Eruð þið að kítta meðfram þeim líka ?

En svo ein önnur spurning, hvar eruð þið að taka þetta í gegnum gólfið ? Allt undir sætunum á sama stað eða frekar að reyna að hafa slöngurnar sem mest inn í bíl og taka þær út nálægt hjólskálum t.d. ?

Re: Taka slöngur í gegnum gólf

Posted: 26.nóv 2019, 06:58
frá grimur
Þó að gegnumtökin ryðgi ekki, þá ryðgar gjarna það sem króm liggur að, spennutæring sér um það. Gúmmí grommet í vel boruð göt sem hafa verið máluð eitthvað eru ekki slæm, rispa ekki gegnum lakk. Svo flæðir betur um slöngu en endalaus tengi.
Annars tæki ég plast gegnumtökin frekar en málm, útaf þessu með að skemma ekki lakkið og spennutæringarmálum. Legris plast tengin eru mjög harðgerð og auðveld í umgengni, svo nota ég aldrei neitt annað en PU slöngur. Nylon er rusl sem á ekki heima í bíl, HDPE eða LDPE sama dæmið. PU er vissulega dýrara já, en ekki þess virði að spara þar. Frekar minnka flottheitin með gegnumtök þar sem ekki þarf beinlínis tengi og spara þannig.

Kv
Grímur

Re: Taka slöngur í gegnum gólf

Posted: 26.nóv 2019, 22:04
frá Jonasj
Þola PU slöngurnar betur hita? Hverjir selja þær.

Re: Taka slöngur í gegnum gólf

Posted: 28.nóv 2019, 06:22
frá grimur
Þola hita, kulda, nudd og flest leysiefni mun betur en nylon. Standast betur beygjur og titring án þess að kikna eða krumpast. Henta betur en flest ef ekki allt annað í hraðtengi.
Prufið bara að skera PU slöngu með dúkahníf sem er ekki lengur alveg nýr...passa puttana...slangan er seig.

Landvélar hafa verið með PU slöngur frá Legris, sem er vandað dót bæði tengi og annað. Þó að þau séu dýr nenni ég eiginlega ekki að nota annað.
Flestar sjoppur sem eru með slöngur í loftkerfi ættu að eiga sambærilegt.
Ég er meiraðsegja að gera tilraun með að nota 10mm PU í bensínlagnir í sæþotu, kemur í ljós eftir svona 2 ár hvernig það kemur út, kannski þarf ég að skafa þær úr blöndungnum, kemur í ljós. Mig minnir að eitthvað sýru/basa dæmi geti farið illa í PU, og nylon hentað betur í það, en það gæti bara verið rugl. Eins eru tilfelli þar sem getur smitað úr þessum slöngum í viðkvæm efni sem um þær fara, í þeim tilfellum hef ég notað teflon eða HDPE.
En í bílamix...PU alla daga...og smá hönk í mismunandi sverleika í varahluta/verkfærakassann. Það má redda ansi mörgu með því.
Kv
Grímur