Skoða bíl með 1 í aftasta staf

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Skoða bíl með 1 í aftasta staf

Postfrá jongud » 16.nóv 2019, 17:11

Ég er með jeppa þar sem númerið endar á 1
Ef ég skoða hann núna, fæ ég þá 2021 miða?




petrolhead
Innlegg: 343
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Skoða bíl með 1 í aftasta staf

Postfrá petrolhead » 16.nóv 2019, 20:45

ég hef alla vega farið með bíl sem endar á 1 í skoðun í des og fengið miða komandi árs.
Dodge Ram 1500/2500-40"

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Skoða bíl með 1 í aftasta staf

Postfrá jongud » 17.nóv 2019, 09:34

petrolhead wrote:ég hef alla vega farið með bíl sem endar á 1 í skoðun í des og fengið miða komandi árs.

Það er nefnilega málið, ég get helst ekki beðið fram í desember.


petrolhead
Innlegg: 343
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Skoða bíl með 1 í aftasta staf

Postfrá petrolhead » 17.nóv 2019, 19:42

Ég spurði einhvern tíman út í þetta, man ekki alveg svarið en mig minnir að þetta hafi verið 2 eða 3 mánuðir sem maður mátti koma með bíl í aðalskoðun fyrr en síðasti stafur segir til um, áramótin breyttu engu, það mátti bara koma með bílinn eitthvað "x" fyrir tímann.
Dodge Ram 1500/2500-40"

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Skoða bíl með 1 í aftasta staf

Postfrá Sævar Örn » 18.nóv 2019, 11:48

Þessu er auðsvarað.

Það er ekki hægt að koma í skoðun næsta árs fyrr en á því ári, þ.e. sé bifreið með 1 í endastaf má hún koma til skoðunar 2. janúar og eigi síðar en 31 mars.


Hitt er rétt að það má koma með bifreið 6 mánuðum fyrr í skoðun, en aldrei yfir áramót. Þar af leiðandi er mjög ósanngjarnt að vera með 1 í endastaf.. en á móti kemur að það er mjög hagkvæmt t.d. að vera með 7 í endastaf, þá mátt þú koma í janúar og eigi síðar en í lok september...
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Skoða bíl með 1 í aftasta staf

Postfrá Sævar Örn » 18.nóv 2019, 11:50

Ennfremur má koma með bifreið 10 mánuðum fyrr í skoðun, að því gefnu að hún hafi hlotið fullnaðarskoðun fyrir 1 nóvember síðasta árs.
En þó aldrei yfir áramót.
Þetta þýðir að ökutæki með 0 í endastaf, sem fær skoðun 2019 fyrir 1 nóvember má koma til skoðunar 2 janúar 2020 og hún gildir til des 2021 eða í 23 mánuði, svolítið klikkað :)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Skoða bíl með 1 í aftasta staf

Postfrá jongud » 18.nóv 2019, 12:35

Sævar Örn wrote:Ennfremur má koma með bifreið 10 mánuðum fyrr í skoðun, að því gefnu að hún hafi hlotið fullnaðarskoðun fyrir 1 nóvember síðasta árs.
En þó aldrei yfir áramót.
Þetta þýðir að ökutæki með 0 í endastaf, sem fær skoðun 2019 fyrir 1 nóvember má koma til skoðunar 2 janúar 2020 og hún gildir til des 2021 eða í 23 mánuði, svolítið klikkað :)


Algjörlega :(
Ég hringdi í 2 skoðunarstöðvar til að fá þetta staðfest. En svona er þetta víst hjá Samgöngustofu, computer says no


petrolhead
Innlegg: 343
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Skoða bíl með 1 í aftasta staf

Postfrá petrolhead » 18.nóv 2019, 19:05

Hehe, svo ég hef bara verið heppinn þarna um árið fá næsta árs skoðun !! Að vísu orðin nokkur ár síðan en þessu hefur varla verið breytt.
Dodge Ram 1500/2500-40"

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Skoða bíl með 1 í aftasta staf

Postfrá Sævar Örn » 18.nóv 2019, 22:04

þannig hefur þetta ekki verið á íslandi, og heppinn og ekki heppinn, hefur þá væntanlega fengið vanrækslugjald í pósti :)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Skoða bíl með 1 í aftasta staf

Postfrá svarti sambo » 19.nóv 2019, 10:47

Þetta er jafn vitlaust og margt annað sem tengist bílum.
Eins og t.d. að F350 skuli ekki mega aka hraðar en 80km/klst á þjóðvegum landsins, sami hraði og er leyfður t.d. í ártunsbrekkunni.
Ættli hann sé eitthvað hættulegri á þjóðveginum.
Það er líka alveg stórmerkilegt þegar bílar mega draga meira en eiginþyngd, og rökin eru að bremsukerfið sé svo gott, þó svo hann hafi ekki þyngdina til að nota þetta góða bremsukerfi í svoleiðis tilfellum.
Fer það á þrjóskunni


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 9 gestir