Dekk og flot - lengd vs. breidd

User avatar

Höfundur þráðar
scweppes
Innlegg: 71
Skráður: 12.apr 2011, 12:18
Fullt nafn: Sveinn Sveinsson

Dekk og flot - lengd vs. breidd

Postfrá scweppes » 01.nóv 2019, 00:57

Hef verið að velta aðeins fyrir mér, eru til einhverjar staðreyndir eða alvöru prófanir á performance dekkja í snjó með svipað rúmmál, lengd vs. breidd á spori?

Ef við berum t.d. saman AT 38" dekk á 15" felgu og Cooper 40" dekk á 17" felgu, þá verður rúmmálið í þeim væntanlega svipað en sporið á hærra dekkinu mun verða lengra vs. breiðara á 38" (15,5" vs. 13,5"). Smá hækkun undir kúlu og kannski einhver áhrif í aðra hvora áttina með stærri felgu.

En aðal spurningin er, hvað gerist við það að dekkið er mjórra, hærra og með svipað flot? Mun það eiga auðveldara með að brjóta spor fyrir jeppann? Hafið þið rekist á einhverjar pælingar varðandi þessi mál eða einhver eigin reynsla sem þið getið miðlað?

Bestu kveðjur,
Sissi
grimur
Innlegg: 825
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Dekk og flot - lengd vs. breidd

Postfrá grimur » 01.nóv 2019, 06:14

Mín reynsla er að dekk sem eru með hlutfallslega breiðara spor miðað við hæð heldur en t.d. Mudder eða Ground Hawg38" á 15" felgu, eru ekki alveg heppileg í snjó.
Var í smá tíma á DC 35" sem voru að mig minnir 12.5" breið. Þau takmörkuðust alveg af því hvað hægt var að troða undir sig, ekki floti. Jafn breið 40" hefðu verið alger snilld.
Hef farið að hallast að því í seinni tíð að dekk sem líta asnalega há út miðað við breidd virki jafnan best.

Kv
Grímur

User avatar

jongud
Innlegg: 2207
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Dekk og flot - lengd vs. breidd

Postfrá jongud » 01.nóv 2019, 08:09

Það voru gerðar á sínum tíma einhverjar rannsóknir hjá Arctic-Trucks þar sem nokkur dekk undir jeppum voru sett á þrýstimottu (eins og er notuð í göngugreiningu) og svo hleypt úr þeim. Ég sá bara á sínum tíma glærur á fyrirlestri um niðurstöðurnar úr þessu, en ekkert meira.

User avatar

jongud
Innlegg: 2207
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Dekk og flot - lengd vs. breidd

Postfrá jongud » 01.nóv 2019, 08:17


User avatar

Startarinn
Innlegg: 1141
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Dekk og flot - lengd vs. breidd

Postfrá Startarinn » 01.nóv 2019, 08:45

Eins og ég skil þetta fara líka fleiri hestöfl í að búa til breiðara spor, svo þetta snýst ekki bara um að mjóu og háu dekkin fljóti betur. Væntanlega þarf breiða dekkið betra grip, en það háa, því mótstaðan er meiri
En ég held að það hafi ekki farið fram miklar rannsóknir á þessu, enda fáir aðrir en Íslendingar sem hleypa úr dekkjunum til að komast áfram.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
scweppes
Innlegg: 71
Skráður: 12.apr 2011, 12:18
Fullt nafn: Sveinn Sveinsson

Re: Dekk og flot - lengd vs. breidd

Postfrá scweppes » 01.nóv 2019, 11:02

Takk fyrir svörin. Þetta er einmitt á þeirri línu sem ég var að velta fyrir mér, og var einmitt kunnugt um þessar göngugreiningarpælingar hjá AT á sínum tíma, þó þær svo sem svari ekki spurningunni. En ég held líka að Startarinn sé svolítið að hitta naglann á höfuðið, það er líklega enginn að pæla í þessu annarsstaðar og við erum í mesta lagi einhverja tilfinningu fyrir þessum hlutum hérna.

Rúntaði aðeins á 40" um síðustu helgi í foksnjó uppi við Hlöðufell í 12 psi og fannst fyrirstaðan einmitt mun minni en á öðrum dekkjum, en svo á maður eftir að sjá hvernig þetta kemur út í alvöru aðstæðum.

User avatar

íbbi
Innlegg: 1323
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Dekk og flot - lengd vs. breidd

Postfrá íbbi » 01.nóv 2019, 16:52

áhugaverðar pælingar

ég hef enn sem er ekki heyrt nokkurn mann hallmæla cooper dekkjunum. og verðmunurinn á þeim á AT dekkjunum er gríðarlegur
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1120
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Dekk og flot - lengd vs. breidd

Postfrá Kiddi » 02.nóv 2019, 17:10

Sissi var nokkuð kúludráttur hjá þér?

User avatar

Höfundur þráðar
scweppes
Innlegg: 71
Skráður: 12.apr 2011, 12:18
Fullt nafn: Sveinn Sveinsson

Re: Dekk og flot - lengd vs. breidd

Postfrá scweppes » 03.nóv 2019, 23:24

Kemur fyrir :)


KiddiG
Innlegg: 34
Skráður: 28.apr 2011, 17:58
Fullt nafn: Kristinn Karl Garðarsson

Re: Dekk og flot - lengd vs. breidd

Postfrá KiddiG » 22.nóv 2019, 23:04

Sælir

Ég fékk mér Cooper dekk s.l vor og setti þau undir Hilux. Ég for 2 jeppaferðir á þeim s.l vor.

Í fyrstu ferðinni voru þau prófuð í krapa inn á kaldadal. Þar voru þau að virka mun betur en 38 tomman á sambærilegum bíl.

Enda er mun hærra undir bílinn heldur en á 38 tommunni.

Ferð nr 2 var 3 daga ferð á Vatnajökul. Þar var færið hart með frostnu yfirborði. Dekkinn virkuðu vel í þessu færi og höðu mjög gott grip.
Ég for upp á Snæbreið eins og ekkert væri meðan sumir voru í vandræðum að komast þar upp.

Ég fór í jeppaferð um síðustu helgi inn í Leppistungur og síðan inn í Klakk. Færið var leiðinlegt þegar komið var upp í 800 metra.
Billinn var að fljóta mjög svipað alls ekki verr) og annar Hilux á AT dekkum. En Cooper dekkinn voru mun betri í öllum ám og skörum á leiðinni inneftir.

Ég er ennþá að læra á þessi dekk en þau eru að lofa góðu alla vega við fyrstu kynni.

Kveðja
Kiddi.

User avatar

íbbi
Innlegg: 1323
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Dekk og flot - lengd vs. breidd

Postfrá íbbi » 23.nóv 2019, 00:50

eru þau ennþá á jafn góðu verði og þau vooru? 270 fyrir ganginn?

mig dauðlangar í þessi dekk, en hafði hugsað mér að fara í AT eiginlega eingöngu vegna þess að ég á felgur fyrir þau
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Höfundur þráðar
scweppes
Innlegg: 71
Skráður: 12.apr 2011, 12:18
Fullt nafn: Sveinn Sveinsson

Re: Dekk og flot - lengd vs. breidd

Postfrá scweppes » 25.nóv 2019, 11:19

Áhugavert, takk fyrir. Ég er búinn að keyra smá í snjó á 5 psi, nýr snjór og náði nokkurn veginn niður, smá brölt, og dekkin virkuðu bara flott. Virðist einmitt vera gott grip og munar bókað um hæð undir kúlu. Annars er ég mjög ánægður með þau innanbæjar og úti á vegum, tek ekki eftir meira veghljóði og mjög rásföst og góð.

KiddiG wrote:Sælir

Ég fékk mér Cooper dekk s.l vor og setti þau undir Hilux. Ég for 2 jeppaferðir á þeim s.l vor.

Í fyrstu ferðinni voru þau prófuð í krapa inn á kaldadal. Þar voru þau að virka mun betur en 38 tomman á sambærilegum bíl.

Enda er mun hærra undir bílinn heldur en á 38 tommunni.

Ferð nr 2 var 3 daga ferð á Vatnajökul. Þar var færið hart með frostnu yfirborði. Dekkinn virkuðu vel í þessu færi og höðu mjög gott grip.
Ég for upp á Snæbreið eins og ekkert væri meðan sumir voru í vandræðum að komast þar upp.

Ég fór í jeppaferð um síðustu helgi inn í Leppistungur og síðan inn í Klakk. Færið var leiðinlegt þegar komið var upp í 800 metra.
Billinn var að fljóta mjög svipað alls ekki verr) og annar Hilux á AT dekkum. En Cooper dekkinn voru mun betri í öllum ám og skörum á leiðinni inneftir.

Ég er ennþá að læra á þessi dekk en þau eru að lofa góðu alla vega við fyrstu kynni.

Kveðja
Kiddi.

User avatar

Höfundur þráðar
scweppes
Innlegg: 71
Skráður: 12.apr 2011, 12:18
Fullt nafn: Sveinn Sveinsson

Re: Dekk og flot - lengd vs. breidd

Postfrá scweppes » 25.nóv 2019, 11:20

Passar, 70 þús stykkið

https://www.n1.is/vorur/hjolbardar/jepp ... 0CO9027703

íbbi wrote:eru þau ennþá á jafn góðu verði og þau vooru? 270 fyrir ganginn?

mig dauðlangar í þessi dekk, en hafði hugsað mér að fara í AT eiginlega eingöngu vegna þess að ég á felgur fyrir þau


Léttfeti
Innlegg: 66
Skráður: 22.feb 2010, 20:25
Fullt nafn: Sverrir Aðalsteinn Jónsson
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Dekk og flot - lengd vs. breidd

Postfrá Léttfeti » 13.des 2019, 14:29

Hvernig gengur að koma þessu undir 38" breytta bíla?
Gengur það nokkuð.

User avatar

Höfundur þráðar
scweppes
Innlegg: 71
Skráður: 12.apr 2011, 12:18
Fullt nafn: Sveinn Sveinsson

Re: Dekk og flot - lengd vs. breidd

Postfrá scweppes » 13.des 2019, 14:32

Sjálfsagt breytilegt, en komust undir minn Grand 2002 með frekar lítilli fyrirhöfn. Hjálpar náttúrulega að þau eru mjórri svo þau sleppa betur innfyrir kantana.


Léttfeti
Innlegg: 66
Skráður: 22.feb 2010, 20:25
Fullt nafn: Sverrir Aðalsteinn Jónsson
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Dekk og flot - lengd vs. breidd

Postfrá Léttfeti » 19.des 2019, 14:13

Það er flott að heyra, það er reyndar voða lítið pláss laust á 38" breyttum 100 krúser. Þyrfti líklega að máta.


Axel Jóhann
Innlegg: 166
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Dekk og flot - lengd vs. breidd

Postfrá Axel Jóhann » 06.jan 2020, 23:15

Enn hvernig er með felgumál, eru menn að láta breikka eða kaupa tilbúnar? Þaes 17"
1997 Musso 2.9TDI á 38"
2005 Nissan Navara á 33"

User avatar

Höfundur þráðar
scweppes
Innlegg: 71
Skráður: 12.apr 2011, 12:18
Fullt nafn: Sveinn Sveinsson

Re: Dekk og flot - lengd vs. breidd

Postfrá scweppes » 07.jan 2020, 02:48

Keypti bara hjá jeppafelgur.is.is


Kalli
Innlegg: 387
Skráður: 27.júl 2010, 18:28
Fullt nafn: Karl Guð
Bíltegund: Cherokee 2007

Re: Dekk og flot - lengd vs. breidd

Postfrá Kalli » 25.jan 2020, 12:15

Sveinn hvað ertu með breiðar felgur ?

User avatar

Höfundur þráðar
scweppes
Innlegg: 71
Skráður: 12.apr 2011, 12:18
Fullt nafn: Sveinn Sveinsson

Re: Dekk og flot - lengd vs. breidd

Postfrá scweppes » 25.jan 2020, 13:43

12", finnst pínu skrýtið þegar felgur eru á breidd við dekk eða breiðari. Lúkkar vel og sleppa betur innfyrir 38" kantana í bónus


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 2 gestir