Dekk og flot - lengd vs. breidd

User avatar

Höfundur þráðar
scweppes
Innlegg: 58
Skráður: 12.apr 2011, 12:18
Fullt nafn: Sveinn Sveinsson

Dekk og flot - lengd vs. breidd

Postfrá scweppes » 01.nóv 2019, 00:57

Hef verið að velta aðeins fyrir mér, eru til einhverjar staðreyndir eða alvöru prófanir á performance dekkja í snjó með svipað rúmmál, lengd vs. breidd á spori?

Ef við berum t.d. saman AT 38" dekk á 15" felgu og Cooper 40" dekk á 17" felgu, þá verður rúmmálið í þeim væntanlega svipað en sporið á hærra dekkinu mun verða lengra vs. breiðara á 38" (15,5" vs. 13,5"). Smá hækkun undir kúlu og kannski einhver áhrif í aðra hvora áttina með stærri felgu.

En aðal spurningin er, hvað gerist við það að dekkið er mjórra, hærra og með svipað flot? Mun það eiga auðveldara með að brjóta spor fyrir jeppann? Hafið þið rekist á einhverjar pælingar varðandi þessi mál eða einhver eigin reynsla sem þið getið miðlað?

Bestu kveðjur,
Sissi
grimur
Innlegg: 807
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Dekk og flot - lengd vs. breidd

Postfrá grimur » 01.nóv 2019, 06:14

Mín reynsla er að dekk sem eru með hlutfallslega breiðara spor miðað við hæð heldur en t.d. Mudder eða Ground Hawg38" á 15" felgu, eru ekki alveg heppileg í snjó.
Var í smá tíma á DC 35" sem voru að mig minnir 12.5" breið. Þau takmörkuðust alveg af því hvað hægt var að troða undir sig, ekki floti. Jafn breið 40" hefðu verið alger snilld.
Hef farið að hallast að því í seinni tíð að dekk sem líta asnalega há út miðað við breidd virki jafnan best.

Kv
Grímur

User avatar

jongud
Innlegg: 2120
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Land Cruiser

Re: Dekk og flot - lengd vs. breidd

Postfrá jongud » 01.nóv 2019, 08:09

Það voru gerðar á sínum tíma einhverjar rannsóknir hjá Arctic-Trucks þar sem nokkur dekk undir jeppum voru sett á þrýstimottu (eins og er notuð í göngugreiningu) og svo hleypt úr þeim. Ég sá bara á sínum tíma glærur á fyrirlestri um niðurstöðurnar úr þessu, en ekkert meira.

User avatar

jongud
Innlegg: 2120
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Land Cruiser

Re: Dekk og flot - lengd vs. breidd

Postfrá jongud » 01.nóv 2019, 08:17


User avatar

Startarinn
Innlegg: 1125
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Dekk og flot - lengd vs. breidd

Postfrá Startarinn » 01.nóv 2019, 08:45

Eins og ég skil þetta fara líka fleiri hestöfl í að búa til breiðara spor, svo þetta snýst ekki bara um að mjóu og háu dekkin fljóti betur. Væntanlega þarf breiða dekkið betra grip, en það háa, því mótstaðan er meiri
En ég held að það hafi ekki farið fram miklar rannsóknir á þessu, enda fáir aðrir en Íslendingar sem hleypa úr dekkjunum til að komast áfram.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
scweppes
Innlegg: 58
Skráður: 12.apr 2011, 12:18
Fullt nafn: Sveinn Sveinsson

Re: Dekk og flot - lengd vs. breidd

Postfrá scweppes » 01.nóv 2019, 11:02

Takk fyrir svörin. Þetta er einmitt á þeirri línu sem ég var að velta fyrir mér, og var einmitt kunnugt um þessar göngugreiningarpælingar hjá AT á sínum tíma, þó þær svo sem svari ekki spurningunni. En ég held líka að Startarinn sé svolítið að hitta naglann á höfuðið, það er líklega enginn að pæla í þessu annarsstaðar og við erum í mesta lagi einhverja tilfinningu fyrir þessum hlutum hérna.

Rúntaði aðeins á 40" um síðustu helgi í foksnjó uppi við Hlöðufell í 12 psi og fannst fyrirstaðan einmitt mun minni en á öðrum dekkjum, en svo á maður eftir að sjá hvernig þetta kemur út í alvöru aðstæðum.


íbbi
Innlegg: 1205
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Dekk og flot - lengd vs. breidd

Postfrá íbbi » 01.nóv 2019, 16:52

áhugaverðar pælingar

ég hef enn sem er ekki heyrt nokkurn mann hallmæla cooper dekkjunum. og verðmunurinn á þeim á AT dekkjunum er gríðarlegur
1997 Chevy silverado z71
1998 Chevy silverado z71
2004. Ford F250 powerstroke
1996 Dodge Ram

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1112
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Dekk og flot - lengd vs. breidd

Postfrá Kiddi » 02.nóv 2019, 17:10

Sissi var nokkuð kúludráttur hjá þér?

User avatar

Höfundur þráðar
scweppes
Innlegg: 58
Skráður: 12.apr 2011, 12:18
Fullt nafn: Sveinn Sveinsson

Re: Dekk og flot - lengd vs. breidd

Postfrá scweppes » 03.nóv 2019, 23:24

Kemur fyrir :)


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 2 gestir