Síða 1 af 1

Patrol gormar

Posted: 22.feb 2011, 22:41
frá Izan
Sælir

Ég keypti afturgorma úr Y61 patrol til að setja undir Y60 og mér var sagt að það gæfi einhverja hækkun. Málið er að munurinn á gormunum er enginn.

Veit einhver hvað Y61 afturgormar eru háir í hlutlausri stöðu og hvað þeir standa undir ólestuðum bíl og hvað þeir eru mikið hærri en Y60 afturgormar?

Kv Jón Garðar

Re: Patrol gormar

Posted: 22.feb 2011, 23:54
frá Þorri
Er ekki Y61 600 kg þyngri en Y60 eða þar um bil. Þá ættu þeir að lyfta honum slatta.

Re: Patrol gormar

Posted: 23.feb 2011, 02:41
frá Eiríkur Örn
Þegar pabbi fór í nákvæmlega sömu aðgerð þá hækkaði bíllinn um 3 cm, reyndar voru gömlu gormarnir orðnir vel slappir sem gerði hækkunina líklega eitthvað meiri en ella.

Re: Patrol gormar

Posted: 23.feb 2011, 07:54
frá Freyr
Setti gorma úr 2008 patrol í minn gamla '95, gömlu gormarnir voru orðnir vel slappir og hann lyftist um rúma 5 cm að aftan og tæpa 10 að framan.