Jeppakerrusmíð...

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 353
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Jeppakerrusmíð...

Postfrá muggur » 20.aug 2019, 09:09

Sæl(ir)
Langar mikið að smíða mér alminnilega jeppakerru. Hún á ekki að vera stór en hún á að vera á 35 tommu dekkjum og geta skrölt aftan í jeppanum erfiða slóða sem trússkerra.

Það er algjört skilyrði að nöfin séu með japönsku deilingunni (Mitsubishi, nissan og Togaýta). Hef heyrt að hægt sé að nota nöf af pajero í svona pælingar, það eru þá væntanlega nöf af mk3 og yngri (eftir 2000) þar sem mér sýnist vera hægt að bolta þau á með fjórum boltum á öxulinn. Það sýnist mér að sé ekki hægt með gömlu pajero nöfin. Er einhver hér sem veit þetta eða er með betri lausn?

Önnur pæling var að nota bara afturhásingu af pajero, en það er full voldugt og þungt að mér finnst.

Annars er hugmyndin bara að hafa þetta einfalda smíð með fjöðrum og líklega dempurum. Smíða þetta úr skúffum, er ekki nóg að nota 4mm þykkt efni í þetta?
kv. M


----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


elli rmr
Innlegg: 303
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: Jeppakerrusmíð...

Postfrá elli rmr » 20.aug 2019, 12:23

er ekki hægt að kaupa öxul i Stál og stönsum https://www.stalogstansar.is/?s=kerru%C ... pe=product þeir eru til með og án bremsa og fyrir 6 gata felgur

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 353
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Jeppakerrusmíð...

Postfrá muggur » 20.aug 2019, 13:04

elli rmr wrote:er ekki hægt að kaupa öxul i Stál og stönsum https://www.stalogstansar.is/?s=kerru%C ... pe=product þeir eru til með og án bremsa og fyrir 6 gata felgur


Sæll,
Sýnist það vera 6x5 deiling sem er ekki sú sama og sú japanska, þannig að fljótt á litið gengur það ekki upp.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Jeppakerrusmíð...

Postfrá Kiddi » 20.aug 2019, 18:08

muggur wrote:
elli rmr wrote:er ekki hægt að kaupa öxul i Stál og stönsum https://www.stalogstansar.is/?s=kerru%C ... pe=product þeir eru til með og án bremsa og fyrir 6 gata felgur


Sæll,
Sýnist það vera 6x5 deiling sem er ekki sú sama og sú japanska, þannig að fljótt á litið gengur það ekki upp.


Þeir eru með 6x5.5" deilinguna... sem japanir notuðu en er samt ekkert japönsk :-)

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Jeppakerrusmíð...

Postfrá íbbi » 20.aug 2019, 19:30

veit einhver hvað öxlarnir hjá stál og stönsum kosta?
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Jeppakerrusmíð...

Postfrá Polarbear » 20.aug 2019, 20:33

ég smíðaði mér kerru og sauð bara hjólnöf (nafstúta) af 70 krúser á rörbút... hefur staðið sig ferlega vel, farið margan drulluslóðann og ég hef sett í hana 2 rúmmetra af mold (tonn). þetta þarf ekkert að vera flókið :) ég hafði bara efni á einni fóðringu þegar ég smíðaði þetta svo ég notaði þríhyrningasýstem og gamla þverstífu undan téðum 70krúser.... kerran er í fullu fjöri núna 15 árum síðar. Notaði svo sama þríhyrningasýstem undir hjólýsið mitt.

hérna sést þetta aðeins...

07022010.jpg
07022010.jpg (333.04 KiB) Viewed 5959 times


07022010(001).jpg
07022010(001).jpg (519.38 KiB) Viewed 5959 times

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Jeppakerrusmíð...

Postfrá ellisnorra » 20.aug 2019, 22:19

Ég færi alla daga í þríhyrningsstífusystemið sem Lalli talar um, nema mögulega ég færi fjaðrir. Annað er ekki til í dæminu.

Varðandi efnisval, skoðaðu það vel. Það er ofboðslegur kostur að hafa þetta sem allra léttast og henda svo öllu í galv. Þá áttu frábæra kerru í áratugi. Ég get ekki ráðlagt þér neitt reyndar svona einn tveir og bingó, þyrfti að leggjast yfir það og pæla. En gott er að hafa skúffuramma, þá er hægt að krækja strekkjara í allan hringinn.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 353
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Jeppakerrusmíð...

Postfrá muggur » 21.aug 2019, 09:10

Polarbear wrote:ég smíðaði mér kerru og sauð bara hjólnöf (nafstúta) af 70 krúser á rörbút... hefur staðið sig ferlega vel, farið margan drulluslóðann og ég hef sett í hana 2 rúmmetra af mold (tonn). þetta þarf ekkert að vera flókið :) ég hafði bara efni á einni fóðringu þegar ég smíðaði þetta svo ég notaði þríhyrningasýstem og gamla þverstífu undan téðum 70krúser.... kerran er í fullu fjöri núna 15 árum síðar. Notaði svo sama þríhyrningasýstem undir hjólýsið mitt.


Takk fyrir þetta, er einmitt búinn að liggja yfir þráðnum um hjólhýsið og kannski fer ég einhverntíma í eitthvað svoleiðis. En kerran fyrst. Ég er mjög nýr í járnsmíðinni, taka svona nöf suðu þ.e. er þetta ekki pottjárn í þessu? En þar sem þetta er búið að vera undir hjá þér í fimmtán ár þá er spurningin líklega heimskuleg hjá mér. Þú hefur þá bara fundið rör sem var jafn svert og innanmálið á nafinu.

Fjöðrunarsystemið virkar mjög flott og ábyggilega miklu betra en fjaðrinar. Mér finnst það virka sem mikið meiri smíði en það er kannski bara bull líka hjá mér.


elliofur wrote:Ég færi alla daga í þríhyrningsstífusystemið sem Lalli talar um, nema mögulega ég færi fjaðrir. Annað er ekki til í dæminu.

Varðandi efnisval, skoðaðu það vel. Það er ofboðslegur kostur að hafa þetta sem allra léttast og henda svo öllu í galv. Þá áttu frábæra kerru í áratugi. Ég get ekki ráðlagt þér neitt reyndar svona einn tveir og bingó, þyrfti að leggjast yfir það og pæla. En gott er að hafa skúffuramma, þá er hægt að krækja strekkjara í allan hringinn.


Jú það er málið að reyna að hafa þetta létt og því væri gott að fá komment á efnisþykkt. Sérstaklega í ljósi þess að ég smíðaði mér grind undir þrjá 20 lítra bensínbrúsa til að festa á toppin hjá mér og kvikindið er líklega hátt í 15kg af járni sem er ábyggilega algjört overkill fyrir ca 60kg dreift yfir fjóra þakboga. En skúffunar sem ég er að pæla í eru:
  1. 25x50x25x3mm ca 2kg/m
  2. 45x54x45x4mm ca 4kg/m
  3. 40x60x40x3mm ca 3kg/m
Finnst þessar síðustu (c) kannski vera málið. Ástæðan fyrir skúffunum var einmitt komið frá "Háfjallahjóhýsinu" en þá nefndi Polarbear að hann hefði kannski frekar eftir á að hyggja notað eitthvað svoleiðis í staðinn fyrir prófíla.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


elli rmr
Innlegg: 303
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: Jeppakerrusmíð...

Postfrá elli rmr » 21.aug 2019, 10:38

öxull þarf allavegaa að vera beinn þannig að ef þú ert ekki með topp aðstöðu til að smíða öxul úr nöfum af einhverjum bíl þá mundi ég hafa samband við Stál og stansa Brimco.is Víkurvagna topplausnir.is t.d og skoða öxul málin þar það þarf ekki að vera svo dýrt að fá tilbúinn öxul sem er með nöfin rétt uppá gráðu :D

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Jeppakerrusmíð...

Postfrá Polarbear » 21.aug 2019, 17:43

ég festi hjólnafið (boltað í nafstútinn) í skrúfstykki og tyllti rörinu á. snéri svo í hringi til að gá hvort þetta væri ekki beint (ekkert slag), lamdi það svo til með hamri, sauð meira, snéri, rétti og sauð þar til ég var búinn að sjóða þetta allt í drasl og þetta snérist samt án þess að wobbla......


einar.rvik
Innlegg: 2
Skráður: 10.des 2018, 08:49
Fullt nafn: Einar Bárðarson
Bíltegund: Toyota 4runner

Re: Jeppakerrusmíð...

Postfrá einar.rvik » 25.aug 2019, 10:35

Að nota framnöf úr Toyota Klafabíl eldri gerðina er líka þægilegt. (hilux og 4 runner)
Það er "drullupakkdós" þar sem öxulhosan mætir nafinu í því nafi og þar passar akkaúrrat í 76 mm rör. Þannig að eina sem þarf að gera og passa er að rörið sé sagað "vinkilrétt" þá ertu með sæti fyrir rörið í bakinu á nafinu.
Þetta þarf að mökksjóða með góðri suðu og svo hef ég líka rennt með pinna sem er ætlaður fyrir pottefni ysta hringinn milli nafs og suðunnar við rörið.
Það virkar eðlilegt að sjóða þetta en ég hef lent í því að þetta springur í sundur, en þó ekki eftir að ég sauð ysta hringinn með pottsuðupinnanum.
kv
Einar B

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 353
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Jeppakerrusmíð...

Postfrá muggur » 26.aug 2019, 10:11

Tékkaði á stál og stönsum, öxull með 6 gata nöfum, fjöðrum og hengslum kostar tæp 70 þús. Finnst líklegt að ég endi í að taka bara þann pakka.

Helstu pælingarnar núna er hvort ég eigi að nota 4mm eða 5mm þykkar skúffur í grindina.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 26 gestir