Þyngd dekkja og bremsuálag

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2207
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Þyngd dekkja og bremsuálag

Postfrá jongud » 12.aug 2019, 15:02

Nú var ég að pæla í svolitlu.
Nýju Nokian 44-tommu dekkin eru klettþung, en það hindrar jeppafólk ekki í að setja þau undir frekar létta jeppa.
En ég var að pæla í hvaða á hrif þessi þungu dekk hafa á skriðþunga og bremsuálag á faratækjum.
Hefur einhver reiknað það út?User avatar

Kiddi
Innlegg: 1120
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Þyngd dekkja og bremsuálag

Postfrá Kiddi » 12.aug 2019, 21:08

Þyngri dekk setja vissulega meira álag á bremsurnar, en það má færa rök fyrir því að léttari bílar ráði betur við það- að því gefnu að þeir séu með sæmilegan bremsubúnað.

Bremsur ganga alltaf út á það að breyta hreyfiorku í hita og það sem er gjarnan takmarkandi þáttur í jeppnunum er einmitt hitinn.
Min reynsla af AT44 dekkjunum er að það þarf ekki að hafa stórar áhyggjur af þessu (allavega ef maður er ekki með tæpar bremsur og að gefa allt í botn og snarhemla skrilljón sinnum í röð) en ég myndi alls ekki vilja vera á gömlum Hilux með einfalda ókælda diska og þessi dekk.

Talandi um hita - ég held að eitt það vitlausasta sem maður geti gert í jeppabremsum fyrir utan að maka feiti á diskinn sé að setja boraða diska sem gera ekkert gagn en ráða bara við minni hita en óboraðir...

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2207
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Þyngd dekkja og bremsuálag

Postfrá jongud » 13.aug 2019, 14:11

Kiddi wrote:Þyngri dekk setja vissulega meira álag á bremsurnar, en það má færa rök fyrir því að léttari bílar ráði betur við það- að því gefnu að þeir séu með sæmilegan bremsubúnað.

Bremsur ganga alltaf út á það að breyta hreyfiorku í hita og það sem er gjarnan takmarkandi þáttur í jeppnunum er einmitt hitinn.
Min reynsla af AT44 dekkjunum er að það þarf ekki að hafa stórar áhyggjur af þessu (allavega ef maður er ekki með tæpar bremsur og að gefa allt í botn og snarhemla skrilljón sinnum í röð) en ég myndi alls ekki vilja vera á gömlum Hilux með einfalda ókælda diska og þessi dekk.

Talandi um hita - ég held að eitt það vitlausasta sem maður geti gert í jeppabremsum fyrir utan að maka feiti á diskinn sé að setja boraða diska sem gera ekkert gagn en ráða bara við minni hita en óboraðir...


Eftir á að hyggja þá hef ég á mínum 35-tommu breytta 2ja tonna jeppa þurft að snarhemla á þurru malbiki þegar túristi fyrir framan mig sá "ho-ho" úti í móa.
ABS kerfið greip inn í tiltölulega snemma og mér fannst ástigið ekki vera neitt sérstaklega mikið við inngripið.

Ef ég man rétt þá er hemlaaflið í réttu hlutfalli við radíus dekkjanna, þannig að jeppi sem er upprunalega á 29-tommu dekkjum og er breytt fyrir 44-tommur, þá er hlutfallið 1,5 þannig að það þarf 50% þyngra ástig á bremsufetilinn. (Leiðréttið mig endilega ef þetta er ekki rétt).

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2207
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Þyngd dekkja og bremsuálag

Postfrá jongud » 13.aug 2019, 14:24

Auðvitað var búið að skrifa eitthvað um þetta og félagi Snorri búinn að koma með punkta um bremsur;

Álag á bremsur fer eftir því hversu mikilli hreyfiorku þarf að breyta í varma við hemlun. Hreyfiorkuaukningin fer ekki eftir hlutfallslegri stækkun hjóla heldur þyngdaraukningu bílsins plús aukningu í snúningshreyfiorku hjólanna (sem hefur verið reiknað út að er ekki ráðandi). Reyndar koma fleiri þættir inn, til dæmis þarf að ýta 40% fastar á bremsuklossa til að fá sama hemlunarkraft með 40% stærri hjólum. Það er þó óralangt undir þeim öryggismörkum sem gefin eru við hönnun á hemlum. Og mesti mögulegi heildarþrýstingur í kerfinu hækkar ekki með stærri hjólum (það er við nauðhemlun). Mikið hefur verið ruglað í þessum fræðum.

http://old.f4x4.is/spjallbord/umraeda/haettulegir-breyttir-jeppar/

Annað sem spilar inn í og er nefnt í þessum gamla þræði er að það er ekki hægt að reikna snúningshreyfiorku hjólanna (torque) sem fasta tölu, af því að 44-tommu dekk snýst hægar á 90 km/t en 29-tommu.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 3 gestir