Pajero og Crucer 120


Höfundur þráðar
thoriceland
Innlegg: 8
Skráður: 23.jún 2015, 19:13
Fullt nafn: Þór Skjaldberg
Bíltegund: Isuzu trooper

Pajero og Crucer 120

Postfrá thoriceland » 17.jún 2019, 21:53

Hvort er skynsamlegra að kaupa
Pajero eða L cruiser 120 verð. Ca 2-2,5 millj.
Óbreytta bíla.User avatar

íbbi
Innlegg: 1346
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Pajero og Crucer 120

Postfrá íbbi » 20.jún 2019, 00:39

þetta er ansi mikið jarðsprengusvæði að hætta sér inn á að svara.

báðir bílar eru í senn góðir og alls ekki gallalausir.

persónulega kann ég betur við cruiserinn.

cruiserinn er engu síður langt frá því að vera gallalaus, grindurnar á þeim hafa verið að ryðga illa og toyota hefur skipt um complete grindur í fjöldanum öllum af þeim. svo er einhver hópur manna sem hefur setið uppi með ónýtar grindur í bílum úr ábyrgð
mér finnst flestir sem ég þekki a.m.k lenda í að skipta um spíssa í þeim. sem er ansi kostnaðarsamt
hásingarörin á þeim hafa líka verið að ryðga illa
loftpúðafjöðrunin í VX bílunum getur verið afskaplega andfélagsinnuð og er dýr í service.

engu síður hef ég alltaf verið hrifinn af þessum bílum, finnst gott að keyra þá og umgangast, sérstaklega í barnastússi og tilheyrandi, mótorinn í þeim skemmtilegur og ekki frekur á dropann.
þessir bílar eru samt að mínu mati alltof dýrir og verðið á þeim notuðum síðasta áratuginn hefur verið gjörsamlega glórulaust.fyrsti stóri kosturinn við pajeroinn er verðið, fyrir sama pening færðu mun yngri og minna ekinn bíl en af land cruiser.

þekktasti galinn í pajero er að stillibolltarnir fyrir klafana á þeim að aftan gróa fastir, bíllinn endar svo á að setjast á rassgatið, missa hjólastillingu og mislíta dekkjunum, þegar það á svo að hjólastilla er allt fast og það er rúmlega 200k pakki að koma þessu í rétt horf.

áfyllingastúturinn í þeim ryðgar og ég hef heyrt af tilfellum þar sem drulla úr stútnum kemst alla leið upp í mótor (háþrýstidælu) og veldur skemmdum þar, dýrum.
EGR í þeim stíflast og getur valdið skemmdum.
það ryðga á þeim sílsarnir, byrja að aftan á halda áfram í átt að framhjólinu.
5 gíra skiptingin í þeim er gríðarlega dýr í upptekt. það fer að mér skylst í þeim plánetugírinn og hann fæst aðeins original og é ghef heyrt menn tala um að með honum og vinnuni við upptekt sé svona skipting 800þús kr pakki.

mér hefur persónulega ansi margir af þeim sem ég þekki með þessa bíla hafa lent í að mótorinn hafi kvatt partýið í 3.2 did bílunum.

ég átti sjálfur bensín pajero af þessum árgerðum og kunni mjög vel við hann, .þægilegur fjölskyldubíll, en afskaplega þyrstur og líka frekar máttlaus (3.5l bíll)
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


grimur
Innlegg: 825
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Pajero og Crucer 120

Postfrá grimur » 20.jún 2019, 03:24

Skoðunarmaður hjá Frumherja sagði mér að grindurnar í öllum þessum bílum, Cruiser, Pajero, Patrol, Navara og hvað þeir allir kallast, breyttust sjálfkrafa í ryð að aftanverðu á ákveðnu árabili, ca frá 2003 til eitthvað. Eina undantekningin væri Terracan, þar sem burðarvirkið í hann hefði ekki komið úr sömu fabrikkunni og allt hitt.
Merkilegt það, forveri Terracan, Galloper, sem ég átti einmitt um tíma, er einna ryðsæknasti bíll sem ég hef átt. Grindin slapp reyndar ágætlega en boddíið var ferlegt.
...en aftur að efninu...ég er hlutdrægari en allt í þessu, myndi hiklaust velja Cruiser. Hins vegar er það líklega sammerkt með öllum þessum og ekki síst Toyota að þegar árin eru komin í 2ja stafa tölu er maður betur settur með einfaldari bíl með minna lúxus-blingbling sem getur bilað.

Hitt er svo meira smekksatriði og bara spurning um viðhald, meðferð og annað ástand...

Kv
Grímur


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: muggur og 2 gestir