Síða 1 af 1

Hvar fást 35"

Posted: 21.feb 2011, 19:49
frá Stjóni
Sælir
Ég er víst til neyddur að fara endurnýja dekkin. Vitið þið hvar best er að kaupa 35" dekk á 15" felgur?
Ég er á Patrol og dekkin verða notuð á malbikinu, á malarvegum og slóðum. Því erum aksturseiginleikar og ending aðalatriðið fyrir utan verðið.

Takk fyrir

Re: Hvar fást 35"

Posted: 21.feb 2011, 21:08
frá jeepson
Hafa ekki sidewinder dekkin verið að koma þokkalega vel út?? Var búinn að heyra að það væri eitthvað vesen með BFG dekkin en mig minnir endilega að það hafi verið 16" dekkin. einhversstaðar las ég eitthvað um það. Gott að það hafi ekki bara verið inná þessu frábæra spjalli:) Þið leiðréttið mig þá ef að þetta er eitthvað bull. Annars sýnist mér nú að BFG dekkin séu nú samt vinsæl. Ég veit um einn sem var með 35" DC dekk undir WJ cherokee. Semsag 99-04 boddýið. held að þau hafi bara verið að koma vel út.

Re: Hvar fást 35"

Posted: 22.feb 2011, 08:36
frá Stebbi
Ekkert vandamál með BFG AT ef þú hleypir ekki úr og notar þau bara í keyrslu, þá eru það bestu dekk sem þú færð.

Re: Hvar fást 35"

Posted: 22.feb 2011, 20:49
frá stebbi1
Hef nú heyrt að BFG eygi það til að vírslitna.
ég á svona BFG-AT og þau tolla djöfullega á felgunum undir 5psi, hvort sem það er dekkjunum eða felgunum að kenna.
en hvar maður fær ný veit ég ekki.

Re: Hvar fást 35"

Posted: 22.feb 2011, 22:17
frá Stebbi
Þau vírslitna ef þú keyrir mikið á þeim úrhleyptum. Ég er búin að eyðileggja 3 svoleiðis og þau voru eins og ný þegar þau ákváðu að yfirgefa felguna.